Feykir


Feykir - 15.02.2006, Blaðsíða 1

Feykir - 15.02.2006, Blaðsíða 1
Motorcross á Borgarsandi Motorcrossarar nýttu sér blíðuna um síðustu helgi og þeystu á fákum sínum í fjörunni við Sauðárkrók. Nú virðist sem líkur séu á nok- krum vetrarhörkum í dag og á morgun með snarpri norðanátt og snjókomu. Veðurstofan gerir síðan ráð fyrir að það hlýni heldur um helgina en svo á að kólna að nýju. Mynd: ÁG íbúaþróun á Norðurlandi vestra síðastliðin fimm ár Ibúum fækkar ört á Skagaströnd og Sigló íbúum hefur fækkað á öllum stöðum í hinu forna Norðurlandskjördæmi vestra undanfarin fimm ár. Ef þéttbýlisstaðirnir eru skoðaðir sérstaklega hefur hlutfalls- leg fækkun orðið mest á Skagaströnd (Höfðahreppi) eða 12,2%. Á Siglufirði fækkaði íbúum um 10,3% á sama tímabili. Ibúum hefur fækkað á öllum stöðum í hinu forna Norðurlandskjördæmi vestra undanfarin fimm ár. Ef þé- ttbýlisstaðirnir eru skoðaðir sérstaklega hefur hlutfallsleg fækkun orðið mest á Skaga- strönd (Höfðahreppi) eða 12,2%. Á Siglufirði fækkaði íbúurn um 10,3% á sama tímabili. Þetta er meðal þess er kemur fram í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Kristjáns Möllers, alþingismanns (S) um þróun íbúafjölda eftir sveitarfélög- um o.fl. Fækkunin minnst í Skagafirði Fækkunin er hlutfallslega minnst í Skagafirði. I Sveit- arfélaginu fækkaði íbúum úr 4.162 árið 2001 í 4.110 árið 2005, sem samsvarar 1,2% fækkun og íbúum í Akrahreppi fækkaði úr 230 í 225 eða um 22,2%. íbúum í Húnaþingi vestra fækkaði úr 1.209 í 1.173 á sama tíma sem er 3% fækkun og á Blönduósi var fækkunin 6,4% á umræddu fimrn ára tímabili eða úr 965 íbúum í 903 íbúa. Samkvæmt tölum frá Hag- stofu íslands fækkaði íbúum í dreifbýli á Norðurlandi ve- stra úr 2.641 árið 2001 í 2.475 árið 2005 eða um 166 manns sem samsvarar rúmlega 6% fækkun íbúa. Bæjarstjórn Blönduóss Nýta heimild launanefndar Blönduósingar ætla að nýta til fulls heimildi Launanefndar sveitarfélaga til að hækka lægstu laun starfsmanna bæjarins. Þetta var samþykkt samhljóða á bæjarstjórnarfundi Blöndu- óssbæjar þann 7. febrúar. Flest sveitarfélög hafa í nýtt heimildina eða ætla sé að gera þaðl bókun bæjarstjórnar segir: „Bæjarstjórn Blönduóssbæjar samþykkir að nýta til fulls heimild Launanefndar sveitarfélaga ffá 28. janúar sl til leiðréttingar á lægstu launum. Leiðréttingin skal gilda ffá 1. janúar 2006 og koma skal til greiðslna eigi síðar en 1. mars n.k.. Þeirn starfsmönnum sem hækkunin nær til verða kynntar kjarabreytingarnar sérstaklega þegar sú vinna hefur farið fram”. Stjórn SSNV__________________ SSNV fagnar fyrirhug uðum flutningi starfa Á fundi stjórnar SSNV sem haldinn var nýlega var rætt um þróun atvinnumála og væntanleg ný störf á Norðurlandi vestra. Einnig var rætt um ákvörðun stjórnvalda vegna stuðnings við rannsóknar- og þróunarstarfsemi í Þróunar- setrinu Verinu á Sauðárkróki. Stjórn SSN\; sendi tfá sér ályktun þar sem fagnað var áformum stjórnvalda unt flutning verkefna og starfa í Húnavatnssýslur. Jafnffamt fagnaði stjórnin ákvörðunum stjórnvalda um öflugri stuðning \fð rannsóknar - og þróunarstarfsemi í Þróunar- setrinu Verinu á Sauðárkróki. Þá lýsti stjórnin sig reiðubúna til samstarfs við stjórnvöld urn ffekari flutning verkefita á Norðurland vestra og lögð var áhersla á að atvinnulíf á Norðurlandi vestra sþTkist enn frekar á næstunni. Innbrot í Hrútafirði Þjófurinn fannst sofandi í Borgarfirði Lögreglan hefur upplýst innbrot á Tannstaðar- bakka í Hrútafirði. Þaðan var um síðustu helgi stolið tölvum, myndavélum, símurn og auk þess öðrum heimilisbílnum. Þjófurinn fannst sofandi í stolna bílnum í Borgarfirði, en bíllinn var þá orðinn bensínlaus. Almenn raftækjaþjónusta ' fryst' °9 kæliþjónusta 1V. . y - bíla- og skiparafmagn \ WOT If' idf " v^a" °9 verkferaþjónusta —CTcHgill ehj3— Bílaviðgerðir hjólbarðaviðgerðir ^ réttingar og sprautun - bílaverkstæði Aðalgötu 24 550 Sauðárkrókur Sími 453 5519 Fax 453 6019 Sæmundargötu lb 550 Sauðárkrókur Sími 453 5141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.