Feykir


Feykir - 21.09.2005, Qupperneq 4

Feykir - 21.09.2005, Qupperneq 4
4 Feykir 35/2005 Gísli Gunnarsson skrifar Tækjakostur Brunavarna Skagafjardar efldur A fundi Byggðarráðs, þ< samþykkt að stórefla Skagafjarðar með því að k; önnur bifreiðin er nýr öflugur tankbíll, sern leysir af gamlan bíl sem er að stofni til frá 1960. Nýji bíllinn er af Renault gerð, yfirbyggður í Póllandi. Hann verðurafhentur næsta vor og er kaupverð hans 17,3 milljónir fyrir utan virðisaukaskatt, sem fæst endurgreiddur. Hin bifreiðin er notaður körfubíll sem kernur frá Akureyri. Er það Volvo, árgerð 1983, í mjög góðu ástandi og er kaupverð bílsins 6.5 milljón. Víða er því þannig farið, ekki síst hjá hinum minni sveitarfélögum, að tækjakostur slökkviliðaerfremurbágborinn n 2. september s.l. var tækjakost Brunavarna ipa tvær slökkvibifreiðar. og bílarnir jafnvel fornbílar. Vissulega vonum við að þessi tæki verði sem minnst notuð, en þegar á þarf að halda þurfa þau að vera í góðu lagi. Þetta er mikil fjárfesting fýrir sveitarfélagið, en í þessi kaup er að hluta til notað fjármagn sem fæst ffá arðgreiðslum Brunabótafélags íslands til sveitarfélagsins. Þessir nýju bílar verða staðsettir á Sauðárkróki, en fýrir nokkrum árum var keypt nýleg slökkvibifreið, sem staðsett er á Hofsósi. Ljóst er, að með þessari fjárfestingu eru þessi mál komin í nokkuð gott lag hér í Skagafirði. Sjúkraflutning- arnir hafa um árabil einnig verið á hendi Brunavarna Skagafjarðar og hefur það fýrirkonrulag reynst farsælt, bæði fyrir sveitarfélag og ríki. Þekki ég það vel af eigin raun frá þeim árum sem ég var formaður Rauðakrossdeildar Skagafjarðar, en þá sá deildin urn kaup og rekstur sjúkrabílanna. Við höfum verið heppin með starfsfólk og það ber að þakka. Ég óska Skagfirðingum til hamingju með þessi kaup og óska Brunavörnum Skaga- fjarðar farsældar í starfi. Gísli Gunnarsson formaður Byggðarráðs Tankbill Körfubill. á Norðurlandi vestra f VIKU SÍMENNTUNAR DAGANA 25.-29. SEPTEMBER .. ...ekki bara _ ~ hugsa um þao Blönduós Mánudngur 26. scpt. Kl. 9:30- 11:30 Heimsókn í fyrirtæki Kl. 11:30-12:30 Starfsfólk Viku símenntunar verður til viðtals við versl- unina Samkaup ÓKEYPIS NÁMSKEIÐ * Fyrir ófaglœröa 26. scpt, kl. 20:00 - 22:00 Ferilmappa og áhugasvidsgreining 27. sopt. kl. 20:00 - 22:00 Intemetiö, tölvunám- skeið 28. sept. kl. 20:00-22:00 Sjálfsefli og samskipti 2 kvöld 29.eept kl. 20:00 - 22:00 Sjálfsefli og samskipti framhald ** Skagaströnd Mánudngur 26. sept. Kl. 14:30 - 16:30 Heimsókn í fyrirtæki Kl. 16:30 - 17:30 Starfsfólk Viku símenntunar verður til viðtals við versl- unina Samkaup ÓKEYPIS NÁMSKEIÐ Fyrir ófaglærða 26. sept, kl. 20:00 - 22:00 Sjálfsefli og samskipti 2 kvöld 27. sept. kl. 20:00 - 22:00 Sjálfsefli og samskipti framhald 28. sept. kl. 20:00 - 22:00 Ferilmappa og ahugasvidsgreining 29.sept kl. 20:00 - 22:00 Internetið, tölvunám- skeið Sauöárkrókur Þriðjudngur 27. sept. Kl. 14:30-16:30 Heimsókn í fyrirtæki Kl. 16:30-17:30 Starfsfólk Viku símenntunar verður til vidtals í Skagfirðingabúð ÓKEYPIS NÁMSKEIÐ Fyrir ófaglæröa 26. sept, kl. 20:00 - 22:00 Sjálfsefli og samskipti 2 kvöld 27. sept. kl. 20:00 - 22:00 Sjálfsefli og samskipti framhald 28. sept. kl. 20:00 - 22:00 Ferilmappa og áhugasviðsgreining 29.sept kl. 20:00 - 22:00 Internetið, tölvunám- skeið Hvammstangi Midvikudngur 28. sept. Kl. 14:30 - 16:30 Heimsókn í fyrirtæ- ki Kl. 16:30-17:30 Starfsfólk Viku símenntunar verður til viðtals við verslun Kaupfélags Vestur Húnvetn- inga ÓKEYPIS NÁMSKEIÐ Fyrir ófaglærða 26. sept, kl. 20:00 - 22:00 Sjálfsefli og samskipti 2 kvöld 27. sept. kl. 20:00 - 22:00 Sjálfsefli og samskipti framhald 28. sept. kl. 20:00 - 22:00 Internetið, tölvunám- skeið 29.sept kl. 20:00 - 22:00 Ferilmappa og áhugasviðsgreining Sigluíjörður Finuntudngur 29. scpt. Kl. 14:30-16:30 Heimsókn í fyrirtæ- ki Kl. 16:30-17:30 Starfsfólk viku símenntunar verður til viðtals við versl- unina Samkaup ÓKEYPIS NÁMSKEIÐ Fyrir ófaglærðu 26. sept, kl. 20:00 - 22:00 Internetið, tölvu- námskeið 27. sept. kl. 20:00 - 22:00 Forilmappa og áhugasviðsgreining 28. sept. kl. 20:00 - 22:00 Sjálfsefli og samskipti 2 kvöld 29.sept kl. 20:00 - 22:00 Sjalfsefli og samskipti framhald * Öll námskeiðin nema Internetnámskeiðin eru haldin í húsnæði stéttnrfélaganna. Internetnámskebin eru haldin í tölvuverum skólanna. * Námskeiðið „sjálfsefli og samskipti" er 6 kest. námskeið. tvö kvöld á hverjum staö. VIKA SÍMENNTUNAR Sauðárkrókskirkju Frábærir tónleikar í kirkjunni Aðeins um þrjátíu áheyrendur sóttu frábæra tónleika úkrainsku söngkonunnar Alexöndru Chernyshovu í Sauðárkrókskirkju síðastliðinn sunnudag. Á efnisskrá voru meðal annars lög effir Mozart, Rachmaninov, Puccini, Verdi, Lehár og Gershwin svo einhverjir séu nefndir. Chernyshova, sem flutti til Skagaíjarðar nú í sumar ásamt manni sínum Jóni Hilmarssyni skólastjóri á Hofsósi, á að baki langt tónlistarnám í heimalandi sínu og var meðal annars fastráðin einsöngvari við óperuna í Kiev aðeins tuttugu og fjögurra ára. Árið 2002 tók hún þátt í alþjóðlegri keppni óperu- söngvara í Grikklandi og varð þar í fjórða sæti, yngst keppanda, svo og hefur hún sótt Master-class námskeið í söng á ftalíu síðastliðið sumar svo fátt eitt sé talið. Undirleikari á tónleik- unum var Gróa Hreinsdóttir og milli atriða las Hilmar Jónsson rithöfundur og tengdafaðir söngkonunnar frumsamin ljóð. f lok tónleikanna varð listakonan að syngja aukalög og stóðu tónleikagestir á fætur og þökkuðu henni með langvinnu lófataki. Alexandra Chernyshova hefur verið ráðin söngkenn- ari við Tónlistarskóla Skagafjarðar og ljóst að rnikill fengur er að svo afburða listamanni sem hér er á ferð, og ættu Skagfirðingar ekki að láta aðra tónleika með Chernykovu framlijá sér fara. Upplýsingar úr söngskrá

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.