Feykir - 29.06.2005, Blaðsíða 1
'*yífí'
✓
Ibúðalánasjóður
www.ibudalan.is
Ferðamenn í Tjarnarhólma
Mynd: Sveinn Guðmundsson jr.
Lögreglan á Blönduósi og á Sauðárkróki
Taka þátt í sérstöku
átaki gegn hraðakstri
Lögreglan á Blönduósi og á Sauðárkróki eru þátt-
takendur í miklu samstarfsverkefni á vegum
embættis Ríkislögreglustjóra og Samgönguráðu-
neytisins um bætta umferðamenningu, en fyrir
tæplega ári síðan kynnti samgönguráðherra aðgerða-
áætlun í umferðaröryggismálum undir yfirskriftinni
„Breytum þessu".
Mun sérstakt átak vera í
gangi sem nær frá Hvolsvelli í
suðri vestur og austur um til
Húsavíkur, þar sem sér-
staklega verður tekið á
hraðakstri en einnig almenn-
um umferðalagabrotum með
áherslu á svokallað „eye-
witness”, þar sent stuðst er
við upptökur úr löggæslu-
myndavélum. Af þessu tilefni
mun Lögreglan á Sauðárkróki
fá sína fyrstu löggæslu-
myndavél til afnota og
Lögreglan á Blönduósi fær
aðra.
I næstu viku kemur síðan
til framkvæmda ein þeirra
aðgerða sent samgönguráð-
herra hefur boðað, þegar
fyrsta leiðbeinandi hraða-
skiltið verður aflrjúpað. í
framhaldinu mun Vegagerðin
annast uppsetningu skilta
með leiðbeinandi upplýsing-
um um ökuhraða á tiltekna
staði á stofnvegum og helstu
tengivegum.
Tilgangurþessarraaðgerða
á þjóðvegunum er að fækka
dauðaslysum og tjölda alvar-
lega slösuðunt í umferðinni,
en við vinnslu umferðarörygg
isáætlunarinnar var val á að-
gerðum til aukins umferðar-
öryggis byggt á áætlaðri
arðsemi einstakra aðgerða. Á
tímabilinu 2005-2008 verður
1.540 milljónum króna varið
til þessa verkefnis, en vonir
standa til að ávinningur
aðgerðanna verði fækkun
dauðaslysa um að jafnaði 4,2
á ári og fækkun alvarlegra
slasaðra urn að jafnaði 14,5 á
ári.
> Sjá nánari upplýsingar á
vef Samgönguráðuneytisins
www.samgonguraduneyti.is
A ustur-Húna vatnssýsla
Leitað samninga við
Framgöngu etif.
vegna iðjukosta
Eins og fram kom í Feyki
nýverið, sendu sveitarfé-
lögin í Austur-Húnavatns-
sýslu frá sér áskorun til
ríkisstjórnar íslands þar
sem skorað er á stjórnvöld
að kynna sér möguleika
á staðsetningu iðjuvers í
Austur-Húnavatnssýslu.
I kjölfar áskorunarinn-
ar var héraðsráði falið að
leita samninga við fyrirtækið
Framgöngu ehf., sem staðsett
er á Skagaströnd, til að gera
frumkönnum á möguleikum
þess að korna á fót iðjuveri í
Austur-Húnavatnssýslu.
Jafnframt var samþykkt að
fá Gallup til að gera viðhorfs-
könnun í Austur-Húnavatns-
sýslu um stóriðjumál.
Háskólinn á Hólum_______
Aðsókn aldrei meiri
Metaðsókn er Hólaskóla
en hafa nú borist 137
umsóknir í skólann.
Næsta ár má búast við
að í skólanum verði um
125 nemendur, sem er
umtalsverð aukning frá
síðasta skólaári.
Þess skal getið að tjar-
nemendur sent hafa þegar
hafið nám eru ekki inn í tölu
um umsóknir (um 25 einst-
aklingar). Ekki geta allir um-
sækjendur fengið inni í skóla-
num og má það fýrst og fremst
skýra nteð fjöldatakmörku-
num í hrossaræktardeild og
eins eru nokkur dæmi urn að
fólk uppfylli ekki inntökuski-
lyrði.
Ennþá er möguleiki að
sækja um í ferðamála- og
fiskeldis- og fiskalíffræðideild
þó að frestur sé liðinn. Tekið
er við umsóknum á reiðken-
narabraut til l.júlí.
Aukin aðsókn er að ferða-
máladeildin hvað varðar nem-
endafjölda. Sautján rnanna
nemendahópur fer á annað ár
deildarinnar sem er nú í fyrsta
sinn boðið. Að meirihluta
eru þetta nemendur sem voru
í skólanum í vetur en einnig
bætast við eldri nemendur sem
hafa lokið diplómaárinu og
nentendur sem hafá útskrifast
úr Ferðamálaskóla Kópavogs.
10-12 verða á fyrsta ári á stað-
num og líklega samtals um 40
manns í fjarnámi.
I hrossaræktardeild er verið
að prófa umsækjendur en beita
þarf fjöldatakmörkunum þar
og þarf fy'rirsjáanlega að hafna
nokkrum hópi umsækjenda.
Alls munu 50 nemendur
stunda nám í hrossaræktarde-
ild í vetur. Aldrei hafa fleiri sótt
um í deildina.
I fiskeldis- og fiskalíffræði-
deild er aðsókn svipuð og verið
hefur og en í vetur munu m.a.
stunda nám við Hólaskóla
líffræðinemar frá Háskóla ís-
lands. Þeir munu vera hér eina
önn og sérhæfa sig í fiskalíf-
fræði.
Almenn raftækjaþjónusta
- frysti og kæliþjónusta
- bíla- og skiparafmagn
- véla- og verkfæraþjónusta
—ICléMflW eh{
Aðalgötu 24 550 Sauðárkrókur Simi 453 5519 Fax 453 6019
Bílaviðgerðir
hj ólbarðaviðgerðir
réttingar og sprautun
/iiœ
bílaverkstæði
Sæmundargötu lb 550 Sauðárkrókur Sínii 453 5141