Feykir - 22.06.2005, Page 8
SHELL SPORT SKAGFIRÐINGABRAUT 29 SAUBÁRKRÓKI SIMI 453 6666
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi
Ný sumarsýning
Ný ein kasýning var opnuð
í safninu þann 22. maí sl.
en það er Auður
Vésteinsdóttir, sem sýnir
nú listvefnað. Verkin eru
öll unnin í vefstól, eru ný
og hafa ekki verið til sýnis
áður.
Fossandi vatn í íjallalækjum
og farvegir sem vatn niótar hafa
verið viðfangsefni Auðar
undanfarin ár og við gerð
þessara verka fekk Auður
innblástur við útsýni yfir ósa
Blöndu. Þá er skemmtilegt að
nefna að hrosshárið sem Auður
notar í verkin er húnverskt að
uppruna.
Það sem af er sumri hefur
fjöldi gesta heimsótt saíhið og
segir Elín Sigurðardóttir,
forstöðukona þess, þetta
einstaka safn njóta æ meiri
vinsælda. Gestir rómi fallegar
og sérstakar sýningar í glæsi-
legum húsakynnum þar sem
aðgengi gesta er til fyrirmyndar
og sérlega fallegt útsýni yfir ósa
Blöndu, en þetta er þriðja árið í
röð sem opnuð er einkasýning
textíllistamanns í Heimilis-
iðnaðarsafninu.
Gæfi það safninu aukið
vægi og meiri fjölbreytni auk
þess sem breytt er til í öðrurn
sýningum safnsins á hverju ári,
nýjir munir settir fram og aðrir
hvíldir. Gestir geta því ævinlega
verið vissir um að sjá eitthvað
nýtt á hverju sumri, sagði Elín
að lokum.
síðastliðin, skapaðist nokkur
umræða um aðstöðu og
möguleika landsmanna og
ferðamannatilfuglaskoðunnar.
Kom þar t.d. ffam að margir
ferðamenn sæki landið heim
gagngert í þeim tilgangi að
skoða fugla.
Skagafjörður býður upp á
mikla möguleika til fugla-
skoðunar vegna hinna víð-
feðmu votlendissvæða og
héraðið er líklega eitt áhuga-
verðasta fuglasvæði landsins.
Vonast er til að bæklingurinn
vekji athygli á fuglaskoðun í
Skagafirði og hvetji tólk enn
frekar til náttúruskoðunar í
héraðinu.
Náttúrustofa Norðurlands vestra
Bæklingur um
fuglaskoðun
Náttúrustofa Norðurlands vestra hefur gefið út
bækling til kynningar á fuglasvæðum Skagafjarðar.
Stofan hefur í samvinnu við aðra aðila sett upp
fuglaskilti á fjórum áhugaverðum fuglaskoðunar-
stöðum í nágrenni Sauðárkróks.
í bæklingnum er texti bæði
á íslensku og ensku þar sem
staðsetningar fuglaskiltanna
eru sýndar ásamt því að gerð er
grein fyrir helstu tegundum
fugla á viðkonrandi svæði.
Bæklingnum verður dreift á
alla helstu ferðamannastaði á
Norðurlandi vestra á næstu
dögum og vikum og einnig er
liægt að nálgast eintak á
Náttúrustofunni.
Rétt er að vekja máls á því
að á nýyfirstaðinni ráðstefnu
um férðaþjónustu sem haldin
var á ísafirði 15. og 16. apríl
Sýning á verkum Sólon íslandus_
Afmælissýning að
Lónkoti í Skagafirði
Sérstök afmælissýning
á verkum listamannsins
Sölva Helgasonar, öðru
nafni Sólon íslandus (1820-
1895) verður haldin í gallerí
staðarins sem einm'rtt er
kennt við myndlistarman-
ninn Sölva Helgason.
Er þetta gert í tilefni þess að
áratugur er liðinn frá afhjúp-
un minnisvarða urn Sölva og
opnun Veitingahússins Sölva-
Bars að ferðamannastaðnum
Lónkoti.
Verður sýningin opin allt
sumarið 2005. Á Sölva-Bar
eru ætíð til sýnis myndverk
eftir þennan sérstæða einfara í
íslenskri myndlist.
Svf. Skagafjörður
Áfram verði
unnið að Há-
tæknisetri
Á fundi atvinnu- og ferða-
málanefndar Svf. Skaga-
fjarðar í gær var farið yfir
framhald verkefnis um
uppbyggingu hátækni-
seturs á Sauðárkróki og
skýrslu Sveins Ólafssonar
eðlisfræðings um skipulag
og hugmyndir til nefnd-
arinnar.
Atvinnu- og ferðamálanefnd
telur að breið samstaða sé in-
nan sveitarstjórnar um að halda
áfram með verkefnið og beinir
nefndin því til sveitarstjórnar
Sveitartélagsins Skagafjarðar
að áfram verði unnið að upp-
byggingu Hátæknisetursins á
forsendum þeirra hugmynda
sem ffam koma í skýrslunni.
^ 455 5300
SparaSu reglulega með KB sparifé
D
KB BANKI
-krafturtil þín!
Arnar Helgi Lárusson við listaverkið í Varmahlíð
Varmahlíð
Bifhjólamenn afhjúp-
uðu minnismerki
Talverður mannfjöldi
var samankominn í
Varmahlíð á sunnu-
daginn þegar mótor-
hjólafólk afhjúpaði þar
listaverk til minningar
um þá sem látist hafa í
bifhjólaslysum á undan-
förnum árum.
Þetta var liður í því að fagna
eitthundrað ára afmæli mót-
orhjólsins sem var 19 júní sl.
Listaverkið heitir Fallið og er
afar haganlega smíðuð eftir-
líking af biflijóii sem kornið
er fyrir á steyptum stöpli og
var því valinn staður á gras-
flötinni skammt ffá Upplýsin-
gamiðstöðinni.
Það var Heiðar Þór
Jóhannsson meðlimur í
Sniglunum og kunnur bif-
hjólamaður sem smíðaði
listaverkið en Baldur Haralds-
son múrarameistari gerði
undirstöðuna. Arnar Helgi
Lárusson mótorhjólamaður
úr Reykjavík aflrjúpaði verkið.
Hann slasaðist í bifhjólaslysi
fýrir tæpum þremur árunr og
hefur síðan verið bundinn við
hjólastól.
Mikið tjölmenni var saman
komið við þessa athöfn og fjöl-
margir lögðu blórn við verkið
til minningar um þá sem látið
hafa lífið í mótorhjólaslysum
á undanförnum árum, sem
eru alltof margir en hefur þó
farið fækkandi allra síðustu ár
eins og talsmaður sanrtakanna
sagði í ávarpi við athöfnina.
Talið er að rnilli fjögur og
fimm hundruð mótorhjól hafi
verið í Skagafirðinum þegar
mest var. Fólk byrjaði að kom
í bæinn á vélfákum sínum á
fimmtudag.
Suðvestan strekkingur______
Veðríð um helgina
Um helgina er búist við
suðvestan strekkingi með
rigningu á Norðurlandi
Vestra en þó fremur hlýju
veðri.
Hiti er áætlaður á bilinu 10-
13 stig sem er þó nokkuð skárra
en verið hefur í vikunni. Reyn-
dar er spáð svipuðu veðri og
verið hefur fram að helgi og því
sennilega betra að hafa úlpuna
við hendina.
545 4100 RAFVERKTAKAR
www.bustadur.is - sérverslun
með raftæki
Æ rafsjá hf
B Ö frí T A Ö CJ R FASTEIGNASALA A LANDSOYGGOINNI SÆMUNDARGOTU1 SAUÐARKRÖKI SlMI 4535481