Feykir


Feykir - 29.03.2006, Blaðsíða 6

Feykir - 29.03.2006, Blaðsíða 6
6 Feykir 12/2006 Undir Borginni - Rúnar Kristjánsson skrifar Maður er nefnd- ur Jónmundur... í lífinu er það löngum svo, að sumir reynast þar litríkari en aðrir. Einn af þeim sem svo er ástatt um er Jónmundur Ólafsson bóndi í Kambakoti á Skaga- strönd. Jónmundur er mjög sérstakur kvistur á mannlífsmeiðnum, og kemur þar margt til, hann er löngu orðinn víðkunnur fyrir hugmóð sinn og atorku, þykir ekki einhamur ef því er að skipta, maður mikillar gerðar og genetískur fullhugi í alla staði. Það er því sannmæli sem segir í vísunni um hann í gömlu bændarímunni úr Vindhælis- hreppi: Að Jónmundi erjafnan lið, járnkarl æ hann verður. Fylgir hörku og hreystisið, - hann erþanniggerður! Meðan Jónmundur stóð í uppbyggingu á jörð sinni framan af árum, beindist áhugi hans að því stóra verkefni rnikið til óskiptur. En hann vann sér þó snemma góðan orðstír með alhliða dugnaði sínum og hjálpfysi við sveitunga sína og granna ásamt jákvæðu innleggi í hverskyns umræðu. Segja eftirfarandi vísur vonandi sitt um röskleika mannsins og ræktarþol: Jónmundur í Kambakoti kynnir jafnan seiglu og þor. Fjarri öllu framapoti frœkinn tekur hann sín spor. Þó hann lendi íþessu og hinu ogþrautakóngur mikill sé, býr í eðlis atgervinu orka tengd við hulin vé. Ferill hansfrá önn til annar á sér ríka sigurtrú. Goðsögnin þargœðin sannar, gróðavœnlegt er hans bú. Hatm á kýr og kálfa ogsauði og kostamikla geitahjörð. Sumum verður allt að auði eryrkja afkappi sínajörð! En þó búskaparsaga Jón- rnundar hafi verið rnikil og mögnuð baráttulega séð, er framtak hans í menningar- málum sennilega ekki síðra að gildi. Um árabil hefur hann nefnilega tamið sér að vera viðstaddur í hvert sinn sem einhver uppákoma á sér stað innan þess menningarsvæðis sem hann telur sér helst koma við. Er það svæði reyndar talið ná yfir alla austursýsluna í það minnsta, og er Jónmundur því oft áþönumogþyrftistundum helst að geta deilt sér nokkuð víða til að mæta þessum sjálfskipuðu skyldum sínum. I því sambandi má nefna það að þeir eru til sem halda því fram í fúlustu alvöru, að hann eigi það til að vera á tveim stöðum í einu á sama tíma, en þó að maðurinn sé mikillar náttúru verður að hafna þeim stað- hæfingum jafnvel þó fleiri en Vindhælingar haldi slíku fram. En hvernig sem menn annars líta á slíkar umsagnir, þá er flestum ljóst að Jónmundur er löngu búinn að tryggja sér þá óskoruðu stöðu, að engin uppákoma, sama hver hún er eða hvers kyns, er nú talin frambærileg eða forsvaranleg, nema hann leggi blessun sína yfir hana með nærveru sinni. Það er því ekki óvanalegt að þeir sem standa fyrir slíku og þvílíku tilstandi, stjákli um taugaspenntir á titrandi brauð- löppum og núi saman höndum í örvæntingu, ef Jónmundur er ekki mættur á staðinn og það í fyrra lagi. “ Ætlar hann ekki að koma “ er þá jafnvel tautað og spælingin leynir sér ekki. “ Á að eyðileggja þetta allt fyrir manni,“ er svo kannski viðbótar viðkvæðið, fullt af sjálfsvorkunn og sálarkvíða. En menn þurfa yfirleitt ekki að hafa neinar áhyggjur í þessum efnum, Jónmundur skilar sér með einum eða öðrum hætti á staðinn í tíma og bjargar málum, kemur öllu í réttan gír ogstendurfyrirstemmningunni frá A til Ö. Svona maður er auðvitað einstakur og ómissandi eins og flestir liljóta að skilja. Á Seltjarnarnesi eiga þeir að visu einhvern Jónmund, en hann er eldært í samanburði við okkar mann, enda er vitað að umrætt nes er lítið og lágt og hugsun manna þar í smærri kantinum. Kambakot stendur hinsvegar hátt, í gullfallegu dalverpi, og þar fá menn víðsýnið beint í æð ásamt hinu voðalega þori sem hægt er að svelgja í sig ffá hreinlofti heiða og fjalla. Jónmundur hugsar því allt í stórum stykkjum og er þessi eini, sanni Jónmundur, þessi klassíski dreifbýlis-dínósár, fullur af vetnisvilja til allra athafna sem miðað geta að framförum og uppbyggingu mannfélagsins. I honum er þessi lífsbjarta og beinskeytta jákvæða hugsun, sem sendir stöðugt brakandi neistaflug í allar áttir með hvetjandi krafti. Það er gott að vita af mönnum eins og Jónmundi Ólafssyni í Kambakoti, mönnum sem axla sína skinnavöru í öllu sjálfir en hlaða henni eldd á aðra, mönnum sem moka sína skurði sjálfir og hafa vaxið af eigin rammleik í önn hins daglega lífs. Meðan slíkir lifa er hið mann- lega litróf fjölbreyttara og ánægjulegra og til gróandi gagns og gleði fýrir alla þá sem ganga um með opin skilningarvit og vilja vera næmir fýrir öllu því sem gefur lífinu lit. Ég vil ljúka þessum pistli með því að tileinka JÓNMUNDI eftirfarandi vísur í virðingar- skyni við hans séríslenska anda sem sver sig svo klárlega í ætt við okkar forna kappakyn : Sumir ekki að litlu lúta lífs með tökin gild. Kappinn leysir harða hnúta hér og þar af snilld. Handagangur sterkur styður starfs og mennta heim. Enn áfrœgur Ólafs niður afl í krumlutn tveitn. Þó hann mæti mörgum vanda mitt í dagsins önn, tnilli tveggja trúrra handa talar eining sönn. Aldrei gefst hattn upp í neinu eða synjar bón. Virðist alltafhafa á hreinu hetjulagsitts tón. Þó aðgörpumfari aðfœkka Fróni þessu á, slíkir lattdið litla stœkka, lofsvertfratntak tjá. Djúpt aflattdsitts rótum ristur rís hintt vaski þegn. Jónmundur er kjarnakvistur, kappi heill í gegtt! Rúttar Kristjánsson Oddviti Húnavatnshrepps um vegamál í A-Hún Mikilvægt að fram fari fordómalaus umræða Björn Magnússon, oddviti Húnavatnshrepps, segir mikilvægt að fram fari almenn og fordómalaus umræða um uppbyggingu vegakerfisins í Austur Húnavatnssýslu Hann segir verðugt verkefni fýrir Húnvetninga að beita áhrifum sínurn til þess að heilsársvegur yfir kjöl liggi um BJöndudal. Erindi Leiðar eflr. í Bol- ungarvík, um könnun á nýjum möguleikum fyrir þjóðveg 1 norðan Svínavatns, liefur hleypt lífi í umræður um styttingu þjóðvegar 1 milli Akureyrar og Reykjavíkur. Hreppcnpfnfl Hi'mnvntnc- hrepps lagðist ekki gegn því að kannaðir yrðu nýir möguleikar á vegstæði fýrir þjóðveg I í gegnurn hreppinn en bæjar- stjórn Blönduós hafnarslíkum hugmyndum enda má gera ráð fyrir að umferð í gegnum bæinn minnki verulega ef af vegi yrði. í grein á vefritinu huni.is segir Björn m.a. “Uppbygging á heilsársvegi yfir hálendi íslands hefur verið mjög til umræðu að undanförnu, þar hafa verið nefndir tveir möguleikar annarsvegar að byggja upp veg þvert yfir Stórasand og hinsvegar að endurbyggja veginn yfir Kjöl. Þessar hugmyndir hyggjn á tengingu yfir í Skagafjörð fýrir framan Blöndulón, sem þýðir að umferð mun í stórum stíl fara ffamhjá Húnavatnssýslu. Það er verðugt verkefni Húnvetninga að beina áhrifum sínum til þess að Kjalvegur verði heilsársvegur og liggi um Blöndudal. Þannig mun vegurinn nýtast héraðinu m.a. til uppbyggingar á ferða- þjónustu.” Um Svínvetningabraut segir hann að umferð hafi vaxið þar verulega með tilkomu aukinna landflutninga og vegurinn þoli illa þá umferð. Núverandi vegakerfi þarfnist verulegra endurbóta og með batnandi vegurn aukist umferð. Hann trúi hins vegar ekki að noJckrum detti í hug að æskilegt sé að vegurinn um Reykjabraut og Svinvetningabraut sé nógu slæmur þannig að umferðin fari sem mest nm þjnðveg. nr I Stóra upplestrarkeppnin Stóra upplestrarkeppnin í Skagafirði og Siglufirði sem fram fór 22.mars sl. tókst vel en illa leit út um tíma vegna veðurs þennan dag og flensu sem er að stinga sér niður á Króknum. Sigurvegarar í keppninni eru eftirfarandi: 1. Valþór Ingi Einarsson Grunnskólanum á Hólum 2. Bryndís Guðjónsdóttir Grunnskólanum á Hofsósi 3. Svava Stefanía Sævarsdóttir Grunnskóla Siglufjarðar Aukaverðlaun hlaut Guðmundur Ing\'ar Ásgeirsson í Varmahlíðarskóla. Það eru Sparisjóðirnir sem veita peninga- verðlaun og Edda bókaútgáfa sem gefur bókaverðlaun Breyttur fundartími Aðalfundur Flugu hf. verður haldinn í anddyri Svaðastaða þriðjudaginn 4. apríl og hefst ld. 20:30. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórn Flugu hf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.