Feykir - 29.03.2006, Page 7
12/2006 Feykir 7
Rabb-a-babb
m Sw»
W1;J Í5S
▲
w
>
A/afn; Svanhildur Guðmundsdóttir
Argangur: 1964.
Fjölskylduhagir: Eiginmaður - Jón Þór
Bjarnason og 3 börn - Davið, Elsa og
Guðmundur
Slarf/ nám:: Forstöðumaður hjá íbúða-
lánasjóði / viðskiptafræðingur
Bifreið: Toyota CarinaE-flöskugræn
Hestöfl: Eitthvað yfir 100 held ég...
Hvað er í deiglunni: Skíðaferð með fjöls-
kyldunni til Svíþjóðar um páskana, vinna
við Vaxtarsamninginn, Jógað, ífurnar.....
nóg að gera.
Hvernig hefurðu það?
Pinu rosatega gott!
Hvernig nemandi varstu?
Alveg ótrúlega samviskusöm og svo
áhugasöm að sumum fannstnóg um.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingar-
deginum?
Það hvað ég var ofboðslega ham-
ingjusöm, mjög trúuð og fékk frábærar
gjafir (já í alvöru) - segulband með inn-
byggðu útvarpi og armbandsúr sem ekki
þurfti að trekkja- það lagðist verulega
vel í mig að fá að vera prinsessa i einn
sólarhring
Hvað ætlaðir þú að verða þegarþú yrðir
stór?
Þegar ég var8ára þá ætlaði ég að verða
búðarkona og kvikmyndastjarna - síðan
breyttist það smám saman í geimfara,
augnlækni, efnafræðing og arkitekt -
núna finnst mér ég vera orðin alveg nógu
stór þannlg að reyni ég bara að vera ég
sjálf.
Hvað liræðistu mest?
Hryllingsmyndir sem bregða mér.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir
(eða besta)?
Ætli sú fyrsta hafi ekki verið Top of the
Pops (ómægod). En sú besta held ég að
sé Queen Jazz eða GlingGló með Björk
- erfitt að gera upp á milli þeirra.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja
í Kareóki?
Það gerist nú afar sjaldan, en ef ég tek
hljóðnemann í hönd þá gæti það t.d.
verið eitthvað með Dr. Hook - áheyrend-
urþurfa að taka viljan fyrir verkið :o)
Hverju missirðu helst ekki afí sjón varpi-
nu (fyrir utan fréttir)?
Breskir sakamálaþættir og íslenska
Idolið.
Bruce Willis eða George Clooney/An-
gelina Jolie eða Gwyneth Paltrow?
Það eru Brúsi og Gwyneth þau klikka
ekki!
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem
ekki er skrifað á tossamiðann?
Stundum kem ég heim með pilsner og
sokka sem ekki voru á listanum.
Hvað er í morgunmatinn?
Súrmjólk, músli og pera (ég er að reyna
að taka mig á, hef verið dugleg iað halda
uppi kaffibaunaframleiðendum fram að
þessu).
Uppáhalds málsháttur?
Enginn sérstakur uppáhalds, en þessi
setning finnst mér ágæt: "Allt sem er
þess virði að það sé gert, er þess virði
að það sé vel gert"
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar
mesttilþín?
Viggó viðutan - alveg óborganlegur
- get lesið hann aftur og aftur
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhús-
inu?
Að elda mat, engin spurning - get eytt
heilu og hálfu dögunum við að dúllast í
því.
Hver er uppáhalds bókin þín? Sú ný-
jasta sem er í uppáhaldi hjá mér Flug-
drekahlauparinn eftir Khaled Hosseini,
toppbók sem veitir innsýn í veröld sem
ég vissi alltoflítið um.
En sú bók sem ég hefhaldið mest uppá
í gegnum tíðina er Sjálfstætt fólk eftir
Laxness.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og
réðir hvert hún færi, þá færirðu...
...til austurlanda (með viðkomu í Ás-
tralíu og Suður Ameríku á leiðinni heim).
Bíð spennteftirþvíað komastá framan-
di slóðir og kynnast nýrri menningu.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari
þínu?
Hmmm.......óþolinmæði held ég.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari
annarra?
Leti og metnaðarleysi. Líka fordómar,
þeir eru oftast tilkomnir vegna þekki-
ngar/eysis, ekki vænlegt að mynda sér
skoðun á þeim grunni.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju?
Jahá - enski boltinn segirðu - það er
nú lítill sem enginn áhugi fyrir honum
á mínu heimili, en hérna um árið hélt
ég, syni mínum til samlætis, með New-
castle um tíma. Það væri hinsvegar nær
að spyrja mig um Formúluna, þar er ég
eldheitur aðdáandi Baikkonen, sem er
langflottastur.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu
mestar mætur á?
Varnarjaxlinum Elsu dóttur minni í fót-
bolta með Tindastóli
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó?
Heim i Búðardal, það fylgja því góðar
minningar afsveitaböllunum
(fyrir vestan) i gamla daga.
Hvaða tónlistarmanni hefurðu mestar
mæturá?
Syni mínum Davíð, sem leikur snilldar-
lega á gítar og syngur með hljómsveit-
inni sinni, Hip Hazical.
Efþú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju,
hvaða þrjá liluti tækirðu með þér?
Hlutijá - ætliþað yrðu ekki eldfæri, hnif-
ur og segldúkur ...æ nei þetta er alltof
skynsamlegt - segjum frekar haug af
pappír og blýöntum (talið sem einn hlut-
ur), svefnpoka og kaffibaunaplöntu.
Hvað er best í heimi?
Góð stund með fjölskyldunni, t.d. þegar
við erum öll saman í eldhúsinu að búa til
pizzur, eða þegar við erum öll saman á
skíðum eða i útilegu.
íþróttafréttir
Hestaíþróttir_____________________
Skagfirðingar sigur-
sælir á Stjörnutölti
Skagfirðingar röðuðu sér í þrjú efstu sætin á
Stjörnutöltmótinu sem fram fór í Skautahöllinni á
Akureyri sl. laugardag.
Anton Páll Níelsson á
Þernu frá Hólum var öruggur
sigurvegari en tveir
samkennarar hans frá Hólurn
voru í öðru og þriðja sæti.
Alls voru þátttakendur
tuttugu víðsvegar að og
kepptu fyrir fullu húsi
áhorfenda.
í undanrásum þar sem fimm
efstu komust í úrslit varð
Anton Páll lang efstur með
8.60. Þórarinn Eymundsson
á Krafti frá Bringu var í öðru
sæti með 8.00 og Birgitta
Dröfh Kristinsdóttir á Dröfn
þriðja með 7.97. Mette
Mannseth á Hágangi frá
Narfastöðum var fjórða rneð
7.80 og Hans Kjerúlf á Júpíter
fimmti með 7.65. í
úrslitunum hækkaði Þerna
uppí 8.72 og Kraftur uppí
8.50 og Mette náði góðri
sýningu á Hágangi og skaust
uppí þriðja sætið með 8.39.
Birgitta og Dröfn voru síðan í
fjórða með 7.83 og Hans
Kjerúlf og Júpíter í fimmta
sæti með 7.78.
Þetta var sannarlega
ánægjulegur árangur fyrir
Skagfirðinga og Hólamenn
því ekki er sjálfgefið að fá að
keppa á þessu móti. Þannig
var Antoni boðin þáttaka
eftir að hann vann sigur á
svokölluðu Bautatölti á
Akureyri fyrr í vetur. Þórarinn
og Mette náðu hinsvegar
fyrsta og öðru sæti á ísmóti á
Mývatni fýrr í vetur og fengu
þátttöku út á þann árangur.
Verðlaun á mótinu voru hin
glæsilegustu,stóri bikarar og
sigurvegarin fékk hnakk að
launum.
Unglingalandsliðsmaður í sundi_
Einar Helgi í
unglingalands-
lidshóp í sundi
Á íslandsmeistaramóti SSÍ í sundi í langri laug, sem
fram fór í Laugardalslaug helgina 17. -19. mars sl„
náði Einar Helgi Guðlaugsson úr Tindastóli þeim
frábæra árangri að synda sig inn í
unglingalandsliðshóp í 100 m flugsundi í 50 m laug.
Einar Helgi varð þar með
fýrsti sundmaðurinn úr
röðum Tindastóls og UMSS
til að komast í landsliðshóp í
sundi.
Á vef Sundsambandsins er
Einar boðinn velkominn í
hópinn, eða eins og segir:
„Við viljum sérstaklega óska
Sunddeild UMF-Tindastóls
til hamingju nteð fyrsta
sundmanninn í
landsliðsverkefni SSl, þar
sem Einar Helgi Guðlaugsson
náði C-þrepi SSÍ á ÍM 50.“
Lágmarkið er 01:07,08 en
Einar synti á 01:05,82 og var
nærri því að ná lágmarki í B-
hóp fýrir Luxemborg sem er
01:05,25. Góður árangur hjá
Einari ogþjálfara hans, Heiðu
Björk Jóhannsdóttir.
Feðgar með gull á
Skíðamóti íslands
Skíðamót íslands
Feðgarnir Sævar
Birgisson og Birgir
Gunnarsson stóðu sig
frábærlega á Skíðamóti
íslands sem fram fór á
Ólafsfirði og Dalvík.
Sævar Birgisson
nældi sér í þrjú gull,
sigraði í sprettgöngu á
fimmtudeginum, Sævar
sigraði síðan 17-19 ára
flokkinn í 10 km göngu
með hefðbundinn
aðferð. Faðir hans Birgir
Gunnarsson sigraði 15 km
göngu karla. I göngu með
frjálsri aðferð og sigraði
Sævar í ílokki 17-19 ára
en Birgir varð í öðru sæti í
karlaflokki.
Ekki verður annað
sagt en að þetta sé
frábær árangur hjá þeim
feðgunt og ánægjulegt
fýrir Króksara að geta
harnpað afreksmönnum í
skíðaíþrótinni að nýju.
smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is
Til sölu Til sölu Hobby Excellent Easy hjólhýsi árg. 2004. Mjög vel með farið og litið notað. Svefnpláss er fyrir fjóra.Rafkerfi er 12 og 24 v Sólarrafhlaða og geymir fylgja. Húsið er i upphitaðri geymslu í Skagafirði. Upplýsingar í sima 892-4676 Terrano til sölu Til sölu Nissan Terrano II árg. 2002, ekinn 123.000 km. Verð 1.750.000,- Upplýsingar i sima 892 7707. Bíll til sölu Til sölu Subaru Legacy árg. 2003. Góður bíll á góðu verði. Uppl. í síma 845 5499 Óskast keypt Á einhvergamaltsegulbandfyrir gömlu stóru segulbandsspólurnar sem hann er tilbúinn að láta, þá hafið samband i síma 4535992 eða 6635992 Stina Ögmundar.