Feykir


Feykir - 27.04.2005, Blaðsíða 3

Feykir - 27.04.2005, Blaðsíða 3
16/2005 Feykír 3 verið sameinuð frá og með 1. janúar sl. undir merkjum FISK - Seafood. Fyrir 1990 var sjávarútvegsstarfsemi KS um 10% af heildarveltu, en er nú í dag um 45% heildarveltu. Sjávarútvegshluti KS hefrir því breyst á einum og hálfúm áratug úr stoðgrein í að verða burðarás í starfsemi fyrirtækisins Mikil aukning hefúr orðið í landflutningum hjá félaginu undir merkjum Vörumiðlunar en Vörumiðlun er alfarið í eigu KS. Um síðustu áramót voru Húnaleið á Skagaströnd og Tvisturinn á Blönduósi sameinuð Vörumiðlun undir merkjumþesssíðastnefnda.Með því fæst hagræði í flutningum fyrir A-Húnatvatnssýslu og Skagafjörð og til verður öflugt flutningafyrirtæki á landsbyggðinni undir forræði heimaaðila. I byggingu er nú nýtt 520 m2 vöruhús fyrir Vörumiðlun og Skipaafgreiðslu KS á Eyrinni. Möguleikar til þess að takast á við stór verkefni Á aðalfúndinum sagði Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri að vaxandi skilningur væri meðal héraðsbúa á mikilvægi þess að eiga öflugt og framsækið fýrirtæki eins og KS- fýrirtækin. “Góð samstaða félagsmanna um félagið er mikilvæg. Áherslumunur í einstökum málum verður ávallt til staðar og er eðlilegur. Sumum málum tekst að þoka fram á veg en önnur ná ekki fram að ganga. Rekstrarlegt umfang frrirtækisins í héraði gerir það að verkum að freistandi er fýrir þá, sem andvígir eru félaginu að gera það tortryggilegt, þó ekki væri nema af stærðar sökum. Mikilvægi fýrirtæksins fýrir héraðið hefur í annan tíma ekki verið meira. Möguleikar fýrirtækisins til að takast á við stór verkefni eru fýrir hendi. Rekstrarleg þróun undangenginna ára hefur skapað skilyrði til að nýta sóknarfæri.” Fjármunamyndun hjá KS er um 3,7 milljarðar á síðustu árum Komið í hóp stærstu fyrirtækja landsins Ljóst er að Kaupfélag Skagfirðinga hefur á undanförnum áratug vaxið úr því að vera meðalstórt fyrirtæki í það að vera í hópi stærri fyrirtækja landsins. Fram kemur í ársskýrslu Kaupfélags Skagfirðinga fyrir rekstararárið 2004 að reksturinn er að skila hagnaði og styrkur félagsins hefur vaxið verulega síðustu ár. Frá aðalfundi KS sem haldinn var í Selinu á 116 ára afmælisdegi félagsins síðastliðinn laugardag. Fundarstjóri Stefán Gestsson i ræðustóli. Stækkun rekstrareininga og nýframkvæmdir Hagnaður félagsins síðast liðið rekstrarár nam kr. 1.207 milljónum eftir skatta, samanborið við 416 milljón króna hagnað árið 2003. Efnahagur félagsins stækkaði verulega á síðast ári og var í árslok kr. 11.321 milljón en í ársbyrjun 6.933 milljónir. Fjármunamyndun rekstrar fýrir síðustu fimm ár er um 3.7 milljarðar. I Ieildarvelta kaupfélagssamstæðunnar var 6.7 milljarðar á síðasta ári og jókst um rúmar 500 milljónir frá árinu 2003. Fram kom í máli kaupfélagsstjóra, Þórólfs Gíslasonar á aðalfundi félagsins sl. laugardag, að rekstur félagsins hafi verið farsæll síðasta áratuginn og félagið því verið vel í stakk búið að takast á við ný verkefni á síðustu árum. Skuldir félagsins nú eru svipaðar og í árslok 1998 þrátt fýrir að fjárfest hafi verið fýrir um 4 milljarða á tímabilinu. Stærstar hafa fjárfestingarnar verið í kaupunr á Skagstrendingi, Hesteyri, FISK-Seafood auk endurbóta og uppbyggingar á sláturhúsi félagsins á Sauðárkróki. Afurðastöðvarnar með svipað innlegg og árið áður Sauðfjárslátrun hjá Slátúrhúsi KS fór á síðasta hausti í fýrsta skipti yfir 100 þúsund ijár. Móttekið kjötmagn var svipað og árið árður eða um 1.900 tonn. Sömu sögu er að segja af innveginni mjólk. Móttekið mjólkurmagn hjá Mjólkursamalgi KS hefur aldrei verið meira, innvegnir lítrar voru 10.677 þúsund, sanrbanborið við 10.502 þúsund lítra árið 2003. Mjólkurframleiðslubúum hefur haldið áfram að fækka og þau stækkað sem eftir eru starfandi. Þórólfur Gislason kaupfélagsstjóri og Stefán Guðmundsson formaður stjórnar KS. Rekstur Fiskiðjunnar gekk vel á árinu 2004. Togarar FISK öfluðu 15.100 tonna og skip Skagstrendings voru með 9.500 tonna afla. Eins og fram hefur komið í Feyki hafa félögin molar Taka nagladekkin undan! I frétt í síðasta tölublaði Feykis var spjallað við lögreglumenn í Húnaþingi og Skagafirði um nagladekk og haft eftir Árna Pálssyni, lögreglumanni á Sauðárkróki, að ef tíðin héldist áfram svona góð væri réttast að fara að huga að þvi að setja na- gladekkin undir. Eins og glciggir lesendur sáu var þetta ekki alsko- star rétt eftir haft. Árni Pálsson minnti ökumenn á að taka na- gladekkin undan cn ekki öfugt. Beðist er velvirðingar á þessu. Helsinginn erlíka í Vestur-Húnavatnssýslu Lesandi Feykis í Mihópi í Vcstur Húnavatnssýslu hringdi og benti á að hclsingi er í stórum hópum í túnum í Vestur Húnavatssýslu en í síðasta tölublaði var lúll- yrt að hann kænti einungis við í austur sýslunni á leið sinni til varpstöðvanna á Austur Græn- landi. Beðist er velvirðingar á þessari missögn. Ritsstjóri og blaclamaður áttu báðir leið um Húnavatnssýslur í vikunni og sáu þá eins og ævinlega á þessum árstíma helsingja í þúsundatali í bæði Vestur og Austur Húna- vatnssýslum. Þess má geta að nánast allur varp- stofninn kemur við á norðvestur- landi á vorin en á haustin hefur helsinginn viðkomu á hálendinu og suðaustanlands áður en hann leggur í langflug suður um höf. Hensingja má skjóta á Islandi á haustinn en á þeim tíma er erfitt að fanga hann. Eftir því sem næst verður kominst er ekki heimilt að skjóta hann í öðrum löndum og hefúr sést til fuglasafnara hér að haustlagi að afla hclsingja í safnið. Helsingi er tiltölulega auðveld bráð í túnum á vorin en eins og allir vita er harðbannað að skjóta hann á þeim tíma þó vorveiðin hafi verið stunduð talsvert á árum áður. Verðurreist veiðihús við Blöndu? Aðalfúndur Veiðifélags Svartár og Blöndu var haldinn á dögu- num. Þar kom meðal annars fám að leigutaki Blöndu, Árni Baldursson, telur æskilgt að re- ist verði veiðiús við ána. Krafit veiðimanna er að hafa veiðihús út af f>TÍr sig en sífellt tleiri fara í veiðiferðir með það í huga að njóta nálægðar við náttúruna.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.