Feykir


Feykir - 12.01.2005, Qupperneq 5

Feykir - 12.01.2005, Qupperneq 5
02/2005 Feykir 5 Húnaþing vestra Óvenjulegur gestur á dvalarheimili aldraðra Haftyrðill í í síðustu viku fékk Feylcir upphringingu frá dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki en þar höfðu starfsstúlkur gómað fugl sem fannst í snjónum rétt við dvalarheimilið og vildu láta smella mynd af fuglinum sem þær þekktu ekki deili á. Piltarnir á Náttúrustofu Norðurlands vestra mættu einnig á svæðið og sóttu fuglinn, sem reyndist vera haftyrðill, og reyndu að sjósetja hann á ný. Fuglinn reyndist hins vegar of mátt- farinn og fékk því aðsetur í húsnæði náttúrustofunnar. heimsókn Á heimasíðu NNV segir að undanfarið hafi borið á því að haftyrðlar hafi verið að hrekjast upp á land við Sauðárkrók. Þann 17. desem- ber síðastliðinn kom Helga Gunnlaugsdóttir garð- yrkjustjóri með þrekaðan haítyrðil á náttúrustofuna en fuglinn drapst skömmu síðar. Sá fugl fannst nálægt gróðurhúsum við Hitaveitu Sauðárkróks. Náttúrustofan vill gjarn- an fá upplýsingar ef fólk finnur aðframkomna haf- tyrðla. Nánari pplýsingar um fuglinn má finna á heimasíðunni www.nnv.is Stefanía og Krístín með haftyrðilinn. Mynd: pib 100. hmdurinn Sveitarstjórn Húnaþings vestra hélt sinn 100. fund þann 30. desember sl. að Gauksmýri. Þar var meðal annars staðfest Staðardagskrá 21, með áritun sveitarstjórnar. Vinna að Staðardagskrá 21, hefur verið í höndurn starfshóps, undir stjórn Arnars Birgis Ólafssonar umhverfis- og garðyrkjustjóra sveitarfélagsins. Staðardagskrá 21 íjallar í meginatriðum um sjálfbæra þróun á 21. öldinni og hvernig hægt er að ná fram þeirn markmiðum sem menn setja sér varðandi hana. Með uppfyllingu þessara mark- miða eru sveitarfélagið og íbúar þess m.a. að reyna að byggja upp betra samfélag og tryggja betra skipulag á hlut- unr, betri nýtingu auðlinda og betri umgengni í sveitarfélag- inu. Verður sveitarfélagið fyrir vikið meira aðlaðandi í augum íbúa sem og augum gesta þess. Að fundi loknum voru ríkulegar veitingar fram bornar af staðarhöldurum.. Heimild: Forsvar.is Björgunarsveitin Káraborg tvívegis kölluð út Sami skaflinn í bæði skiptín Björgunarsveitin Káraborg á Hvammstanga var um helg- ina kölluð út tvisvar sömu nóttinu vegna vegfarenda sem lentu í vandræðum í ófærð á þjóðveginum milli Hvamms- tanga og Víðihlíðar. Fyrra útkallið kom kl 2:15 en þá var vegfarandi fastur við bæinn Vatnshorn. Greið- lega gekk að losa bílinn og var honum fýlgt af stað aftur. Seinna útkallið kom svo upp úr kl. 5 en þá var annar vegfarandi fastur í sarna skaflinum. Var hann einnig losaður og komu björgunar- menn aftur í hús kl. 7, Kynntu þér glæsileg safnkortstilboð íjanúar Væntanlegt - á stöðinni þinni - Munið alla laugardaga! 52% afsláttur afbland í poka úr nammibamum ESSO Ábær - Sauðárkrókur Rautt Grape 89,- krkg Kellogg,s Ef þú kaupir 3 pakka af Kellogg’s morgunkorni W færðu snyrtitösku í kaupbæti. ,}j» ^jOODLtb V^55? OG SKÍÐAVÖRUR Auglýstu í lit í fréttablaöi Norðurlands vestra

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.