Feykir


Feykir - 25.01.2006, Qupperneq 6

Feykir - 25.01.2006, Qupperneq 6
6 Feykir 04/2006 Rúnar Kristjánsson skrifar Skaginn og Skagaheiði Ég vil fara hér nokkrum orðum um bók Sigurjóns Björnssonar "Skaginn og Skagaheiði" sem kom út á síðasta ári. Að sjálfsögðu keypti ég bókina og taldi meira en tímabært að slíkt verk kæmi fyrir almenn- ingssjónir. Bókin er allvel úr garði gerð, prýdd mörgum ágætum myndum og henni fylgir stór- kort af því svæði sem fjallað er úm. Var því spennandi að fara yfir þennan fróðleik sem þarna var boðið upp á í miklu aðgengilegra formi en verið hefur. Þegar ég fór að lesa bókina og skoða kort og myndir, fannst mér hinsvegar fullmikið um villur og missagnir í svo metnaðarfullu ritverki. Heíði yfirlcstur greinilega mátt vera töluvert ítarlegri og hefði þá vafalaust verið hægt að losna við margt sem mér þykir lýta bókina eins og hún nú er. Ég finn mig knúinn til að nefna hér nokkur atriði sem ég skil ekki hvernig hafa ruglast svó illa sem raun ber vitni. Á bls. 38 er nefnt að minnisvarði hafi verið reistur \’ið Ytri-Ey vegna kvennaskól- ans sem þar starfaði, en á bls. 33 þar sem fjallað er um Syðra- Hól, er ekki minnst á minn- isvarða Magnúsar Björnssonar sem reistur var þar 1989, af arftökum hins forna Vind- hælishrepps, þegar rétt öld var liðin frá fæðingu Magnúsar. Þó tekur höfundur fram að þar hafi Magnús búið og margt efni í bókinni sé sótt í smiðju hans. Þykir mér þarna sýndur nokkur athyglisbrestur því vel hefði mátt nefna að þarna stæði nú minningarsteinn til heiðurs sagnameistaranum á Syðra- Hóli. Á bls. 47 er sagt að norðan Brandaskarðs byrji svonefnd Skagastrandarfjöll og þeirra hæst sé Katlafjall, 721 m., en á m>Tid á bls. 38 eru Blá- landshnjúkur, Dynfjall og svonefnt Kaldbak talið til Skagafjalla! Yfirleitt hef ég heyrt Spákonufell og Árbakkafjall talið til Skagastrandarfjalla og þá má geta þess að 111- viðrishnjúkur í Árbakkafjalli er 722 m. hár og þess er líka getið í bókinni á bls. 156. En aldrei hef ég heyrt fjöllin þar fyrir framan kölluð Skagafjöll og veit ég ekki hvaðan sú nafngift er komin. Skagaströnd er mér vitan- lega talin frá Laxá á Refs- borgarsveit að Króksbjargi og því ættu öll fjöllin upp af henni aðgetaheitiðSkagastrandarfjöll enda tel ég það rétt vera. Á bls. 53 er mynd og þar sjást bæirnir undir Brekkna- brekku, Örlygsstaðir II í for- grunni, Örlygsstaðir, Hlíð og Hróarsstaðir. Myndtextinn segir hinsvegar að þarna megi sjá Skeggjastaði, Örlygsstaði og Krók! í fýrsta lagi eru Skeggjastað- ir ekki undir Brekknabrekku og í Króki veit ég ekki til að íbúðarhús standi uppi, en sumarbústaður er sagður vera þar. Bæirnir Örlygsstaðir II, Hlíð og Hróarsstaðir eru ekki nefndir í þessu sambandi. En á bls. 56 eru hinsvegar nefndir í texta bæir undir Brekkna- brekku og þá er minnst á Hlíð en ekki Örlygsstaði II. Svona má ekki hafa hlutina. Á bls. 58 er mynd af bæ og sagt að þar sé um Hólma að ræða. Staðkunnugur maður tjáði mér að myndin sú væri af Saurum og mun það rétt vera. Á bls. 85 er hin kunna vísa „Mál er að gana“. Ekki tel ég hana rétt bókaða þar, enda stendur hún þá ekki í hljóðstöfúm. önnurhendingin er höfð „rekkur hárvana“. Ég hef alltaf heyrt vísuna eftirfarandi : „Mál er að gana, manni hár-fana“. Heimildin sem höfundur vísar í eru Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Bólu-Hjálmar segir aftur á móti að vísan hafi verið ort yfir klerki út í Ketu, en ekki yfir manni í Höfnum eins og segir í bókinni. Hárfön mun krúna sú hafa heitið er prestar rökuðu á enni sér til forna og var það auðkenni þeirra yfir aðra menn. Orðið er eftir því hár- fana en ekki hárvana, að sögn Hjálmars. Vísbendingin er því líklega til að undirstrika að kveðið sé til prests en ekki einhvers almenns skalla. Annars geta heimildir verið misvísandi í svona atriðum. Aðalatriðið er þó að vísur séu ekki afbakaðar frá réttum kveðskaparreglum og varla hefur þessi vísa verið rangt kveðin. Á bls. 76 er farið með vísu Hreggviðs á Kaldrana “ Löðrið dikar land upp á “ en galli þykir mér að sagan er þar ekki sögð í heilu lagi. Hreggviður fær spurningu í vísuformi um það hvernig honum lítist á veðrið. Hann svarar samstundis með tveimur vísum: „Hann er úfinn, alhvítur' ogsvo „Löðrið dikar land upp á“. Vísurnar eru tvær, ortar í snöggum hughrifum, sam- stæðar. í bókinni er seinni vísan einungis nefnd og er því aðeins hluti af myndinni gefinn. Hreggviður gerði svo þriðju vísuna nokkru á eftir og hún mátti svo sem víkja í þessu sambandi, en hinar tvær eiga að fylgjast að. Það gefur sanna mynd af hughrifunum. Segja á heila sögu en ekki hálfa. Þegar minnst er á vísur, vil ég geta þess að mér hefði þótt prýði að sjá í bókinni, á bls. 88, þar sem rætt er um sjóslysin miklu á Skagaströnd, vísu Indriða á Ytri-Ey: „Mastrajórar fórust fimm“. Sú vísa hefði sómt sér vel í lokaorðum kafl- ans. Nokkur önnur atriði í bókartexta og frásögn eru rangfærð eða nokkuð villandi þó þau séu kannski ekki stórvægileg sem slík. Ætla ég ekki að tíunda þau frekar en vil fara nokkrum orðum um afleitar villur í kortum og þá einkurn stórkortinu sem fylgir bókinni. Staðsetning örnefna þar er víða afskaplega ónákvæm. Skagabúð sem er á melunum sunnan við Hof er sett langtum ofar, í norðvestur af gömlu Hofsréttinni, sýnist mér. Efri- Harastaðir eru þar sem Neðri- Harastaðir eiga að vera og Neðri-Harastaðir settir ofar og það á syðri bakka árinnar. Nokkurnveginn þar á móti, norðan ár, er svo Brandaskarð staðsett. Allt er þetta langt frá sanni eins og menn hljóta að vita. Finnsstaðir eru hafðir ofan vegar, eins Sólvangur, Ásholt og Ás. Mér vitanlega eru allir þessir bæir neðanvegar. Staðsetning Spákonufells- bæjarstæðisins er allt of norðarlega eða þar sem réttin er, Hötðahólar eru upp við Kerlingarholt og Hólanes upp í miðjum Árbakkaflóa! Ég á bágt með að skilja hvernig hlutirnir geta farið svona úr böndunum! Einnig þykir mér slæmt að sjá á kortinu ritháttinn Syðriey, Ytrihóll, Syðrihóll, Neðrimýrar o.s.fn'. Auðvitað er réttara að skrifa Syðri-Ey, Ytri-Hóll o.s.fn'.,enda er það víðast gert í bókinni sjálfri. Þarna er ósamræmi sem auðvelt hefði verið að laga. Rit\'illur eru allnokkrar og alltaf eru þær hvimleiðar, en það verður víst seint með öllu komist hjá þeim. Þær hefðu þó átt að geta verið færri í jafn myndarlegu verki. Ég hef nú farið nokkrum orðum um þessa bók og finnst sumum eflaust sem hart sé að kveðið. Hygg ég það þó gagnlegt fýrir aðstandendur verksins að þeim sé bent á það sem betur má fara. Og síst skal því neitað, að þetta rit er gott að mörgu leyti, svo langt sem það nær. Tel ég samt að það hefði getað orðið allmiklu betra, ef meiri tíma hefði verið varið til yfirferðar og vandað betur til samhæfingar og frágangs texta. Eftir stendur þó að bókin dregur saman mikinn fróðleik og er í mörgu skemmtileg aflestrar, uppsetning texta sums staðar vel heppnuð og myndir margar hverjar, sem fyrr er sagt, til mikillar prýði. En einmitt vegna þessara góðu kosta angra annmark- arnir meira, þar sem þeir eru. Þeir eru lýti á annars myndar- legu verki. Vandasamt er auðvitað að vinna svona rit og höfundur hefur sannarlega sýnt mikinn dugnað í því ffamtaki. Það er ljóst að viðfangsefnið hefur verið honum kært og hann er sjáanlega í verki sínu fullur vilja til að skila frá sér þeim fróðleik sem hann og aðrir Skagafræðingar búa yfir varðandi það söguríka lands- svæði sem fjallað er um. Sú viðleitni er vissulega góðra gjalda verð. Rúncir Kristjánsson

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.