Feykir


Feykir - 04.10.2006, Side 5

Feykir - 04.10.2006, Side 5
36/2006 Feyldr 5 Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir skrifa Félagsheimilið Miðgarður - vettvangur menningarstarfsenii í Skagafirði Undanfarnar vikur hefur mikið verið rætt um félagsheimilið Miðgarð og þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru, á forsendum samnings við menntamálaráðuneytið. Hér á eftir verður leitast við að gera grein fyrir innihaldi samningsins, verklagi við hönnun, undirbúning útboðsgagna og þeirri stöðu sem sveitarstjórn stóð frammi fyrir við opnun tilboða í júlí. Fyrir liggur samkomulag menntamálaráðuneytis og sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps vegna uppbygg- ingar menningarhúss í Skaga- firði. Þar kenrur fram yfirlýstur vilji að menningarhús í Skagafirði verði tváþætt þ.e. annars vegar uppbygging og endurbætur á Miðgarði og hins vegar, viðbygging og endurbætur Safnahúss Skag- firðinga á Sauðárkróki. Samkomulag sem undir- ritað var sumarið 2005 tekur eingöngu til fjármögnunar Miðgarðs og rniðað var við að framkvæmdir skyldu hetjast haustið 2005 og þeint yrði lokið vorið 2006. Verklag var síðan með þeirn hætti að það var ekki fyrr en á vordögum 2006 sem fyrrum meirihluti ákvað að setja framkvæmdina í útboð. Heildarframlag ríkisins til menningarhúss í Skagafirði, er samkvæmt skýrslu sem lögð var franr í maí 2004 og lögð er til grundvallar samkomulags \'ið menntamálaráðuneyti, er 277 m.kr. þar af er eingöngu búið að semja um fjármögnun vegna Miðgarðs og eftir er að semja um endanlegar fjár- veitingar vegna menningarar- húss á Sauðárkóki, en sam- kvæmt skýrslunni sem gerð var árið 2004 er ljóst er að sú tala verður ekki hærri en 217 m.kr. Samkomulagið um Mið- garð miðast við að heildar- kostnaður þ.m. talið hönnun, búnaður og allur annar kostnaður verði ekki hærri en 100 m.kr. Hlutdeild ríkisins er samkvæmt samningnum 60% og getur hæst orðið 60 m.kr. Það þýddi í raun að til að ná þessum 60 m.kr. þyrfti að framkvæma fyrir 100 m.kr. Hlutur Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar yrði með því 33 m.kr. og Akrahrepps 7 m.kr. Það virðist vera að undir- búningur að verkinu hafi verið með þeim hætti að reynt var að láta útboðið passa inn í 100 m.kr. rammann. Þegar tilboð- in voru opnuð hijóðaði lægsta tilboðið upp á rúmar 110 m.kr. en það hæsta rúmar 160 rn.kr. Verkið var þá kornið 10 -50 m.kr. fram úr því sem lagt var af stað með. Við opnun tilboðanna komu einnig fram sterkar vísbendingar um að ýmsu væri ábótavant varðandi útboðsgögnin. Ákveðið var því að hafna báðum tilboðum og kafa rækilega ofan í útboðs- gögnin. Hér er rétt að staldra við og nefna það að hvorki tæknideild né byggðarráð hafði fengið tækifæri til að fara yfir út- boðsgögn áður en verkið fór í útboð. Við nánari skoðun kom einnig í Ijós að eftir var að bæta hönnunarkostnaði við eða um 10 m.kr. Við það er heildar- kostnaður þá kominn í 121 m.kr. og hlutur sveitarfélagsins Skagafjarðar orðinn rúmar 50 m.kr. Hér er eingöngu um að ræða tilboðsverðið + hönn- unarkostnað. Við )4irferð tæknideildar á útboðsgögnum í sumar kom í Ijós að verkþættir er kosta allt að 30 m.kr. vantar í ffam- kvæmdina. Meðal þeirra má nefna innréttingar og tæki í eldhús, rafmagn fyrir loft- ræstikerfi og lokur, glugga og opin fög, rif á eldra loftræsti- kerfi ofl. Ásamt því að liðinn “ófyrirséð” vantaði inn í áætlunina og m.v. umfang verksins má áætla þann lið unt 15 m.kr. Þá þarf einnig að gera ráð fyrir eftirliti á verktímanum eða um 3 m.kr. Verkefnið Miðgarður - menningarhús er þá ekki lengur 100 m.kr. framkvæmd eins og samn- ingurinn gerir ráð fyrir heldur 170 m.kr. og hlutur Sveitar- félagsins Skagafjarðar ekki lengur 33 m.kr. heldur 90 m. kr. Hann er orðinn þrefalt það sem upphaflega var áætlað. Eftirfarandi tafla sýnir svo ekki verður um villst um hve háar fjárhæðir er að ræða og mikilvægi þess að taka verkefnið til endurskoðunar m.t.t. kostnaðar sveitarfélags- ins. Fyrirsjáanlegur kostnaóur ef fariö yrði af staó á grundvelli útboðs án breytinga Tilboð 110.900.000 Hönnun 10.000.000 Eftirlit 3.000.000 óhjákvæmilegar viðbætur 17.800.000 Aörar viðbætur og viðhald 11.500.000 Ófyrirséð 15.000.000 Samtals 168.200.000 Hlutur Sv.fél. Skagafjarðar 89.800.000 Áætladur kostnaður eftir breytingar að tillögu meirihluta sveitarstjórnar Tilboð I óbreytt verk 110.900 000 Hönnun 10.000.000 Eftirlit 3.000.000 Valdar viðbætur 11.300.000 Aörar viðbætur og viöhald 0 Ófyrirséð (14%) 10.500.000 Viðbótarhönnunarkostnaður 2.400.000 Hækkun vegna breytinga 5.000.000 Liðir felldir út (lyfta, efrih, glerh.) -35.500.000 Samtals 117.600.000 Hlutur Sv.fól. Skagafjaröar 47.800.000 Lækkun kostn. Sv.fél. Skagafj. 42.000 000 Bent hefur verið á að hluti af því sem tæknideild telur vanta sé „bara” viðhald og eigi ekki að taka með í reikninginn. Séu þeir liðir teknir út er hlutur Sveitarfélagsins Skagafjarðar enn tæpar 75 m.kr. eða rúmlega t\'öfalt það sem áætlað var. Sveitarstjórn stóð því ffammi fyrir því að í stað þess að setja 33 m.kr. í fram- kvæmdina er upphæðin komin í 75-90 m.kr. rniðað við fyrirliggjandi teikningu. Hvergi hefúr komið fram hvernig taka átti á viðbótarverkum þegar framkvæmdir yrðu komnar vel á veg og ekki aftur snúið. Slík vinnubrögð eru ekki ásættanleg og bera vitni um mjög óábyrga stjórnsýsluhætti sem nteiri- hlutinn leitast við að verði ekki viðhafðir á yfirstandandi kjör- tímabili. Meirihluti Framsóknar- flokks og Samfylkingar telur ekki verjandi að eyða skattfé borgaranna með þessum hætti og fer því þá leið að skoða möguleika á að ná markmiðinu um glæsilegt menningarhús með breyttri hönnun þar sem allir verkþættir verða teknir inn í. Því var ákveðið að taka verkefnið til gagngerrar endur- skoðunar á næstu vikum. Sveitarstjóra og tæknideild \'ar fálið, í samvinnu við hönnuði, að Ieita leiða til að ná niður kostnaði við framkvæmdina án þess að í nokkru verði slegið af kröfum um gæði hússins sem menningarmiðstöðvar með áherslu á tónlistarflutning af ýmsum toga. Við þessa athugun verður viðþaðmiðaðaðheildarframlag Sveitarfélagsins Skagafjarðar verði sent næst upphaflegri viðmiðun. Allri hönnunar- vinnu á að vera lokið um mán- aðarmót október / nóvember n.k. þannig að hægt verði að ganga frá samningum urn verkið eða einstaka verkþætti og framkvæmdir geti hafist á þessu ári. Meirihluti Framsóknar- flokks og Samfylkingar leggur áherslu á að menningarhúsið Miðgarður verði glæsilegt og sveitarfélaginu til sóma hvort heldur sem litið er til hönnunar, verklags eða kostnaðar. Gunnar Bragi Sveinsson oddviti Framsóknarflokks Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir oddviti Samfylkingar netkönnun Hvað finnst þér að eigi að gera við Kárahnjúkavirkjun? Mér finnst upplagt að fylla lónið og fara að framleiða rafmagn! 150.4%) Notist sem skjólveggur fyrir þá sem vilja tina fjallagrös! (3.6%) Verðilátin standa ónotuð sem minn- ismerkium heimsku virkjunarsinna! (35.4%) Verðilátin standa ónotuð sem minn- ismerkium geggjun náttúruverndar- sinna! (3.6%) Notistsem stúka fyrirhið öfluga knattspyrnulið Fjarðabyggðar! (2.7%) Æ, mér gæti ekki staðið meira á sama! (4.2%) » Spurt á Skagafjördur.com molar Vildu komast í Skagafjörð með hraði Nýlega var skrifað undir stofnanasamning milli Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu og He ilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi. Samningurinn nær til allra starfsmanna á Heilbrigðisstofnuninni sem starfa og njóta ráðningakjara samkvæmt kjarasamningi Kjalar og telst hluti hans. Samningsaðilar eru m.a. sammála um að skipa vinnuhóp, tvo frá hvorum aðila, sem hefur það hlutverk að bera saman launakjör á Heilbrigðisstofnunar á Blönduósi við sambærilegar heilbrigðisstofnanir. Mark- miðið með könnuninni er að útvega samanburðarhæfar upplýsingar um Iaunakjör í sambærilegum störfum í því skyni að leiða í ljós hvort launaþróun er mismunandi milli stofnana og/eða landshluta. www.huni.is Hólaskóli ræktunarbú ársins2006 í Skagafirði Hólaskóli hlaut titilinn ræktunarbú ársins 2006 í Skagafirði á Uppskeruhátíð hestamanna í Skagafirði. Valið byggir á árangri Hólahrossa í kynbótasýn- ingum, gæðingakeppnum og hestaíþróttum. Hæst ber að fimm kynbótahross frá skólanum komu fram í einstaklingssýningum á Landsmótinu og má nefna að Ösp frá Hólum sigraði í flokki 6 vetra hryssna. Þá náðu Þerna (tölt), Bragi (tölt) og Ester (skeið) glæsilegum árangri á árinu. www.holar.is

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.