Feykir - 29.06.2005, Blaðsíða 7
25/2005 Feykir 7
Rabb-a-babb
Árgangur: 1964. Ég er reglulega góður í því að han-
Fjölskylduhagir: Giftur Sigurbjörgu téra og gefa góð ráð við matreiðslu
Friðriksdóttur (Bía Malla Skó og Mag- á hvers kyns villibráð sem ég hef
gýar) og á tvær duglegar stúlkur sem veitt sjálfur. Annars er ég ekki mikill
heita Fanrtey og Júlía. Svo er labra- eldhúskarl og ég passa mig yfirleitt
dortíkin Fluga einn heimilismeðlima. á að þvælast ekki fyrir þeim sem þar
Starf / nám: Sveitarstjóri / Stjórn- stjórnar.
málafræðingur. Hver er uppáhalds bókin þín?
Bifreið: Subaru Legacy 2001 og Toy- Ég les mikið og þær bækur sem ég
ota Hilux (Gamli Rauður) 1994. les hverju sinni eru í uppáhaldi hjá
Hestöfl: Tveir vélsleðar og þrjú mér. Nefni þó Ævisögu Hafsteins Sigur-
reiðhross. bjömssonar sem ég glugga oft í.
Hvað er í deiglunni: Ferð til Vest- Bókin í heild sinni er afbragðsgóð lýs-
mannaeyja með fjölskyldunni. ing á kjörum almennings í Húnaþingi
á fyrstu árum20. aldar. Húnvetningar
Hvernig hefurðu það? ættu að /esa þessa bók.
Mjög gott. Ef þú gætir hoppað upp í flugvél
Hvernig nemandi varstu? og réðir hvert hún færi, þá færirðu
Vaxandi eftirþvísem árin liðu. tiL...
Hvað er eftirminnilegast frá fermin- ...Grænlands. Hefmikinn áhuga á að
gardeginum? fara þangað til að upplifa mannlíf,
Sambyggðu sterio-græjurnar og tölvu- náttúru og veiðiskap.
úrið. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú þínu?
yrðirstór? Ég er stundum óþolinmóður.
Heimsfrægur trommuleikari. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir annarra?
(eða besta)? Ófyrirleitni og tilætlunarsemi.
Fyrsta platan var með Rúnari Gun- Enski boltinn - hvaða lið og af
narssyni, en sú besta innlenda er "Á hverju?
bleikum náttkjólum" með Megasi. Arsenal síðan 1971 þegar ég var 7
Hvaða lag ertu líklegastur til að ára og þeir urðu meistarar.
syngja í Kareókí? Hvaða íþróttamanni / dómara he-
Hefaldrei sungið í kareókí, en oftmeð furðu mestar mætur á?
hljómsveitinni minni sem heitir SLAG- Kristínu Rós Hákonardóttur, sund-
ARASVEITIN og þá allskonar gamla drottning. Sannur íþróttamaður sem
slagara. margir mættu taka sér til fyrirmyn-
Hverju missirðu helst ekki af í sjón- dar.
varpinu (fyrirutan fréttir)? Heim í Búðardal eða Diskó Friskó?
Missi ekkiafveðrinu. Vandaðir breskir Klárlega Búðardalurinn. Ég hafði
sakamálaþættir eru í uppá-haldi. alltafmegnustu óbeitá diskótónlist.
Besta bíómyndin? Hver var mikilvægasta persóna 20.
Stuðmannamyndin - Með alltáhreinu. aldarinnar að þínu mati?
Frábærirfrasarsem þarkomu fram og Þessi er erfið. Það er svo leiðinlegt
hafa fylgt manni lengi. að nefna stjórnmálamenn og því segi
Bruce Willis eða George Clooney ég John Lennon!
/ Angelina Jolie eða Gwyneth Pal- Ef þú ættir að dvelja aleinn á
trow? eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu
Ég kannast alls ekkert við þetta fólk. með þér?
Það er líklega úr öðrum landshluta. Labradortikina hana Flugu, veiðistön-
Vinnur kannski fyrir austan? gina mína og nóg afeldspítum.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem Hvað er best í heimi?
ekki erskrifað á tossamiðann? Heilbrigði og samvera með fjöl-sky-
Ég fer sjaldan að versta en þó kemur Idu og vinum.
það fyrir og þá dettur oft súkkulaði eða Hvað einkennir helst íbúa í
örbylgjupopp í körfuna. Húnaþingi vestra?
Hvað er ímorgunmatinn? íbúar Húnaþings eru fyrst og fremst
Cheerios-kornhringir og mjólk, en alls duglegir og heiðarlegir, en jafnframt
engin sykur. félagslyndir, glaðlyndir og vinir í
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhús- raun.
inu?
32 á Heimsleika
íþróttafréttir
Frjálsar íþróttir
unglinga
Þrjátíuogtvö ungmenni
frá Frjálsíþróttadeild
Tindastóls fjölmenna
til Gautaborgar í ríki
Karls Gústafs Svía-
kóngs þann 29. júní
næstkomandi.
Ætlunin er að taka þátt í
Heimsleikum unglinga í
frjálsum sem hefjast föstu-
daginn 1. júlí og standa í þrjá
daga. Það er unglingaráð
Frjálsíþróttadeildar Umf.
Tindastóls sem stendur fyrir
ferðinni senr er fjármögnuð
nreð því að m.a. selja
bakkelsi, safna flöskum, ofl.
Alls verða það um 50
manns sem fara frá
Króknum og því alveg góður
möguleiki fyrir Skagfirðinga
í Svíþjóð að rekast á sveit-
unga sína ef þeir reka nefið
inn í Gautaborg.
Unglingastarf Tindastóls
í frjálsum hefur verið líflegt
síðustu misserin en óhætt er
að fullyrða að vera Jóns
Arnars Magnússonar, Sunnu
Gestsdóttur og fleiri topp
íþróttamanna í Skagafirði
síðustu árin - og ekki síst
dugmikið starf í kringum
Landsmótið í fyrra - hafi
virkað sem vítamínsprauta á
unglingastarf frjálsíþrótta-
deildarinnar.
Rúnar skorar með hjólhestaspyrnu.
ÍR lagi Tindastól í 2. deildinni í knattspyrnu
Sorglegur endir
ÍR stal sigrinum á
elleftu stundu á
Sauðárkróksvelli
síðastliðið föstudags-
kvöld þegar þeir lögðu
Stólana í ágætum leik,
1-2.
Lið Tindastóls mætti
vængbrotið til leiks; Bjarki
Árnason sem verið hefur
besti leikmaður liðsins í
sumar er meiddur og sömu-
leiðis Þorsteinn Gestsson og
Aðalsteinn Arnarson og þá
var Ilic Mladin ekki mættur
aftur til landsins. Það kom
því ekki á óvart að ÍR-ingar
tóku frumkvæðið í leiknum
á meðan Stólarnir fóru
varlega. Flest skot ÍR voru af
löngu færi og ógnuðu ekki
marki Tindastóls að neinu
ráði. Eftir um hálftíma leik
unnu Stólarnir aukaspyrnu
á vinstri kantinum. Boltinn
var sendur fyrir rnarkið og
eftir skalla að marki IR setti
hinn 15 ára gamli Rúnar
Sigurjónsson boltann í mark
IR með hjólhestaspyrnu af
stuttu færi. Eftir þetta
jafnaðist leikurinn nokkuð
og fyrir utan laglegt skot ÍR í
þverslá gerðist fátt fram að
hálfleik.
Stólarnir drógu sig aftar á
völlinn í síðari hálfleik og ÍR
pressaði. Á 60. mínútu var
dæmt víti á Gísla markmann
og þótti það nokkuð strangur
dómur. Kappinn gerði sér
þó lítið fyrir og varði boltann
í stöng.
Marri kom inn fyrir
Snorra Geir og heldur lifnaði
yfir sóknarleik Stólanna. Það
voru hins vegar ÍR-ingar
sem jöfnuðu metin á 80.
mínútu eftir hornspyrnu, en
Tindastólsmenn vildu meina
að brotið hefði verið á Gísla
markmanni. Ekki féllst
dómari leiksins á það.
Síðustu mínútur leiksins
voru spennandi og bæði lið
áttu ágæt tækifæri en það
voru iR-ingar sem gerðu
sigurmarkið á 93. mínútu
eftir misskilning í vörn
Tindastóls í kjölfar innkasts
IR-inga.
Sundfélagið Húni á Ollamótinu
Náðu frábærum árangri
Húnahornið segir frá því að keppendur Sund-
félagsins Húna í Húnaþingi vestra náðu frábærum
árangri á sundmóti Umf.
síðustu helgi.
Alls voru það 4 kepp-
endur sem mættu til leiks
frá Húnum og unnu þeir til
fjölda verðlauna m.a. lentu
Fjölnis í Grafarvogi um
þeir í 5. sæti í stigakeppni
milli félaga en alls tóku 12
félög þátt í mótinu og flest
þeirra með mun fleiri kepp-
endur. Eygló Hrund Guð-
mundsdóttir hlaut sérstök
afreksverðlaun fyrir að vera
stigahæst í flokki hnáta 9 -
10 ára.
Þjálfarar sundliðs Sund-
félagsins Húna eru Sveinn
Benónýsson og Andrea
Björnsdóttir.
smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is
Til sölu Toyota Ravárgerð 1996, ekinn 115 þús. kilómetra, beinskiptur, litur blár. Sumar- og vetrardekk. Vel með farinn bíll á góðu verði efsamið erstrax. Upplýsingar í síma 822 1144 og 4535392. Fuglabúr fyrír lítið Fuglabúr fæst fyrir lítið. Upplýsingar í síma 893 5428. Herbalife Viltu: léttast-þyngjast-auka orku- byggja upp-bæta líðan?? Fullkomin innri- sem ytri næring. Hafðu samband, Sigrún Baldursdóttir Sjálfstæður dreifingaraðili Herbalife www.heitsufrettir.is/sigrunb simi 4536182/ 8220809