Feykir


Feykir - 26.04.2006, Blaðsíða 6

Feykir - 26.04.2006, Blaðsíða 6
6 Feykir 16/2006 Aftur í liðna tíð XIV :: Hörður Ingimarsson skrifar Þing LÍV1963 á Sauðárkróki Stéttarfélag verslunarmanna í Skagafirði var stofnað 9. júní 1958 fyrir nærri hálfri öld. Langflestir félagsmanna voru launamenn hjá kaupfélaginu, (KS), þar sem heyrði til undantekninga ef ekki var greitt eftir umsömdum textum, sem voru mjög lágir. Á þessum árum þótti gott að hafa fasta vinnu. Það voru lífsgæði þess tíma. Fyrstiformaður„Verslunar- mannafélags Skagfirðinga” var Guðmundur Ó. Guðmunds- son, afburða góður skrif- stofumaður, félagsmálafröm- uður og íþróttamaður. Síðar mikilvirkur að málefnum hestamanna. Guðmundur var sonur Ingu vökukonu á Spítalanum og bjó lengst af við Skagfirðingabrautina, en hvarf til Reykjavíkursvæðisins fyrir all löngu síðan. Ingimar Bogason tók við formennsku í félaginu 1960 og leiddi til nokkurs vegsauka, enda traust og samhent stjórn í félaginu. V e r s 1 u n a r m a n n a f é 1 a g Reykjavíkur (VR) var mjög leiðandi um kjör afgreiðslu- og skrif-stofufólks á þessum árum undir forystu Guðmundar H. Garðarssonar, síðar alþingis- manns. Allskyns yfirborganir og sporslur voru algengar í Reykjavík á þessum tíma. hað braut niður alla stéttarlega samstöðu og varð leiðandi um launakjör í dreifðum byggðum sem urðu að sætta sig við bcrstrípaða texta. Við þessar aðstæður kom fram leiðtogi sem bar Guðmund H. Garðarsson ofurliði um for- ystuna í L.Í.V. (Landsamband íslenskra verslunarmanna). Það var Sverrir Hermannsson síðar alþingismaður, ráðherra og bankastjóri. Dreifbýlismenn sáu nýja von um bætt kjör með forystu Sverris frá Svalbarði í Ögurvík. Fyrsti landsfundur L.Í.V. utan Reykjavíkur var svo haldinn á Sauðárkróki 2. - 5. maí 1963. Þetta var mjög vel heppnað þing og samkoma og gestgjöfunum til mikils sóma. Öll fundarhöldin fóru fram í Félagsheimilinu Bifröst og þótti umgjörðin öll hin veglegasta. Bæjarstjórnin á Sauðárkróki sýndi þinginu sóma svo og fulltrúar stéttar- félaga á heimaslóðum. Veglegar veislur fýlgdu þinghaldinu og heimsóttir voru helstu staðir svo sem Byggðasafnið í Glaumbæ og farið var heim að Hólum í Hjaltadal. Þetta þing L.I.V. var lengi í minnum haft og þótti takast einstaklega vel og samheldnin meiri við fundarhaldið en gerðist á samskonar fundum í Gestirá þingiLÍV 1963 i Biíröst. Frá vinstri: Hólmfriður Jónasdóttir formaður Öldunn-ar, mikill verkalýðssinni og leiðtogi vinstrimanna um langtskeið, Friðrik Sigurðsson formaðurFram kom viða að verkalýðs- og félagsmálum og bjó alla sina búskapartið á Króknum, Rögnvaldur Finnabogason bæjarstjóri frá 1958-1966 og þaráður skrifstofu-stjóri Bæjarins i tið Björgvins Bjarnasonar bæjarstjóra. Eiginkona Rögnvaldar er Hulda Ingvarsdóttir sem ólst upp með Guðnýju móðir sinni og manni hennar Kristni Gunnlaugssyni frá árinu 1931 á Króknum, Hulda er fædd á Sauðárkróki 1926 og Rögnvaldur er Eskfirðingur að uppruna. Pau hjón settu mikinn svip á bæjarlifið á sinni tið og áttu glæsilega afkomendur. Guðjón Sigurðsson forseti Bæjarstjórnar á Sauðárkróki. Bakarameistari, leikariog félagsmálafrömuður. Bakaríið varsem musteri Sjálfstæðis- flokksins i tið Guðjóns, þarfóru fram grasrótarstörf og „heldri-manna" samkomur i Rotary. Guðjón var mikill gleðigjafi og Króksari af bestu gerð. Stjórn Verslunarmannafélagsins 1963. Frá vinstri efri röð: Guðmundur 0. Guðmundsson, Ingimar Bogason formaður og Evert Þorkelsson síðar kaupmaður í Matvörubúðinni við Aðalgötuna. Frá vinstri fremri röð: Magnús Sigurjónsson lengi verslunarstjóri Byggingar-vöruver- slunarKS, seinna vöruhússstjóri Skagfirðingabúðar og leiðtogi i Bæjarstjórn Sauðárkróks 1982-1986. Satsamtals 12árí Bæjarstjórn. Árni Jónsson kenndur við Skriðu, starfaði i áratugi hjá KS og kom viða að forystu í iþróttum. Ljósmyndir: Stefán Pedersen, birtmeð hans leyfi. Reykjavík. Mjög efldi þetta félagslega einingu og sam- heldni verslunarmanna heima fýrir. Ingimar Bogason lauk formennsku sinni 1966 í félagi verslunarmanna. Segja má að þinghald LÍV 1963 hafi verið svanasöngur Ingimars að félagsmálum eftir aðkomu og forvstu að verkalýðsmálum og ýmsu fleiru um rösklega 30 ára skeið. Hörður Itlgimarsson Flott ásýnd senunnar íBifröst- ein af mörgum. Frá vinstri: Hannes Þ. Sigurðsson þekktur knattspyrnudómari, Ingimar Bogason, Guðmundur Ú. Guðmundsson, Gunnlaugur Briem forseti þingsins, þekktur borgari i Reykjavik, og Sverrir Hermannsson leiðtoginn sjálfur i ræðupúltinu, glæsilegur ásýndum og siðast formaður Frjálslynda flokksins. molar Lillurnar og Húna- kórinn syngja saman Lillukórinn heldur sína árlegu tónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga 1. maí kl. 16:00. Gestir kórsins að þessu sinni er Húnakórinn, kór Húnvetningafélagsins í Reykjavík. Stjórnandi hans er Eiríkur Grímsson og undirleikari Pavel Manásek. Lillukórinn er skipaður 30 söngelskum konum víðsvegar úr Húnaþingi vestra. Kórstjóri er Ingibjörg Pálsdóttir, undirleikari og stjórnandi Guðjón Pálsson. Kórarnir tveir munu syngja hvor í sínu lagi og einnig saman. Efnisskráin er fjölbreytt, bæði innlend og erlend lög. Eins og undanfarin ár verður í boðið upp á kaffihlaðborð í hléi að hætti Lillukórsins. Söngskemmtun í Sauðárkrókskirkju Hin árlega Sæluvika Skagfirðinga hefst n.k. sunnudag með setningu kl. 16. í Safnahúsinu. Fyrsti dagskrárliður Sæluviku hefst svo kl. 17. þann sama dag í Sauðárkrókskirkju. Þar munu fjórir einsöngv- arar stíga á stokk og flytja íslenskareinsöngsperlur,aríur og dúetta. Einsöngvararnir sem þarna leiða krafta sína saman eru; Ari Jóhann Sigurðsson tenór, Kristján F. Valgarðsson baritón, Halldóra A. H. Gestsdóttir sópran og Þórhallur Barðason baritón. Fjórmenningarnir, sem allir eru lærðir söngvarar hófu samstarf nú fýrr í vetur og eru þessir tónleikar þeir fyrstu í væntanlegri tónleikaröð. Undirleikar á tónleikunum er hinn þekkti píanóleikar Aladár Rácz sem kemur frá Húsavík. Eins og fyrr segir hefjast tónleikarnir kl. 17.00, miðaverð er kr. 1.500.- og ætti enginn að láta þennan tónleikaviðburð fram hjá sér fara.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.