Feykir


Feykir - 29.03.2006, Qupperneq 5

Feykir - 29.03.2006, Qupperneq 5
12/2006 Feykir 5 möguleika til að hafa áhrif í sveitarfélaginu. Hlutfall kynja í stjórnunar- stöðum hjá sveitarfélaginu og í sveitarstjórn voru einnig atriði sem íbúar voru frekar ónægðir með. Þá eru íbúar almennt ánægðir með þjónustu við fatlaða, aldraða og heimaþjónustu. Niðurstöðurnar notaðar til stefnumörkunar sveitar- félagsins Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri hjá sveitarfélaginu sem annaðist framkvæmd könnunarinnar segir ánægju- legt að almennt séu íbúar nokkuð ánægðir með þá þjónustu sem sveitarfélagið veiti og könnunin klapp á bak starfsfólks sveitarfélagsins. Niðurstöður hafa þegar verið ræddar í fagnefndum sveitar- félagsins og meðal sviðsstjóra og forstöðumanna stofnana. Áskell Heiðar segist vænta þess að þær verði notaðar við stefnumörkun hjá sveitar- félaginu á komandi misserum. Könnunin gerð opinber Ákveðið hefur verið að birta niðurstöður könnunarinnar í Munur á viðhorfum íbúa í þéttbýli annars vegar og dreifbýli hins vegar vekur athygli mína. Viðhorf þéttbýlinga virðist alment vera mun jákvæðara og nauðsynlegt að skoða hvað veldur. Fram koma þarfar ábendingar til sveitarstjórnar um að koma upplýsingum um störf sín betur til skila. Einnig kemur fram að þeir telja sig hafa litla aðkornu að ákvörðunum í sveitarfélaginu. Þarna getur sveitarstjórnin tekið sig á. Þrátt fýrir að Skagafjörður skarti fjölbreyttu atvinnulífi miðað við önnur dreitbýlissveitarfélög þá er kallað eftir fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifærum. Lítégáþetta sem að fólk sjái mörg tækifæri til atvinnuuppbyggingar á svæðinu en einmitt í þessu felst drifkrafturinn. Jákvætt viðhorf til þess uppeldisstarfs sem fram fer er rnikið ánægjuefni. íbúar upplifa mikinn kynjamun í íþróttaframboði fyrir börn og unglinga og verður að skoða þaðatriðisérstaklega. Skólarnir njóta hylli og ábendingar koma ffarn um það sem betur má fara. Vitað er að mikið verk er óunnið varðandi uppbyggingu skólahúsnæðis en mestu skiptir sú almenna ánægja sem ffarn kemur með umönnun og faglegt uppeldi á stofnunum sveitarfélagsins.” Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar og oddviti Sjálfstæðismanna „Jákvæðar vísbendingar" „Mér finnst ánægjulegt hvað Skagfirðingar eru jákvæðir og ánægðir með stöðu mála. Það kemur þarna fram eitt og annað sem gefur vlsbendingar um hvað má betur fara. Þær ábendingar íbúa sem koma fram um það sem betur má fara á að nota til þess að gott sveitarfélag enn betra. Við vitum öll að það er æskilegt að auka fjölbreyti atvinnulífsins og það kemur mér ekki á óvart að sá vilji komi fram í könnunni. Það er verkefni sem sífellt þarf að hafa í huga. En almenntfinnstmérniðurstöður könnunarinnar gefa okkur jákvæðar vísbendingar.“ heild og greiningu á spurningum eftir búsetu, aldri, kyni og fleiri þáttum. Rétt er að vara við því að draga of miklarályktanirafniðurstöðum þar sem fá svör standa á bak við en fjöldi þeirra er tilgreindur í öllum greiningum. Állar niðutstöður könnunar- innar má nálgast á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar, www.skagafjordur.is. Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri og oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Munur á viðhorfum í þéttbýli og dreifbýli „Það er gleðiefni að sjá mikla ánægju íbúa með að búa í Skagafirði samanborið við álit íbúa annarra sveitarfélaga á búsetu í sinni heimabyggð. íbúarnir eru almennt mjög ánægðir með lífsgæðin og uppvaxtarskilyrðin fýrir börn. Einnig að því lengur sem viðkomandi hefur búið í sveitarfélaginu því ánægðari er hann með búsetuna. Ánægja meðal íbúanna með þá þjónustu hjá stofnunum sveitarfélgsins er hrós til stafsfólks sveitarfélgsins. Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti Framsóknarmanna „Atvinnumálin mikilvæg" „Markverðast er og þarf ekki að koma neinum á óvart hversu mikilvæg atvinnumálin eru að mati íbúanna og einnig að fólk telur að það vanti meiri fjölbreytni í atvinnulífið. Þá er eftirtektarvert að fimmti hver segist áætla að flytja á næstu 2- 4 árum og er það í langmestum mæli ungt fólk sem áætlar að flytja en það er beint framhald á þeirri þróun sem hefur verið undanfarin ár. Hvað varðar þjónustu sveitarfélagsins er fólk í langflestum tilfellum ánægt með starfsfólk og innra starf stofnana sveitarfélagsins, þó það sé ekki algilt. En fólk er affur á móti síður ánægt með húsnæði og annan ytri aðbúnað, t.d. leiksvæði, mötu- neyti og umferðaröryggi við skóla svo eitthvað sé nefnt.“ Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar "Gott samfélag sem má gera enn betra" “Það kemur að sjálfú sér ekki á óvart hvað Skagfirðingar eru ánægðir og sáttir með að búa í Skagafirði, við Skagfirðingar höfum sterka sjálfsmynd og erum að öllu jöfnu stolt af því að vera Skagfirðingar. Markverðast er að mínu mati að sjá hvað almenn ánægja er með þjónustu sveitarfélagsins þrátt fýrir að um er að ræða ungt sveitarfélag sem gengið hefur í gegnum miklar breytingar en það m.a. til marks um það hvað við erum með gott og öflugt starfsfólk á okkar snærum. Þjónusta sem snýr að grunnstoðum fjölskyldunnar s.s. leikskólar, grunnskólar, tónlistarskólar ásamt skólavistun fá góða einkunn en almennt er fólk ósátt við atvinnumálin sem kemur að sjálfu sér ekki á óvart þar sem umræða um atvinnumál hefur verið ofarlega á baugi síðustu misseri, en fólk vill sjá meiri fjölbreytni. í þessari könnun kom einnig skýrt fram að fólki finnst það almennt ekki ná að hafa áhrif í sveitarfélaginu ásamt því að hlutur karla og kvenna sé ekki í jafnvægi stjórnunarstöðum og í sveitarstjórn. Sem sagt í heildina séð erum við með gott samfélag sem hægt er að gera enn betra.” rl V :i i \ár,i i • r - I E9 i n V * n t L Hlíf í **• . . ví \ ,V> - jyi.VOO Jbin l ur Up taiihn iiJVJ ObhPUJ' pK'lolvur. is u So&t fár’iur oíiskur Gott úrval af fínum tölvum ...flottar fermin^argjafir

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.