Feykir - 12.01.2005, Side 6
6 Feykir 02/2005
Svona leit Hugi út á blaðsídu 2 í Helgarblaði DVsíðastliðinn laugardag.
Hugi Halldórsson með þátt á PoppTívi
Nýtt ár drallugott!
Ýmsir kannast við Huga
Halldórsson úr fótbolt-
anum, en kappinn þótti
fyrir ekki mörgum árum
liðtækur á kantinum hjá
Tindastóli.
Síðan fór Hugi í FÍáskólann en
lagði lögfræðina á hilluna og
gerði garðinn frægann með
fálda myndavél í 70 mínútum
á PoppTíví. Gerðist síðan
Oflir-Hugi og varð þess
heiðurs aðnjótandi að láta
íslenska handboltalandsliðið
rassskella sig. Nú er hann að
b)Tja með nýjann þátt og því
þótti Feyki rétt að leggja fyrir
hann nokkrar laufléttar
spurningar.
Hvað á að gera á nýju ári?
Nýja árið verður drullugott.
Nýr skemmtilegur þáttur
sem ég kem til með að
stjórna ásamt simpasa. Ætli
maður reyni ekki að verða
ríkur, losna við nýja björgun-
arhringinn minn, læra að
drekka whiský og stækka urn
svona 11 sentimetra.
Hvernig voru jólin?
bæu voru stutt, róleg og
kærkomin.
Tókstu þátt í Jólamóti
Molduxa?
)á og rúmlega það. Back to
back champion, búinn að
vinna 2 ár í röð og það með
sitthvoru liðinu. Spuring
hvort maður sé ekki bara á
leið í atvinnumennsku. Það
er allavega á hreinu að það
verður barist um mig sem
leikmann á næsta ári.
Er ekki kominn tími til að
skipta Sir Alex út?
Nei, hann og Jóhannes Páll fá
að sitja eins lengi og þeim
sýnist. Að skipta honum út
væri eins og að sprengja
Drangey í tætlur og reyna að
steypa nýja eyju!
Hvað var verst á síðasta ári?
Þetta var mitt lukkaðasta ár
til þessa. Eftir að hafa skitið
upp á bak í skóla fékk maður
draumavinnuna. Ef ég þarf
að nefna eitthvað slæmt þá
mundi ég segja skilnaður við
70 mínútur, sala á gamla
bílnum mínum, sambands-
slit við kærustu og Arsenal.
Hver er sterkasti leikmaður
íslenska handboltalands-
liðsins?
Það get ég ómögulega sagt til
urn, mér er illa við hand-
bolta, þetta er ekki íþrótt
frekar en skák. Þeir eru allir
þrælsterkir en ég lenti illa í
Sigfúsi Sigurðs, því er best að
draga allt til baka ef hann
skildi lesa þetta viðtal.
Hver “strákanna okkar” er í
mestu uppáhaldi hjá þér?
Mér er nteinilla við þá alla.
Þetta eru hrottalegir fantar
og hafa ekki nokkurn skap-
aðan hlut á samviskunni.
Þeir eru nú búnir að missa
tililinn strákarnir okkar.
Strákarnir okkar verða á
Stöð 2 og ætla ég að nýta mér
tækifærið og uppljóstra því
að ég á heiðurinn af nafiiinu
á þeim þætti. Takk fyrir takk
takk, jú takk takk.
Verður eitthvað vit í þess-
um nýja þætti á PoppTíví?
Hvernig dettur þér það í
hug? Þetta verður þræl
skemmtileg vitleysa tfá E-ö.
Er Skagfirðingur ársins
2003 (Auðunn Blöndal)
búinn að fá sér nýjann bíl?
Iti, hann er kominn á
Renault Megan. Við förum
ott saman að skoða gantla
Hunydi Coupinn hans. Sá
eða sú sem á hann í dag
vinnur í Nettó í Mjódd.
Popptíví á Krókinn?
Já, er það ekki komið? Sjáið
þið þetta ekki allt saman á
Sýn? Það er ekkert merkilegt
á þessari stöð nerna Sjáðu,
Game TV og nýji þátturinn
minn!
Hilmir Jóhannesson skrifar
lánsamir eru
íslendingar...
...aldrei ber hér neitt upp á sama
daginn - eins og karlinn sagði. Þetta
segi ég fyrir hvað áramótin eru gjörólík
milli áramóta, svo vitnað sé í sömu
heimild. Að svo mæltu óska ég öllum
gleðilegs árs.
íslensk erfðagreining komst að þvi að menn
eru sitt með hverju laginu eftir ættum og
uppruna. Slíkt þarf ekki að segja Þingeyingi
sem búið hefur lengstan hluta ævinnar í
Skagafirði. Á kortinu sjáum við að Eyjafjörður
er þarna á ntilli og ef einhver trúir því að ég hafi
lagt mína lífsbraut á þennan máta fyrir það að
landslagið í Eyjafirði sé ntér lítið að skapi, þá
skjátlast þeint hinum santa hrapalega.
Stefán Jónsson fræðimaður ffá Höskulds-
stöðum var náskyldur Huldu konu minni og
ræktaði þann skyldleika af alúð, heimsótti
okkur oft og bar þá margt á gónta. Meðal
annars vorum við sannfærðir um að landslag
hefði áhrif á mannlífið sem þrífst á svæðinu.
Spaklegar skoðanir mínar á Þingeyjarsýslunt
og Mýra- og Borgarfjarðarsýslum þóttu Stefáni
skemmtilegar og sammála vorunt við um það
að vegna landshátta í Skagafirði væru íbúar
svæðisins glaðsinna og óvenju söngglaðir. Þetta
kentur til af því að á veturna mynduðu Vötnin
þjóðbraut um héraðið sem gerði að verkum að
félagsleg eining varð hér meiri en þar sem sem
sveitirnar voru í smærri plássunt og þrengri
dölum. Gæti ég sett ffam margar spaklegar
tilgátur og jalnvel kenningar um þau vísindi, en
það getur hver ffindið fyrir sig sem áhuga hefur
á viðfangsefninu.
Hugurinn starfar eftir skrítnum brautum
því þegar ég las um þessa uppgötvun Islenskrar
erfðagreiningar og Kára Stefánssonar rifjaðist
upp fyrir mér þessi viðræða mín og Stebba
Höska og þá var stutt í spjall sem ég átti við
alnafna hans Stefán Jónsson fféttamann en
þegar við bjuggum í Borgarnesi hringdi hann á
tímabili í mig og fleiri fúrðufúgla vítt um landið
og spjallaði við okkur uin það sem efst var á
baugi þá og þá. Þetta spilaði hann svo í útvarpið
eftir hádegi á laugardögum.
Nú var það skömmu fyrir jól að hann bað
mig að vera heima og tala við sig á Þorláksdag
og vera helst með eitthvað sem ekki tæki langan
tíma, en ég hef alltaf orðið að undirbúa mig ef
ég ætti að vera stuttorður. Ef ég má tala lengi þá
get ég byrjað strax.
Ég tók ntig til og sarndi jólahugleiðingu og
til að tryggja að hún væri innan tímamarka þá
setti ég hana í rímu.
Nú fór það svo að að Stefán hringdi í aðra á
undan mér og man ég að hann talaði lengi við
Egil Jónasson ffænda minn á Húsavík. Fyrir
vikið var ekki pláss fyrir mína speki á þessari
Þorláksvöku.
Ég set hana hér á eftir því auðséð er að hún
er ágætlega við hæfi enn þann dag í dag.
Bráðum knýja blessuðjólin að dyrum,
með boðskap friðarins - enn þó standi hann styr um.
Afgömlum vana ég trúi - en sposkur þó spyr um.
Erspekin nokkru meiri-en var hún fyrrum?
Erum við nokkru nœr því að trím á Drottinn?
Er náungakœrleikurinn ekki úr sér sprottinn?
Erum við hótinu betri en hottintottinn
sem hugsjónirnar setur ofan ípottinn?
Svarið við líklega finnum á Ijósanna hátíð.
Logagyllt stjarna benti á veginn í þátíð.
Þegar víst - eins og síðasta tímann - vonin varfátið,
og vitringarnir þeir stóðust bara ekki mátið.
Núna heldur vantar ei visku hótin,
eða virðuleikann, það er þó eina bótin.
Eftirjólin eru svo áramótin,
ogýmsirgetaþá stigið í hvorugan fótinn.
Hilmir Jóhannesson
Veðurspá fyrir janúar 2005
Litlar breytingar
Veðurklúbburinn kom
saman í nýrri og fallegri
stofu á Daibæ á fyrsta
veðurklúbbsfundi ársins
2005.
Það er skemmst ffá því að segja
að sjaldan hefúr verið jafit erfitt
að korna saman álitlegri spá!
Það rná rekja til endalausra
umhleypinga sent virðast eiga
eftir að halda áffarn.
Annars erurn við hæst
ánægð með veðurspár hausts-
ins, þær hafa staðist eins og sta-
fúr á bók og núna þann 10.
janúar kviknar nýtt tungl,
þorratungl, í ssa og þar með
líkur þriðja tunglinu í þriggja
tungla spá okkar í haust, sem
byggðist á draumi eins féla-
gans.
Þessi draumspaki maður
ruglaði okkur einmitt í rýrninu á
nýyfirstöðnum fúndi. Núna
dreymdi hann að honum voru
færðar tvær brennivínsflöskur
og átti að korna þeim til skila til
konuhéráDalvík. Brennivínog
dr>'kkjuskapur í draumi eru jú
alltaf ft'rir hláku. Það passaði
ekki alveg inn í þá mynd sem
aðrir klúbbmeðlimir höfðu gert
sér af veðráttu næstu vikna.
E.t.v. verður hlákan geymd á
flöskum eitthvað ffam efúr vori
þar sem dreyntandinn dreypti
ekkert á innihaldinu. Það verður
gaman að fylgjast með hvemig
þessi drauntur kemur ffam.
Annars var veðurspáin á þá
lund að ntiklir umsnúningar
væm ffamundan (eins og veðrið
heffir verið undanfarið), en lík-
lega myndi þó heldur róast í
fáeina daga eftir þrettándann.
Nýtt tungl mun að öllu
óbreyttu heilsa nteð norðanátt
þann 10. þ.m. og það ásamt
ýmsum merkjum í náttúrunni
bendir til að ekki verði neinna
verulegra breytinga að vænta
fyrr en í fyrsta lagi þann 25.
janúar. Þó viljum við ekki
útiloka einn og einn hlýjan
dagpart inn á ntilli.
Þetta látum við nægja að
sinni, og óskunt ykkur alls góðs
á nýju ári.
Veðurklúbburinn á Dalbœ