Feykir - 26.04.2006, Blaðsíða 3
16/2006 Feykir 3
Breytum rétt-fyrir Skagafjörð ;; Gunnar Bragi Sveinsson skrifar_
Áherslur í skólamálum
Eftir fjögur mögur ár í stefnumótun og framkvæmdum í
skólamálum er eitt brýnasta verkefni komandi kjörtímbils
að móta skólastefnu fyrir sveitarfélagið og leita leiða til að
hefja framkvæmdir við skólamannvirki. Þetta þarf að gerast
með virku samstarfi við stjórnendur og starfsmenn skólanna
og móta þannig sameiginlega sýn á það hvernig við viljum
sjá starf og umhverfi þeirra þróast.
Forysta í skólamálum er eitt
mikilvægasta málið þegar
kemur að samkeppni sveitarf-
élaga. Það þarf að bregðast við
svo við verðum ekki undir í
þeirri samkeppni, en sem dæmi
má nefna að fulltrúi Fram-
sóknarflokksins í Fræðslunefnd
hefur lagt til að vistunargjöld í
leikskóla yrðu lækkuð um
20%, sem er í takt við það sem
hefur verið að gerast í samkepp
nissveitarfélögunum. Sú tillaga
fékk ekki brautargengi hjá
meirihlutanum.
Árskóli er okkar stærsti
skóli og þar þarf að byggja við
svo unnt verði að klára
einsetningu skólans. Ég lít svo
á að henni verði ekki lokið fyrr
en neðrastigið og helst
Tónlistarskólinn séu flutt í
húsnæðið við Skagfirðinga-
brautina. Ekki þarf að íjölyrða
um þá bættu aðstöðu sem
fylgja mun í kjölfarið fyrir
nemendur og starfsfólk. Leik-
skólamál á Sauðárkróki hafa
einnig verið í uppnámi þar
sem ljóst er að íjölga þarf
leikskólarýmum. Teljum við
að heppilegast sé að byggja við
Furukot.
Að Flólum þarf að huga að
fjölgun nemenda í leik- og
grunnskólavegnavæntanlegrar
fjölgunar íbúa og nemenda.
Ekki er ásættanlegt að skortur á
rýmum fæli nemendur frá
skólanum. Sömuleiðis þarf að
bregðast við aukinni eftirspurn
eftir leikskólaplássum í Varma-
hlíð.
Ástand Grunnskólans á
Hofsósi er óviðunandi vegna
skorts á viðhaldi. Þar þarf að
horfa til framtíðar þar sem heitt
vatn er væntanlegt á næstu
árum í Hofsós með öllum þeim
möguleikum sem því fýlgja.
Sólgarðaskóli er mikilvægur
íbúum í Fljótum og nauðsynlegt
að vinna með starfsfólki og
íbúum að framtíðarhug-
myndum.
Þó svo að framhalds- og
háskólanám sé á hendi ríkisins,
að þá teljum við að virk
sveitarstjórn geti haft veruleg
áhrif á vöxt og þróun
Fjölbrautaskólans, Farskólans
og ekki síst Háskólans á
Hólum.
Þessi listi er langur og
kostnaðarsamur og alveg ljóst
að ekki verður hægt að klára
hann á einu kjörtímabili, ekki
síst í ljósi þess að lítið hefur
verið aðhafst sl. fjögur ár. Eins
og ég sagði í upphafi er afar
mikilvægt að móta stefnu til að
vinna eftir. Þá þarf að gera
framkvæmda- og kostnaðar-
áætlun til nokkura ára þar sem
framkvæmdum er raðað í
tímaröð. Það er gott starfsfólk í
skólunum í Skagafirði og tala
ég þar af reynslu. Með því að
vinna með þessu góða fólki
hlýtur okkur að takast að koma
málum svo fýrir að Skagafjörður
verði fremstur meðal jafningja
þegar kemur að umgjörð
skólanna. Til að ná þessu fram
þarf að breytt hugarfar og
vinnubrögð í sveitarstjórn, að
því vilja frambjóðendur B-lista
Framsóknarflokksins vinna.
Breytum rétt - fýrir Skaga-
fjörð í kosningunum 27. mai.
Gunnar Bragi Sveinsson.
Bjarni Jónsson skrifar
Gæði og gleði í fferða-
málum Skagfirðinga
„Gæði og gleði" er yfirskrift á nýrri skýrslu um stefnumótun ferðaþjónustu í Skagafirði fyrir
árin 2006-2010 sem Ferðamáladeild Hólaskóla vann að tilhlutan Atvinnu og
Mikil uppbygging hefur verið
í ferðaþjónustu í Skagafirði
síðustu árin. Stofnað var
sérstakt Markaðs og
þróunarsvið Sveitarfélagsins
og með samstilltu átaki
heimamanna og yfirvalda
ferðamála var opnuð heilsárs
upplýsingamiðstöð haustið
2004 í Varmahlíð. Sveitar-
stjórnin ákvað að fylgja
ferðamálunum enn betur eftir
og hratt af stað viðamiklu
verkefni um stefnu-mótun í
ferðaþjónustu fyrirSkagafjörð.
Ferðamáladeild Hólaskóla var
falin sérfræðileg vinna stefnu-
mótunarinnar, en á Hólurn í
Hjaltadal er að finna einna
mestu sérþekkingu á landinu
á sviði ferðaþjónustu í
dreifbýli.
Nýmæli í stefnumótun
ferðamála
Stefnumótunarvinnan var opin
almenningi, aðilum í
ferðaþjónustu og öllum þeirn
sem vildu leggja með í púkkið.
Skýrslan, aðferðafræðin og
nálgun viðfangsefnisins markar
viss tímamót í slíkri vinnu hér
á landi. Á heildstæðan hátt er
gerð úttekt á þeirri ferða-
þjónustu sem nú er til staðar í
héraðinu og metinn styrkur og
veikleiki greinarinnar og hvað
helst ógnar henni í dag og til
næstu ára.
ítarlega eru raktar grunn-
stoðir ferðaþjónustu í Skaga-
firði, sérstaða og ímynd hér-
aðsins bæði í augum íbúa og
ferðamanna. Spáð er fyrir um
vaxtarmöguleikana til ffam-
tíðar. Ferðaþjónustan byggir á
nánu samstarfi og samþættingu
af hálfu fölmargra aðila,
aukinni þekkingu og fag-
mennsku en ekki síst á
hugmyndaflugi og framtaki
einstaklinga í greininni.
Hin ytri umgjörð sem
sveitarfélagið og aðrir opinberir
aðilar marka ferðaþjónustunni
þarf að vera skýr og þá ekki síst
í skipulagsmálum. En hér telja
skýrsluhöfundar allmikið
skorta á. Þá þarf að ætla ferða-
þjónustunni nauðsynlegt
Kirkjukvöld Sauðárkrókskirkju
Glæsileg dagskrá
Sóknarnefnd og kirkjukór Sauðárkrókskirkju bjóða
í sameiningu upp á glæsilega dagskrá í kirkjunni
mánudagskvöldið 1. maí kl 20,30. Söngskrá kórsins er
afar athyglisverð. Á henni er meðal annars að finna
evrovision lag allra tíma ásamt mörgu því fegursta sem
samið hefur verið af íslenskum sönglögum.
Rögnvaldur Valbergsson árið 1942. Þrátt fyrir að víða
stjórnar kórnum að venju
en undirleikari verður Helga
Biyndís Magnúsdóttir
píanóleikari frá Dalvík. Ein-
söngvari kvöldsins verður
enginn annar en hinn þekkti
tenór Jóhann Friðgeir
Valdimarsson sem syngur
nokkur lög að eigin vali við
undirleik Helgu Bryndísar.
Ræðumaður kvöldsins er
séra Jóna Hrönn Bolladóttir
fyrrverandi miðborgarprestur
og núverandi sóknaiprestur í
Garðabæ.
Kirkjukór Sauðárkróks-
kirkju var stofnaður formlega
sé kvartað yfír að erfitt sé að fá
fólk til starfa í kirkjukórum er
reyndin ekki sú hjá Kirkjukór
Sauðárkróks því aldrei hafa
verið fleiri félagar í kórnum
ffá stofhun hans en nú eða 37.
Kirkjukvöldin hafa
alltaf skipað stórann sess
í sæluvikunni og er það
von félaga kirkjukórsins að
Skagfirðingar og aðrir gestir
sæluvikunnar kunni að meta
þá glæsilegu dagskrá sem í
boði er nú sem endranær og
fjölmenni í kirkjuna.
Aðgangseyri er mjög stillt í
hóf eða aðeins kr. 1000.
L -ÆV
m k; O ■ ■ * I
svigrúm við forgang að landi,
náttúruperlum, verndun og
ræktun menningararfs.
Skýrslan skapar grunn til að
taka þarfir og framtíðar-
hagsmuni greinarinnar með
markvissum hætti inn í aðal-
skipulag og önnur framtíðar-
plön Sveitarfélagsins.
Góð samstaða innan
sveitarstjórnar
Skýrslan var kynnt fulltrúum
og síðan tekin fyrir á sveitar-
stjórnarfúndi ó.april og staðfest
sem stefnumörkun sveitar-
félagsins. Luku allir sveitar-
stjórnarfulltrúar lofsorði á
vinnuna og tillögur skýrslu-
höfunda.
Var það mjög ánægjulegt
því fyrir aðeins nokkrum
vikum sendu sömu forystu-
menn Samfylkingar, Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks í sveitarstjórn frá sér
ákall um álver við Kolkuós og
voru reiðubúnir að samþykkja
háspennulagnir um ijörðinn
þveran og endilangan og fórna
til þess Jöklusánum og lífríki
Héraðsvatna.
Vinstri græn í Skagafirði
hafa lagt sérstaka áherslu á
uppbyggingu náttúru- og
menningartengdrar ferða-
þjónustu og hvatt til eflingar
menntunar og rannsóknarstarfs
á þeim sviðum. Farsælt
forgöngustarf Hólaskóla á
þessum vettvangi er ekki aðeins
mikilvægt fyrir Skagafjörð
heldur fyrir landið allt
Eðlilegt framhald af stefnu-
mörkuninni er að sveitar-
stjórnarmenn sameinist um þá
kröfu að ýta öllum hugmyndum
um stíflur og virkjanir á
vatnasvæði Héraðsvatna út af
skipulagi Skagafjarðar. En þær
hugmyndir ganga í berhögg við
þá stefnu sem mörkuð er um
uppbyggingu náttúru- og
menningartengdrar ferða-
þjónustu í héraðinu.
Bjarni Jónsson
sveitarstjórnarfulltrúi VG í
Skagafirði, formaður atvinnu-
ogferðamálnefndar