Feykir - 03.08.2005, Síða 4
4 Feykir 28/2005
Fólk útfyrir Abæjarkirkju aö athöfn lokinni. Myndir: ÖÞ:
Örn Þórarinsson skrifar
Fjölmennt í messu að
Abæ í Austurdal
Um tvöhundruð og fjörtíu manns voru viðstödd
guðsþjónustu í Ábæjarkirkju sl. sunnudag. Séra
Ólafur Hallgrímsson á Mælifelli messaði, Anna María
Guðmundsdóttir lék á orgel og leiddi söng og Kristín
Halla Bergsdóttir lék á fiðlu.
Austurdalur skartaði sínu þeim að heyra að þessi dagur
fegursta þennan messudag
með sólskini og tuttugu stiga
hita og sinni stórbrotnu
náttúru. Meðal viðstaddra
var hópur eldri borgara af
höfuðborgarsvæðinu og var á
í Skagafirði yrði þeint
ógleymanlegur.
Eins og áður var fólk kom-
ið víðsvegar að af landinu til
að vera viðstatt ntessun.
Að venju var öllum kirkju-
gestum boðið til kaffidr)'kkju
heini að Merkigil eftir at-
höfnina. Þar stóðu systkynin
frá Herríðarhóli í Rangár-
vallasýslu íyrir veitingum að
alkunnri rausn, en þessum sið
hafa þau haldið allt síðan Helgi
bróðir þeirra, síðasti bóndi á
Merkigil lést.
Tíðindamaður Feykis var á
staðnum og tók meðfylgjandi
myndir.
Þrir glaöbeittir vestfirðingar Guðmundur Steinarr Guðmundsson th. þá Ari og bróðir
hans Hörður ivarsson t.v..
Séra Ólafur Hallgrimsson ipredikunarstóli Ábækjarkirkju.
Kristin Halla Bergsdóttir lék á fiðlu við athöfnina.
Hafnardagur og Matur og menning
Vel hepjniaðar
dagskrar í júlí
Króksarar héldu upp
á Hafnardaginn þriðju
helgina í júlí líkt og lög
gera ráð fyrir.
Að venju var markaður
í Aðalgötunni og heilmikil
dagskrá á höfninni, bryg-
gjuball um kvöldið og Haf-
nardegi lauk skömmu fyrir
miðnætti með magnaðri
flugeldasýningu.
Afbragðsveður var fram-
an af Hafnardegi en seinni
partinn fór að rigna og rigndi
nokkuð um kvöldið þegar
bryggjuballið fór fram.
Stenming var engu að
síður með ágætum en óhætt
að fullyrða að veður hafi
nokkuð dregið úr gleðinni
urn kvöldið. Talsvert var um
aðkomufólk í bænum og
brottfluttir Króksarar kíktu
heim.
Matur og menning
Á Blönduósi var nóg um að
vera á Matur og menning og
fjöldi fólks í bænum.
Nöldri sent alla jafna
nöldrar á netsíðum Húna-
hornsins var jákvæður og
skemmti sér konunglega.
Hann segist hafa reynt að fyl-
gjast nteð sem flestu og segir
hátíðina hafa gengið vel en
að öllu öðru ólöstuðu taldi
Nöldri að sýningin sem sett
var upp í Kvennaskólanum,
ballið í félagsheimilinu og tón-
leikarnir í kirkjunni á sunnu-
deginum hafi staðið uppúr.
Fólk skemmti sér konunglega ÍAðalgötunni á Króknum þegar Örn Arnason fór með gamanmál á Hafnardeginum
vnH ■ HP - * !