Feykir - 04.10.2006, Page 3
36/2006 Feykir 3
Villinganesvirkjun
er tilbúin, bíður
eftir aðalskipulagi
Því miðurfara virkjana- og stóriðjuflokkarnir
Framsókn og Samfylking nú með meirihluta í
sveitarstjórn Skagafjarðar og stefna að því að leyfa
virkjanir í Jökulsánum með óafturkræfum fórnum
náttúruperla og lífríkis Héraðsvatna.
Bjarm Jónsson skrifar
btadreyndin er su ad það
eina sem ennþá hindrar
framkvæmdir við Villinga-
nesvirkjun er formleg heimild
sveitarstjórna í Skagafirði fyrir
virkjuninni. Öll önnur leyfi eru
fengin. Samfylking og
Framsókn hafa gefið grænt ljós
á Villinganesvirkjun í Skaga-
firði og frekari virkjanir í
jökulsánum.
Fulltrúar meirihlutans í
Brunavarnir
Skagafjarðar
Brunavarna Skagafjarðar auglýsa eftir
starfsmanni í stöðu slökkviliðs-
og sjúkraflutningamanns.
Starfssvið:
• Starfið felst í vinnu við slökkvi- og sjúkraflutningaþjónustu, auk ýmissa
starfa sem því fylgir. Útkalls- og bakvaktarskylda er utan dagvinnutíma.
• Skilyrt er að viökomandi hafi búsetu á Sauóárkróki.
Hæfniskröfur:
• Umsækjendur skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði reglugerðar nr. 792/2001
um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna:
• Hafa góða líkamsburði, gott andlegt og líkamlegt heilbrigði, hafa góða
sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera ekki haldnir lofthræðslu eða
innilokunarkennd.
• Hafa aukin réttindi til að stjórna a) vörubifreið og b) leigubifreið.
• Hafa iðnmenntun (sveins- eða vélstjórapróf) sem nýtist í starfi
slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun (stúdentspróf) og reynslu.
• Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð og góð framkoma
• Almenn tölvukunnátta æskileg
• Konur eru hvattar til að sækja um
Laun eru samkvæmt kjarasamningi SFS eða LSS
og Launanefndar sveitarfélaga.
Skriflegum umsóknum skal skila í síðasta lagi
miðvikudaginn 18. október 2006
á skrifstofu slökkviliðsstjóra Brunavarna Skagafjarðar.
Einnig er óskað eftir mönnum
í útkallslið slökkviliðsins á
Sauðárkróki. Menn þurfa að
hafa náð 20 ára aldri og helst
að hafa meirapróf.
Um er ræða gefandi og krefjandi
starf fyrir bæði kvenmenn og
karlmenn. Upplýsingar gefur
undirritaður á slökkvistöðinni
eóa f síma 453 5425.
Brunavarnir Skagafjarðar
Slökkvistöðin 550 Sauðárkrókur
Sími: 453 5425 Fax: 453 6062
brunavarnir@skagafjordur.is
Skagafjörður
RÁ0HÚS SKAGFIRÐINGABRAUT 21
Skiþulags- og bygginganefnd
Sveitarfélagsins Skagafjarðar
samþykktu á fundi sínum 19.
seþt. sl. að setja Villinga-
nesvirkjun inn á aðalskipulag.
Fundargerð nefndarinnar
verður til afgreiðslu á fundi
sveitarstjórnar á morgun, 5.
október. Þessi framganga
meirihlutaflokkanna gengur á
skjön við málflutning fulltrúa
þeirra síðastliðið vor.
Sérstaklega kemur á óvart
afstaða Samfylkingarinnar sem
gengur þvert gegn nýbirtri
rammaáætlun flokksins um
náttún'ernd þar sem
jökulsárnar í Skagafirði eru
taldar uþþ sérstaklega með
þeim svæðum sem nú þegar
eigi að tryggja verndun á.
Heimildirfyrir Villinga-
nesvirkjun verði felldar
á brott úr lögum
Á sveitarstjórnarfundi á
morgun verður einnig tekin
fyrir tillaga frá VG um að
sveitarstjórn „beini því til
Aiþingis að felldar verði á brott
allar heimildir í lögurn fyrir
virkjun við Villinganes í
Skagafirði."
Virkjunaraðilar við Vill-
inganes hafa sótt ntjög fast að
sveitarstjórnirnar í Skagafirði
settu N'illinganesvirkjun inn á
aðalskiþulag sveitarfélaganna
en það er undanfari þess að
framkvæmdaleyfi verði veitt.
Með því að fella heimildir fyrir
virkjuninni út úr lögum gefst
tækifæri til að láta fara fram
endurmatá verndargildi, ffam-
tíðarnýtingu og umgengni við
jökulsárnar í Skagafirði.
Vaxandi andstaða er í héraðinu
við virkjanir í jökulsánum, en
aukinn vilji þess í stað til að
vernda þær ásamt ósþilltri
náttúru þeirra og nýta svæðið
með vistvænni hætti. Til að það
megi verða þarf að fella niður
allar heintildir fyrir Villinga-
nesvirkjun og endurskoða allar
hliðar þess máls.
Staðreyndir málsins
Með lögunt nr. 48/1999 var
iðnaðarráðherra m.a. heimilað
að leyfa gerð Villinganes-
virkjunar.
Á árunum 1999-2001 var
unnin skýrsla um mat á
umhverfisáhrifum fyrirhug-
aðrar Villinganesvirkjunar og
var það staðfest af Skipu-
lagsstofnun hinn 24. október
2001 með nokkrum athuga-
semdum.
Skýrslan var harðlega
gagnrýnd og m.a. talið að hún
byggðist á takmörkuðum og
úreltum gögnum, hvorki væri
metinn inn fórnarkostnaður
óspilltrar náttúru né mikilvægi
gljúfranna og jökulsánna fyrir
fljótasiglingar og aðra ferða-
þjónustu 1 Skagafirði, sem
byggist á sögu, menningu og
ósþilltri náttúru.
Það var og gagnrýnt að ekki
voru rannsökuð áhrif hugsan-
legrar stíflunar jökulsánna á
lífríki og náttúrufar á vatna-
svæði Héraðsvatna neðan
stíflustæðisins og á grunnsævi 1
Skagafirði. Úrskurður Skipu-
lagsstofnunar var kærður til
Umhverfisráðuneytisins sem
staðfesti úrskurðinn og heim-
ilaði framkvæmdina fyrir sitt
leyti 5. júlí 2002.
Þar með hafa leyfishafar
Villinganesvirkjunar fengið öll
tilskilin le>rfi opinberra stjórn-
valda nema sveitarstjórnanna í
Skagafirði.
Hleypum Villinganes-
virkjun ekki lengra
Fólk virðist vera misjafnlega
vel upplýst um stöðu Vill-
inganesvirkjunar og þýðingu
þess að hún fari inn á
aðalskiþulag með þeim leyfum
sem þegar eru fengin.
Mikla athygli vöktu til að
rnynda ummæli iðnaðarráð-
herra og formanns Framsókn-
arflokksins um málið í fréttum
NFS 28. seþtember síðastlið-
inn. Sþurningu fréttamanns
um það hvort til greina kæmi
að virkja jökulsárnar í
Skagafirði svaraði hann á þessa
leið: „Jökulsárnar í Skagafirði
hafa ekki fengið, það hefur ekki
verið veitt leyfi til þess. Það
hafa að vísu verið veitt
rannsóknaleyfi í tengslum við
Villinganes, en það hefur ekki
verið gert við Skatastaði.“
Það verður að teljast með
ólíkindunt að starfandi iðn-
aðarráðherra skuli ekki vera
betur upplýstur eða geta farið
með rétt mál frammi fyrir
alþjóð um þau ley'fi og
afgreiðslur sem þegar hafa
verið veitt fyrir Villinga-
nesvirkjun.
Flokksbróðir ráðherrans og
kaupfélagsstjóri KS, sem er
aðili að Villinganesvirkjun, var
hins vegar ekki í neinum vafa
hvar málið væri statt 1 ræðu
sinni á aðalfundi kaupfélagsins
vorið 2004: „Lokið er undir-
búningsvinnu vegna byggingar
33 MW virkjunar við Villinga-
nes. Umhverfismat hefur verið
unnið og samþykkt af ráðherra.
Mikilvægt er að sveitarfélögin
gangi sem fyrst frá staðfestu
aðalskipulagi."
Þarf að segja nteira?
Bjarni Jónsson
Verkefnastjóri hjá
Gagnaveitu
Skagafjarðar
Stjórn Gagnaveitu Skagafjarðar auglýsir
eftir verkefnastjóra til að annast uppbyggingu
háhraðanets í Skagafirði. Æskilegt er að
viðkomandi hafi menntun og reynslu á sviði
upplýsingatækni, markaðsmála og rekstrar.
Starf verkefnisstjóra felst m.a. í gerð áætlana, útboðsgagna og
kynningarefnis til íbúa í Skagafirói um lagningu Ijósleiðara í öll
hús á Sauðárkróki og uppbyggingu háhraðatenginga í dreifbýli
Skagafjarðar. Um er að ræða tímabundna ráðningu til loka árs
2008.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Verkefnastjóri mun vinna undir stjórn sviðsstjóra Markaðs- og
þróunarsviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Allar nánari upplýsingar veitir Áskell Heiöar Ásgeirsson sviösstjóri hjá Sveitarfélaginu
Skagafirði í síma 455 6000 eða í netfang heidar@skagafjordur.is og Páll Pálsson
veitustjóri Skagafjarðarveitna hf. í síma 453 5257 og í netfang pp@skv.is .
Umsóknarfrestur er til 20. október 2006
Umsóknum skal skila í Ráðhúsið á Sauðárkróki,
Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki, merkt Verkefnisstjóri Gagnaveitu.
Gagnaveita Skagafjarðar er
einkahlutafélag sem stofnað var í
ágúst 2006 af Kaupfélagi Skagfiröinga,
Skagafjarðarveitum, Sveitarfélaginu
Skagafirði og Byggðastofnun. Tilgangur
félagsins er að byggja upp háhraðanet
á Sauðárkróki á árunum 2007 og 2008
og vinna samhliða að aðgerðum til
að bæta háhraðatengingar til íbúa
í dreifbýli Skagafjarðar. Markmiðið
með stofnun fyrirtækisins er að bæta
samkeppnishæfni Skagafjaróar sem
búsetusvæðis með því að koma
háhraðatengingum inn á sem flest heimili
í Skagafirði á næstu árum og tryggja
þannig aðgang að efnisveitum
og netsambandi á við það besta
sem gerist á landinu.
Skagafjörður
RÁÐHÚS SKAGFIRÐINGABRAUT 21