Feykir


Feykir - 21.09.2005, Page 3

Feykir - 21.09.2005, Page 3
35/2005 Feykir 3 Róbert Ragnarsson skrifar um sameiningu sveitarfélaga Hver er framtíðarsýn íbúa í fámennum dreifbýfishreppum? Síðastliöin tvo ar hef ég, sem starfsmaður félags- málaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitar- félaga, unnið að verkefni sem hefur verið kallað efling sveitarstjórnarstigsins. Verkefnið er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga sem miðar að því að leita leiða til að efla sveitarstjórnarstigið á íslandi svo sveitarfélög geti tekið að sér fleiri verkefni og boðið upp á meiri þjónustu fyrir íbúana. Markmiðið er með öðrum orðum að gera sveitarfélögin betur í stakk búin að vera sjálf gerendur í því að grípa tækifæri og efla sitt samfélag til framtíðar. Viðamesti liður þessa verk- efnis er sameining sveitarfélaga í heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði, en íbúar í 61 sveitarfélagi fáeinmitttækifæri til að greiða atkvæði um sameininguþeirrasveitarfélags við önnur þann 8. október næstkomandi. Verkefnið hefur verið unnið í mikilli samvinnu við sveitarstjórnarmenn og hef ég setið tugi funda um santeiningu sveitarfélaga urn allt land síðustu tvö árin. Almennt er fólk ánægt með að þetta verkefni hafi farið af stað og vill leita leiða til að efla sitt sveitarfélag og sveitarstjórn- arstigið í heild sinni til framtíðar. Þeir sveitarstjórn- arntenn sem hafa einna helst verið andvígir því að þeirra sveitarfélag sameinist öðrum, eru sveitarstjórnarmenn í fá- mennum dreifbýlishreppunt. Þeirra rök fyrir því að sameinast ekki öðrum sveit- arfélögum eru fýrst og frernst þrenn: 1. Fjárhagsstaða þeirra sveit- arfélags er oft betri en nágrannasveitarfélaga með þéttbýli. 2. Þeir telja að íbúalýðrœði muni minnka. 3. Þeir óttast að skólanum verði lokað. Hvað varðar fýrsta liðinn, þá er það í mörgum tilvikum rétt að fámennir sveitarhreppar standa betur fjárhagslega en þéttbýl sveitarfélög hvað varðar skuldir á íbúa. Það á sér fýrst og fremst þær skýringar að þéttbýlissveitarfélögin hafa fjárfest mikið í uppbyggingu gatna, veitna og holræsa, auk þess að stækka og byggja grunn- og leikskóla, og íþróttamannvirki. Þessi upp- bygging nýtist oftar en ekki líka íbúum fámennari ná- grannasveitarfélaga. Fjöl- ntennari sveitarfélögin standa hins vegar oft betur að vígi þegar fjármálin eru metin út frá framkvæmdagetu. Stærri sveitarfélög hafa meiri rnögu- leika á að fjármagna fram- kvæmdir og aðrar breytingar sem nauðsynlegar geta verið til að grípa tækifæri. Sveitahreppar hafa í fæst- um tilvikum þurft að takast á við slík verkefni og hefðu að líkindum ekki bolmagn til þess. Auk þess bera mörg þéttbýlissveitarfélög, sérstak- lega á landsbyggðinni, nokkrar byrðar frá þátttöku sinni í uppbyggingu atvinnulífsins. Oft hafa sveitarfélög neyðst til að taka áhættu við uppbyggingu atvinnulífs, stundum hefur það endað illa, en stundum vel. Hvað varðar annan liðinn, þá er það rétt að bein áhrif íbúa á kjörna fulltrúa minnka í stærra sveitarfélagi. Þó ber að hafa í huga að sveitarstjórnarmenn í fámennum sveitarfélögum hafa yfirleitt ekki mikil áhrif á framkvæmd stefnu í þeim málaflokkum sem skipta íbúana mestu máli. Flest verkefni fámennari sveitar- félaga, s.s. fræðslu- og félags- þjónusta, eru unnin í samvinnu við önnur sveitar- félög og ákvarðanir því teknar af öðrurn en hreppsnefnd- armönnum. Yfirleitt vita íbúar í sveitarfélaginu ekki hverjir það eru sem takaákvarðanirnar og bera ábyrgðina. Auk þess benda rannsóknir til þess að þátttaka í sveitarstjórnar- kosningum sé einna minnst í fámennustu sveitarfélögunum og möguleikar kvenna til að komast til áhrifa minnstir. Fullyrðingar um mikið lýðræði í fámennum dreifbýlishrepp- um standast því illa skoðun. Hvað varðar þriðja liðinn, þá er það rétt að fámennum sveitaskólum hefur oft verið lokað í kjölfar santeiningar sveitarfélaga. Fámennum sveitaskólum hefur líka verið lokað í sveitarfélögum sem eru ekki sameinuð. Meginástæða þess að sveitaskólum er lokað er fækkun barna á skólaaldri til sveita og samhliða þeirri þróun, hækkandi rekstrar- kostnaður. Lokun skóla er alltaf erfið ákvörðun og ólíklegtaðsveitarstjórnarmenn taki slíkar ákvarðanir að illa ígrunduðu máli. Þær eru einfaldlega oft illnauðsynlegar sökunt neikvæðrar íbúa- þróunar og íjárhagsstöðu. Ég hef oft spurt sveitar- stjórnarmenn úr smáum dreifbýlishreppum hvaða framtíðarsýn þeir hafi fýrir sitt samfélag. Flestir bera þá framtíðarsýn að þar verði áfrarn blómlegur landbúnaður og að skólinn verði áfrarn miðdepill samfélagsins. Því miður er þróunin sú að fólki til sveita fækkar á flestum stöðum, störfum í landbúnaði fækkar en búin stækka. Því er nauðsynlegt fýrir menn að reyna að sjá fyrir sér aðra framtíðarsýn fýrir sitt svæði, framtíðarsýn sem miðar þá að því að þar fjölgi fólki svo hægt sé að halda lífi í skólanum og því menningarlífi sem er á svæðinu. Getur verið að sameining hreppsins við önnur sveitarfélög geti orðið til þess að auka kraft og bolmagn til að auka þjónustu og gera hinar dreifðu byggðir ákjósanlegri til búsetu fýrir ungt fólk með börn? Kjósendur ættu að spyrja sig eftirfarandi spurninga: - Er sveitarfélagið mitt nógu öflugt til að sinna mínum framtíðaróskum og þeirri sýn sem ég hef um framtíð barnanna minna á þessurn stað? - Getur verið að stærra sveitarfélag geti betur uppfýllt þessar óskir? - Hvort er betra að hafa hlutina eins og þeir eru og bíða eftir framtíðinni, eða taka á móti framtíðinni og reyna að hafa áhrif á hana? Róbert Ragnarsson, höfundur er stjórnmálafrœðingur molar Heiisugæslustöð á Skagaströnd í útboð Nú er komið að því að byggð verði ný heilsugæslustöð á Skagaströnd. Framkvæmda- sýsla ríkisins f.h. heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis- ins hefúr auglýst útboð í framkvæmdir við nýbyggingu heilsugæslustöðvar við Ægis- grund 14 á Skagaströnd. Heilsugæslustöðin verður 250 ftn með 17 fm tengigangi sem tengir hana dvalarheimili aldraðra á sömu lóð. Æfingar hefjast hjá Leikfélagi Blönduóss Leikfélag Blönduóss er að fara af stað með æfingar á leikriti nú í haust. Sagt er frá því á Húnahorninu að ætlunin er að vera með barnaleikrit í þetta skipti, en á síðasta leikári setti félagið upp leikritið „Smáborgarbrúðkaup". Búið er að ráða leikstjórann Guðjón Sig\'aldason, en hann er mörgum áhugaleikfélögum að góðu kunnur. Stefnt er að frumsýningu í kringum mánaðarmótin október - nóvember. Undirbúningur húsa- könnunargengurvel I sumar hefur verið unnið að undirbúningi húsakönnunar í Skagafirði í samstarfi Hér- aðsskjalasafns, Byggðasafns Skagfirðinga og embættis byggingarfulltrúa. Hlaut verkefnið myndarlegan styrk frá Húsafriðunarnefnd ríkisins sem gerði kleift að vinna verkið. í gagnagrunninn eru nú komnar upplýsingar um u.þ.b. 300 byggingar í Skagafirði 70 ára og eldri, sem auðvelda það verk að velja merkilegar byggingar til að skoða nánar og jafnvel mæla upp áður en þær hverfa á vit sögunnar. Áfram verður unnið að því fram á haustið, en vonir standa einnig til að hægt verði að halda vinnunni áfram á næsta ári. Geirlaugur látinn Geirlaugur Magnússon, kenn- ari og rithöfundur, lést að- faranótt föstudagsins 16. sept- ember. Geirlaugur kenndi við FNV í 23 ár. Hann var einnig í fremstu röð nútímaljóðskálda á Islandi og sendi frá sér frum- ort og þýdd ljóð.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.