Feykir


Feykir - 02.02.2005, Blaðsíða 8

Feykir - 02.02.2005, Blaðsíða 8
O Shei ■ (imzFl1 Sími: Se*1 453 6666 VlDEQ .l Sími: }y0^m k 453 6622 íbúðalánasjóður á Sauðárkróki_____ Starfsmenn komnir á þriðja tuginn Þjónustuveri íbúðalánasjóðs á Sauðárkróki berast í kringum 1200 símtöl á dag. Starfsmönnum íbúða- lánasjóðs á Sauðárkróki hefur fjölgað úr sjö árið 1999 í tuttugu og einn. Að sögn Halls Magnús- sonar sviðsstjóra Þróunar- og almannategslasviðs Ibúðalána- sjóðs eru verkefni í umsjá sjóðsins á Sauðárkróki fjölþætt og vaxandi. Nánast öll upplýs- ingagjöf til lántakenda og viðskiptavina fer í gegnum þjónustuverið á Sauðárkróki, þá er skuldabréfasafn sjóðsins vistað á Króknum og öll afgreiðsla þeirn tengd. Eftir 6. desember þegar 90% lán voru í boði af hálfu sjóðsins jukust innhringingar talsvert og hafa frá þeirn tíma verið um 1200 á dag. Ný verkefni hafa bæst við í kjölfar nýs fyrirkomulags á greiðslumati og eru talsverðar spurningar viðskptavina tengdar framkvæmd þess. Þá hafa símtöl vegna uppgreiðslu eldri lána aukist verulega eftir framboð nýrra íbúðalána hjá bönkum og sparisjóðum. Nú um áramótin opnaði Ibúðalánasjóður nýjann þjón- ustuvef fyrir viðskiptavini, www.ibudalan.is og hefur honum að sögn Halls verið vel tekið. Fyrirlestraröð NNV og MNV aftur afstað Frá torfbæjum til risaflóðbylgja Fyrirlestraröð Náttúrustofu Norðurlands vestra og Minjavarðar Norðurlands vestra, Saga, náttúra og menning, hefur vakið lukku síðustu misserin. Næstkomandi þriðjudag verður íýrsti fýrirlesturinn í fyrir- lestraröð vormisseris 2005 en þá mun Þór Hjaltalín fjalla um margbreytilega nátt- úru torfbæjarins - viðhald og verndun. Þór starfaði áður á húsvernd- ardeild Þjóðminjasafhs Islands, þar sem fengist var við viðhald og verndun bygginga sem ríkið hefúr tekið f vörslu sína vegna menningarsögulegs gildis þeirra. I Húsasafni Þjóðminjasafhs- ins eru 43 hús og bæir, þar á meðal flest allir varðveittir torf- bæir í landinu. Þór mun fjalla um ýmsar aðferðir og viðhorf á sviði minjavörslu sent fýlgt er í tengslum við viðgerðir og varðveislu þessara görnlu húsa og nefna dærni um viðgerðir á byggingum í húsasafriinu. Sér- staklega .verður litið til hins mikla viðgerðarátaks sent ffam fór á Keldum á Rangárvöllum á árunum 1997-2000, þar sem taka varð afstöðu til margskonar spurninga sem upp koma þegar fengist er við varðveislu gamalla bygginga. Sem fyrr verða fýrirlestrarnir haldnir á þriðjudagskvöldum klukkan 20:30 í Gamla Barnaskólanum að Aðalgötu 2 á Sauðárkróki. Áætlað er að eftir- taldir fýrirlestrar verði haldnir: Þridjudagur 8. febrúar Þór Hjaltalín, skrifstofustjóri Umhverfisráðuneyti Torfbæjarins margbreytilega nátt- úra - viðhald og verndun. Þriðjudagur 22. febrúar Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri Umhverfisráðuneyti Loftlagsbreytingar og sjálfbær þróun Þriðjudagur 8. mars 20 Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deiidarstjóri ferðamálabrautar, Hólaháskóla Glöggtergests augað: Könnun á viðhorfum ferðamanna til skag- firskrar ferðaþjónustu Þridjudagur 5. april Sólborg Una Pálsdóttir, verkefnisstjóri skráningarmála hjá Forieifavernd Ríkisins Menning og miðlun upplýsinga Þridjudagur 19. apríl Sólrún Harðardóttir, líffræðingur Háskólanum á Hólum Börn og náttúra Þriðjudngur 3. maí Halldór G. Pétursson, jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun íslands, Akureyri Skriðuföll á ísland. Yfirlitog flokkun þeirra Þriðjudagur 17. maí Þorsteinn Sæmundsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra Risaflóðbylgjur, hvar verða þær og hvernig orsakast þær? Það er því ljóst að fróðleiks- þyrstir sjá ffam á gósentíð í grúskinu og ættu auðveldlega að geta komið gráu sellunum í fint form fýrir sumarið. Húnaþing vestra Fyrstu lömb ársins? Gerður Ólafsdóttir - kannski með fyrstu lömb ársins 2005. mynd: ðþ: Líklega er enn langt í sauðburð víðast hvar enda hefðbundinn fengi- tími fyrirskömmu búinn. Það eru þó undantekningar á öllu. Þessi myndarlegu lömb litu dagsins ljós síðastliðinn sunnudag í fjárhúsunum á Syðri Reykjum í Húnaþingi vestra. Það er eigandi þeirra Gerður Ólafsdóttir bóndi sem heldur á þeim fyrir myn- datöku. En hvort þelta eru fýrstu lömbin sem tæðast hér á landi á þessu ári er okkur á ritstjórn Feykis ekki kunnugt um. Húni.is Húnahornid komið í nýtt dress Lesendur netsíðunnar Húnahornsins - fréttavefs Húnvetninga, hafa eflaust tekið eftir því að Húna- hornið hefur líkt og margir íslendingar ákveðið að hressa upp á útlitið eftir áramótin. Fjárfest hefúr verið í gagna- grunnstengdu vefumsjónarkerfi sem mun taka við af núverandi vef sem keyrður hefur verið í vef- forritinu Front page. I gær fór svo nýr Húnahornsvefúr í loffið og rnega lesendur búast við ein- hverjum truflunum á meðan standsetningin stendur yfir. Sagt er ffá því að vefúrinn muni koma til með að auðvelda alla innskráningu ffétta og ein- falda alla umsýslu efhis á vefnum. Þá verða allar fféttir settar í gagnagrunn sem gefúr kost á leit af einstökum fféttum eða orðum sem inn á vefinn hafa komið. Til stendur að setja allar fféttir sem skrifaðar hafa verið frá fýrstu dögum Húnahornsins, ásamt öllum myndum sem fýlgt hafa fféttunum, inn í gagna- grunninn en það er mikið verk og mun vinnast á næstu mánuð- urn. Þess má geta að Húnahor- nið notast við Smala-kerfið líkt og skagfirski vefurinn Skagafjörður.com gerir. Húnahornsmenn vona að lesendur fagni nýja vefnum. Vefúmsjónarkerfið mun vera keypt fýrir þá peninga sem söfnuðust á Húnatralli sem haldið var á kaffihúsinu Við árbakkann fýrir rúmu ári og með sölu auglýsinga á vefiium. ti z X tnynta :: tryggingamiðstöðin :: kodak fixprpss :: hankur og ritföng :: ljósritim í lit :: gormar ogplöstun :: fleira og fleira Flísar -flotgólf múrviögeröarefni * A tm r m mm jt • BOKABUÐ JSOKSmSUlOKX'li BRYNeJABfí AÐALSTEINN J. MARÍUSSON Sími: 453 5591 • 853 0391 • 893 0391 BÓKABÚÐ BRYNJARS KAUPANGSTORGI 1 550 SAUÐÁRKRÓKUR SÍMI 453 5950 FAX453 5661 bokabud@skagafjordur.com - -fypjp 3I I3 í ■Tjo|5K-l) lclltúflj l

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.