Feykir


Feykir - 15.06.2005, Blaðsíða 6

Feykir - 15.06.2005, Blaðsíða 6
6 Feykir 23/2005 Undir Borginni - Rúnar Kristjánsson skrifar Hikstalaust! Eitt af því sem nauösyn- legt er nú til dags, er að fylgjast með allri um- ræðu um jafnréttismál. Það gengur ekki að vera nútímamaður og hugsa eins og karlrembur gerðu fyrir 50 árum. Menn verða að tolla í réttum tíðaranda og það á ekki hvað síst við um við- horfið til jafnréttismála. Það ættu menn að geta séð og skilið, hikstalaust! Af slíkum ástæðum og þvílíkum, fór það ekki framhjá undirrituðum, að nýlega var gerð merk könnun um neyslu áfengis hérlendis. Mátti segja að niðurstaða þeirrar könnunar hefði sýnt í nöktum veruleika eins og margt annað, hversu afleit jafnréttisstaðan er í landinu. Það konr nefnilega í ljós, að karlmenn drekka 72% af öllu áfengi sem drukkið er á íslandi, ( skárri er það nú frekjan og yfirgangurinn ! ) en konur fá skitin 28% í sinn hlut. I.jóst er að þarna þarf að knýja verulega á svo jafnrétti náist sem fýrst í þessu menningar- samfélagslega réttlætismáli. Af einhverjum ókenndum ástæð- um hafa kvenréttindasinnar ekki beitt sér sérstaklega í þessu máli eða rætt mikið urn niðurstöðu umræddrar könn- unar, þótt fýrir liggi að karlmenn hrifsi til sín nærri 75% af viðkomandi menning- argæðum. Þykir undirrituðum Ágæta sveitarfélag Skagafjördur! Undirritaður kom á Sauðárkrók sl. mánudag sem ferðamaður og reisti sitt fellihýsi á tjaldstæð- inu við sundlaugina. Reiknað var með að aðstaðan væri til fyrir- myndar fyrir ferðalanga. Annað kom í ljós. Gamall skúrræfill þjónar sem salemi og þvottaaðstaða og þar á einnig að vera eldunaraðstaða og borðkrókur. Allt var fremur frumstætt. Aðeins eitt klósett fyrir hvort kyn. Kvennaklósetti var ekki hægt að læsa. Enginn salemispappír til staðar. Engar handþurkur né handsápa. Heitt vatn fékkst ekki þrátt fýrir langt rennsli. Vaskar yfirfýlltust. Kvartað var undan þessu ástandi í sundlauginni morgun- inn eftir og lofaði afgreiðslu- stúlkan að koma þessum kvörtunum á framfæri. Á fimmtudagsmorguninn hafði ekkert verið gert til úrbóta. Enginn kom til að innheimta gistigjald sem betur fer. Undirritaður hefði ekki greitt það með glöðu geði og alls ekki fullt gjald. Óvíða er svona búið að ferðalöngum, en undirritaður hefúr gist á mörgunt tjald- svæðum vítt og breitt tim land- ið. Þessiaðstaðaerbæjarfélaginu til háborinnar skammar. Það ætti að vera kappsmál hverrs sveitafélags að taka vel á móti ferðalöngum með góðri aðstöðu sem nryndi auka hróður þess útávið. Þessa aðstöðu er ekki hægt að auglýsa á jákvæðan hátt. Bætið úr þessu sem fýrst áður en þið nrissið tiltrú ferðalanga á annars snvTtilegum bæ sem býður uppá marga möguleika til afþreyingar. Páll Ólafsson, Klukkubergi 11, 221 Hafnatfirði það í meira lagi undarlegt að ekki skuli hafi komið fram sterk mótmæli gegn þeim yfirgangi. Nauðsynlegt er auðvitað að konur geri sér fullkomna grein fýrir því að drykkja er orðin menning að ntiklu leyti, samkvæmt staðli tíðarandans, og þær þurfa því væntanlega að taka sig á í þessum efnum. Það segir sig sjálft - eða þannig! Ekki gengur það, að þær láti karlpeninginn flæða yfir sig í þessumenningarlegasamhéngi, því jafnrétti á náttúrulega að gilda í öllu og í þessum efnum eiga konur náttúrulega að fá sín útmældu 50% - hiksta- laust! Raunar ættu konur að fá 60% af áfengiskvóta lands- manna í sinn hlut, vegna þess að jákvæð mismunun á vita- skuld að gilda alls staðar þar sem vantar á hlut kvenna. Þær eiga auðvitað að njóta tilkomu þversagnar réttlætisins í þessu sem öðru - hikstalaust! í sambandi við þetta mál er rétt að minna fólk á þá upplýstu staðreynd, að drykkjuskapur í fortíðarfari á ekkert sameigin- legt með nútíma vínmenningu. Það er búið að sanna það vísindalega fyrir sunnan, með formúlum og öllu saman. Konur geta því óhræddar lagt í það að bæta sinn hlut í dr)'kkjunni, því nú er kominn fullgildur menningarstimpill á 7. og 8. bekkur Grunn- skólans að Hólum tóku þátt í keppninni Reyklaus bekkur2005. Verkefnið sem bekkimir sendu inn að þessu sinni, er dagatal fýrir einstaklinga sem ætla að hætta að reykja. Hugmyndin að baki dagatalinu er að það eigi að veita þeim sem ætlar að hætta að reykja, daglegan stuðning í átaki sínu. Þessi stuðningur er m.a. í formi upplýsinga um skaðsemi reyk- inga, hvatningarorða, upplýsinga neysluna, hvort sem hún er lítil eða mikil. Og svo er haft við orð, að ýnrislegt bendi til þess, að vínmenningin vaxi í réttu hlutfalli við aukna neyslu. Það fullyrða a.m.k. vísir sérfræð- ingar á þessu sviði og telja það af hinu góða - hikstalaust! Undirritaður skilur að vísu ekki vínmenningu, þar sem hann hefur alla tíð verið fullkominn Rekabíti varðandi áfengi, en áliti sérfræðinga verður víst seint hafnað í þessu þjóðfélagi og þeir segjast sjá vínmenningu í vexti út urn allt. En einfaldur Rekabíti sér, þrátt fyrir það, hvorki réttlæti né menningu í skiptihlutfallinu 28-72 og þar af leiðandi ekki heldur neitt jafnrétti. En álit sérffæðinganna blífúr og hlýtur að vera rétt, enda er skilningslíkanið í stjórnarráðinu hannað af þeim frá A til Ö. í upplýstu nútíma-samfélagi má auðvitað ekki takmarka neitt sem býr yfir menningu, en þar verður auðvitað líka jafnrétti að ríkja á öllum sviðunt - það ættu allir að geta samþykkt - hikstalaust! Ég færi þetta svona í tal mönnum til athugunar og af minni hálfú er það sannarlega gert fullkomlega - hikstalaust! Rúnar Kristjánsson um þann sparnað sem felst í reyklausu lífi o.m.fl. Af 320 bekkjum sem voru skráðir til leiks þetta árið, skiluðu rúmlega hundrað inn verkefiium og hafði dómnefndin orð á því að aldrei fýrr hefði verið um jafn mörg góð verkefni að ræða. Það er skemmst frá þ\rí að segja að hópurinn vann ein af fjórum aukaverðlaunum sem veitt voru, 60.000 krónur. Auk þessa fengu krakkamir dágóðan styTk frá Landsbank- anum. 15. júní > Ólafshússmótarööin í golfi 04 Klíöarenda velli.Sauöárkróki > Knattspyrna á Króknum. 5. flokkar Tindastóls fá góða gesti í heimsókn. Leikir hefjast kl. 17. 16. júní > Knattspyrna á Blönduósi. M.fl. karla, Hvöt - Skallagrímur, kl. 20.00 > Knattspyrna á Króknum. 4. flokkur Tinda- stólspilta mætir Hetti kl. 17. > Fornleifarölt kl. 17.00 Hólar í Hjaltadal 16. - 19. júní > Bifhjóiið 100 ára, afmælishátíð á Sauðárkróki 17. júní > Þjóðhátíðardagurinn 17. júní - hátíðarhöld um alltland > Steaknight á Kaffi Krók á Sauðárkróki, kl 18-22 > Skagfirskt hlaðborð á veitingastaðnum Undir Byrðunni Hólum í Hjaltadal, hefst kl.18.00 > Gengið til móts við Galdra-Loft kl. 22.00 Hólarí Hjaltadal 18. júní > Opið vormót KS í golfi á Hlíðarendavelli Sauðárkróki > Dagsferð í Laugarfell með JRJ jeppaferð- um. Farið frá Varmahlíð kl. 11 > Bjartar nætur á Vatnsnesi > Sixties efna til dansleiks á Kaffi Krók Sauðárkróki > Knattspyrna á Króknum. 3. flokkur Tinda- stóls/Smára fær Höttí heimsókn kl. 16 > Fjöruhlaðborð við Hamarsbúð á Vatnsnesi í boði vatnsneskra húsfreyja. Hefst kl. 19.00 > Fornleifarölt kl. 13.00 Hólarí Hjaltadal, Skagafjörður > Rokksöngleikurinn Hei þú! í Reiðhöllinni á Sauðárkróki, hefst kl. 21.00. Tónleikar með Týrol og Kútunum og stórdansleikur með Von :: Sauðárkrókur > Handverkssýning og sala í Víðihlíð, Húnaþingi vestra 19. júní > Markaðsdagurí Varmahlíð > Fjölskyldudagur á hestaleigunni, Lýtingsstöðum Skagafirði > Dagsferð í Laugarfell með JRJ jeppa- ferðum. Farið frá Varmahlíð kl. 11 > Guðsþjónusta í Fellskirkju í Skagafirði kl. 14.00. > Opnun Ijósmyndasýningarí Minjahúsinu á Sauðárkróki > Guðsþjónusta í Hóladómkirkju kl. 11.00. Dagur hinna villtu blóma, plöntuskoðun frá kl. 14-16 Kaffihlaðborð á veitingastaðnum Undir Byróunni kl. 15.00: Hólarí Hjaltadal > Opinn dagur hjá Ferðaþjónustunnni Húnaveri, frá kl. 11-17 > Firmakeppni og félagsmót hestamanna- félagsins Stíganda á Vindheimamelum > Skotfélagið Ósmann með opinn skotvöllinn við Sauðárkrók, frá kl 18-21 20. júní > Knattspyrna á Blönduósi, 2.fl.kvenna. Hvöt-Ægir, kl. 20.00 21. júní > Knattspyrna á Króknum, 4. fl. kvenna, A-lið. Tindastóll - KA, kl. 17.00 > Barnadagar á Hólum, dagskráin hefst kl. 15.00 Sólstöðukaffi á veitingastaðnum Undir Byrðunni kl. 15.00 22. júní > Ólafshússmótaröðin í golfi 05, Hlíðarenda- golfvelli, Sauðárkróki upplysingar@skagafjordur.is 7. og 8. bekkur Grunnskólans að Hólum

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.