Feykir - 02.02.2005, Blaðsíða 4
4 Feykir 05/2005
Stíflan sjálf er gríðarlegt mannvirki. Hún er steinsteypt i miðjunni og til að styrkja hana gengur steypan langt inn í bergið
sitt hvoru meginn. Innangengt verður í stífluna.
Feykir fer austur
Kárahnjúkar
heimsóttir
Tíðindamenn Feykis fóru á dögunum í skoðunarferð um virkjana-
svæðið við Kárahnjúka. Veður var bjart og stillt en frostið nálægt
20 stigum.
Skoðað var stíflustæðið við
Fremri Kárahnjúk og vinnu-
búðir og starfsmannaaðstaða
hjá Impregilo, þar sem verka-
menn víða að úr heiminum
vinna allan sólarhringinn á
vöktum.
Fram kom í máli leiðsögu-
rnanna að flestir erlendu
verkamannanna starfa 2-5
mánuði og hverfa þá af landi
brott. Nokkur hópur tekur sér
einungis frí og kemur hingað
aftur.
Þá var einnig komið við á
vinnusvæði Fossafls (Istak og
fleiri), sem hafa nú lokið við
að sprengja stöðvarhús og
þrenn frárennslisgöng og að
auki 600 metra lóðrétt fall-
göng í fjallinu fyrir ofan
Valþjófsstað á Héraði. Þetta er
stærstu einstöku framkvæmd-
ir íslandssögunnar en látum
myndirnar, sem Georg K.
Lárusson tók, tala sínu máli.
Stærsti kjaftur á íslandi? Ritstjóri Feykis virðir fyrir sér öflugustu beltagröfu landsins, sem er ættuð úr smiðju Caterpillar.
Skóflukjafturlnn getur tekið 60 tonn íeinu.
Arni Gunnarsson ritstjóri Feykis ásamt Elsu Albertsdóttur forstöðukonu Fjöl-
menningarseturs á Isafirði.
Menn voru íbasli með steypuvinnu, m.a. vegna þess að frostið var of mikið fyrir
síló og færibönd.
Impregilo-samfélagið á hálendinu erað mestu sjálfu sér nægt og þurfa starfsmenn
lítið að leita til byggða. Hér sést heilsugæslan og sjúkrabíll sem þjónar henni.
Hér erum við komin inn í borinn sem meðal annars er notaður er til að bora
frárennslisgöng frá lóninu að fallgöngunum að stöðvarhúsinu. Þar voru Kínverjar
að vinna og létu vel afsér enda hálaunamenn t heimalandinu.
A Kárahnjúkum er rekin nýlenduvöruverslun. Vöruúrval er talsvert ogað sögn
þeirra sem til þekkja er verðið afar hagstætt.