Feykir - 03.08.2005, Side 8
Stóra fornleifarannsóknin á Hólum
Áætla rannsóknartengt
háskólanám á sumrin
Fornleifauppgreftri á vegum Hólarannsóknarinnar er
nú lokið. Ragnheiður Traustadóttir, stjórnandi
forleifarannsóknarinnar á Hólum í Hjaltadal segi
áætiunina í framtíðinni að byggja upp á Hólum
rannsóknartengt háskólanám á sumrin.
Tvö vettvangsnámskeið í fræði. Þegar mest var voru 44
fornleifafræði voru haldin á starfsmenn og nemar starfandi
Hólunr í surnar, þar sem 10
íslenskir og 14 erlendir nem-
endur lærðu verklega aðferða-
við rannsókina
Næstkomandi laugardag
verður 90 manna ráðstefna á
Hólum um fornleifar og rann-
sóknir þeim tengdar en um 90
fornleifafræðingar innlendir og
erlendir rnunu koma til ráð-
stefnunnar. Ráðstefnan hefst
ld: 10:00 á laugardagsmorgun
oglýkurkl: 18:00. Húneröllum
opin en dagskrá á slóðinni
holar.is/fornleifar.
Að sögn Ragnheiðar fékkst
um 3 milljón króna styrkur frá
NORFA (sjóður á vegum
Norðurlandaráðs) til að stofna
til tengslanets fý'rir íslenska og
erlenda fræðimenn sem felst
m.a. í því að geta stefnt þeim
saman á ráðstefnur, vinnufundi
og málþing. Ráðstefnan á
laugardag er liður í þessu starfi.
Styrkurinn er til þriggja ára og
mun sanra upphæð renna til
verkefninsins frá NORFA
næstu t\'ö árin.
Góð stemning á balli hjá Geirmundi og félögum.
Mannabreytingar í Hljómsveit Geirmundar_
Háskólakennari í
læri hjá Geira
Glöggir gestir á verslunarmannahelgarböllum í félags-
heimilunum í Hofsósi og Árgarði tóku eftir manna-
breytingum í hinni fornfrægu Hljómsveit Geirmundar
Valtýrssonar.
« 455 5300
KB NÁMSMANNALÍNA
Um er að ræða gítarleik-
ara og söngvara, ættaðann
frá Blönduósi, Guðmund
Engilbertsson, kennara við
Háskólann á Akureyri. Geir-
mundur hefur verið lengi að
og margir kornið við áhöfn hjá
honum en sagðist í samtali við
Feyki í gær telja að þetta væri í
fyrsta skiptið sem háskólaken-
nari væri í hljómsveitinni.
Að sögn Geirmundar báru
mannabreytingarnar bráðar
að en upphaflega var gert ráð
fyrir og gafst ekki tími til þess
að æfa með gítarleikaranum
nýja fyrir verslunarmanna-
helgarböllin. Til að bregaðst
við þessu tók Geirmundur ball
hljómsveitarinnar á Players í
Kópavogi upp á band og sendi
Guðmundi. Þannig má segja
að háskólakennarinn hafi ver-
ið í fjarnámi hjá Geirmundi í
tónlistinni.
Það er annars mál manna
að böllin á Hofsósi og í Ár-
garði hafi verið vel heppnuð
en tæplega 300 manns konru
í Árgarð og um 350 á ballið í
Hofsósi.
KB BANKI
-kraftur til þín!
Lentu í hitabylgju í
Húnavatnssysíum
Göngugarparnir Guð-
brandur Einarsson og
Bjarki Birgisson gengu í
Skagafirði sunnudagnn
24. júlí og héldu þaðan
yfir í Húnavatnssýslur.
Jónína Gunnarsdóttir,
iðjuþjálfi, tók á móti göngu-
görpunum í Varmahlíð fyrir
hönd sveitarfélagsins Skaga-
fjarðar með ávarpi.
Tinna Rut Sigurbjörns-
dóttir færði þeim félögum
skagfirskan mat og sokka-
plögg. Fjöldi fólks fagnaði
félögunum og lofaði framtak
þeirra.
I Húnavatnssýslum gengu
félagarnir í hálfgerðri torfæru
en hitinn var svo mikill að
malbikið bráðnaði og lá við
að kapparnir sætu fastir.
Megintilgangur ferðar
þeirra félaga er að vekja at-
hygli á málefnum fatlaðra og
langveikra barna, en Guð-
brandur er nærri blindur og
Bjarki hreyfihamlaður.
Ferðalagi þeirra lýkur á
Lækjartorgi í dag kl. 16.
Fjölmenni fagnaði félögunum í Varmahlíð. Mynd: Karl Lúðvíksson
Haltur leiðir blindan
Mikið um hraðakstur á Þverárfjallsvegi
Sambandsleysi
hamlar eftirlitinu
Lögreglan á Blönudósi
tók töluvert marga bíla
fyrir of hraðan akstur á
Þverárfjallsveginum um
verslunarmannahelgina.
Þeir sem hraðast óku,
fólksbíll og mótorhjól,
mældust á 143 kílómetra
hraða á klukkustund.
í flestum tilfellum var um
að ræða ökutæki sem voru
að koma niður af Þverárfjalli
BÚSTÁÖLIR
FASTEIQNASALA
A L.ANDSBYQQÐINNI
á vesturleið. Erfitt er um vik
fyrir lögregluna að sinna um-
ferðareftirliti á Þverárfjallsvegi
vegna þess að þar er ekkert
GSM samband og því getur
komið upp sú staða að ekki sé
hægt að ná í lögregluna í síma
nerna sé til staðar aukavakt á
stöðinni á Blönduósi.
RAFVERKTAKAR
- sérverslun
með raftæki
rafsjá hf
SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI453 5481