Feykir - 04.10.2006, Page 6
6 Feykir 36/2006
Helga Margrét Guðmundsdóttir skrifar___
Kaupa, kaupa, kaupa -
mikill er máttur auglýsinga
Móðir tekur sig til að fara út
að gera innkaup. Lítill snáði
spyr þá mömmu sína hvort
þau séu að fara í Hagkaup. Jú,
hann vill fara þangað af því að
þarfinnst íslendingum
skemmtilegast að versla.
Móðírin verður agndofa yfir
sannfæringarkrafti barnsins
en gerir sér svo grein fyrir því
að barnið hefur þennan frasa
orðrétt úr auglýsingu. Barnið
hefur enga ástæðu til að
rengja það sem fyrir því er
haft. Móðirin rifjar upp þegar
snáðinn grenjaði úr sér augun
í stórmarkaði um daginn því
hann trúði því að hann fengi
kraft úr kókómjólk.
Dæmið hér að ofan er
aðeins eitt dæmi at' mörgum
um það hvernig auglýsendur
höfða sífellt meira beint til
barna og virðast hafa
uppgötvað hversu næm þau
eru fyrir áróðri. Já,
markaðurinn og þeir sem
honum stýra hafa nefnilega
uppgötvað hve móttækileg
börn eru fyrir því sem boðað
er og síendurtekið fyrir augum
þeirra og eyrum. Er það ekki
þannig sem börn læra?
Ung börn allt að níu ára
aldri hafa ekki þróað með sér
gagnrýna hugsun og eru á
viðkvæmu mótunarskeiði.
Þau skilja ekki hvað auglýsing
er og foreldrar gera sér heldur
ekki grein fyrir því að á bak
við auglýsingagerð stendur
heill hópur manna sem með
sérþekkingu sinni finnur út
hvað virkar best á börnin -
hinn nýja stóra markhóp.
Þessir aðilar nota
sálfræðikenningar og ýmis
önnur vísindi til að finna
veikan blett á neytendum og
hvað virki nú best til að varan
seljist. Því það er jú takmarkið
með auglýsingunni ekki satt?
Eru börn berskjölduð?
Æ fleirum finnst að
auglýsendur séu að seilast
meira og meira inn á viðkvæmt
svið eða jafnvel bannsvæði og
sífellt áreiti auglýsinga trufli
foreldra í uppeldishlutverkinu
því það er erfitt að halda
börnum frá þeim miðlum sem
þykja sjálfsagðir á hverju
heimili í upplýsingasamfélagi
nútímans. Inn um lúguna
streyma svo auglýsingapésar
og boðskapurinn er
endurtekinn reglulega bæði í
útvarpi og sjónvarpi um hvað
sé nauðsynlegt að fá og eiga.
Þessi eini sanni “boðskap-
ur” skellur eins og ílóðbylgja á
börnum hvort sem þau eru
við morgunverðarborðið, í
bílnum eða á leið í háttinn.
Foreldrar sem eru á hlaupum
með börn sín milli staða finna
vanmátt sinn gegn ofurefli
auglýsenda og nýrra aug-
lýsingamiðla og eru oft á
tíðum grandalausir þar til þeir
lenda í þrætum við barnið í
stórmarkaðnum um hvað
þeim sé fýrir bestu.
Gleði eða brostnar
væntingar
Sumt af þeim áróðri sem
viðhafður er í auglýsingum
getur líka brenglað
verðmætamat barna og ýtir oft
og tíðum undir óheilbrigðan
lífsstíl.
Hvenær ætlar t.d. einhver
að ganga fram fyrir skjöldu og
stöðva í eitt skipti fyrir öll
ólöglegar bjór og vín
auglýsingar í fjölmiðlum?
Lögbrotið gæti ekki verið
augljósara en samt fáum við
ekkert að gert.
öll höfum við líka heyrt
sorglegar sögur af fjölskyldu-
deilum í kringum jól og páska.
Deilur sem eiga rætur sínar að
rekja til auglýsinga þar sem
ungum börnunum er talið trú
um að þau vanti, þurfi að fá,
og verði að eiga, ákveðna hluti
til að teljast gild eða verðug í
sínu félagasamfélagi.
Auglýsingar geta nefnilega
byggt upp miklar væntingar
hjá börnum sem oft enda í
grátköstum þegar í ljós kemur
að þær standast ekki. Slíkar
uppákomur og vonbrigði
barnanna eru mikill streitu-
valdur hjá foreldrum sem
hefur áhrif á samveru og gleði
innan fjölskyldunnar.
Einhverjir foreldrar hljóta
líka að hafa fórnað höndum
þegar fermingarbarnið setti
upp fýlusvip að afloknu
gjafaflóðinu og skellti hurðum
yfir því hvað það fékk
ömurlegar gjafir - miðað við
hina - eða miðað við það sem
lagt var upp með í auglýs-
ingunum.
Kenna þarfbörnum
auglýsingalæsi
Það getur vissulega verið erfitt
að vera foreldri og vilja veita
barninu sínu það besta. Allir
foreldrar eiga það sameiginlegt
að vilja stuðla að hamingju-
sömum börnum og geta veitt
þeim sjálfstraust og öryggi í
lífmu.
Snýst ekki uppeldi einmitt
um að undirbúa börnin undir
lífið og þann nútíma sem við
lifum í - nútíma þar sem
freistingar og “tilbúin tæki-
færi” eru á hverju götuhorni?
Sumum kann að þykja
sterkt til orða tekið en foreldrar
róa í dag ákveðinn lífróður
fyrir friðhelgi til að ala upp
börn sín án áreita markaðar-
ins. Sú staðreynd að seljendur
eru reiðubúnir að eyða stórum
fjárhæðum í auglýsingar sem
miða að því að skapa löngun
og flytja tilbúinn boðskap
frekar en upplýsingar ætti að
kveikja á öllum viðvörunar-
bjöllum í mælaborðum í
stjórnstöð heimilisins.
Þó við foreldrar séum oft
grandalaus fyrir öllu því áreiti
sem börnin okkar verða fyrir á
hverjum degi þurfum við samt
að axla ábyrgð og kenna
börnunum okkar að þreifa sig
áfram í því umhverfi sem þau
búa í. Við þurfum að kenna
þeim auglýsingalæsi sem felst í
gagnrýnni hugsun, sýna þeim
hvar brögð eru í tafli og kynna
þeim brögðin sem beitt er til
að rugla þau í ríminu.
Efvið foreldrar erum betur
á verði, ræðum við börnin
okkar um hvað auglýsing er,
tryggjum við að þau verði ekki
skotmark á víg\'elli gróðra-
hyggjunnar.
Helga Margrét
Guðmundsdóttir,
Verkefnastjóri hjá
Heimili ogskóla
Gísli Rúnar Konráðsson skrifar
Um virkjanamál
- blekkingarleikur
Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar ritaði ég
grein í Feyki, þar sem ég m.a. varaði fólk við því
að trúa málflutningi frambjóðenda Framsóknar og
Samfylkingar, þess efnis að ekki yrði ráðist í virkjanir
í Skagafirði næstu 10-15 árin a.m.k.
í málefnasamningi þess-
ara flokka um meirihlutasam-
starf er ekkert minnst á
virkjanamál en nú, um fjór-
um mánuðum eftir kosning-
ar, afhjúpa þeir þessar lygar
sínar blygðunarlaust með
því að samþykkja í skipulags-
og bygginganefnd að setja
Villinganesvirkjun inn á
aðalskipulag. Héraðsvötn
ehf. eiga virkjunarréttinn
við Villinganes en það félag
er sem kunnugt er í eigu
Kaupfélags Skagfirðinga
og Rarik. Það virðist vera
að þeim sem ráða ferðinni
hjá KS hafi þótt nógu lengi
beðið og kippi nú í þá spotta
sem fá meirihlutafulltrúana í
sveitarstjórn til að dansa eins
og strengjabrúður.
Stóriðju- ogvirkjanastefna
Framsóknar, með tilheyrandi
náttúruspjöllum, hefur svo
sem lengi verið ljós, þrátt fyrir
fagurgala fyrir kosningar.
Lygavefur Samfylkingarinnar
er ósvífnari að því leyti,
að frambjóðendur hennar
tóku enn sterkar til orða
um náttúruverndarmál í
kosningabaráttunni og svikin
því stærri og meiri.
Og til að kóróna ffam-
göngu Samfylkingarinnar í
þessum málum, átti fyrrnefnd
afgreiðsla skipulags- og
bygginganefndar um Vill-
inganesvirkjun sér stað að-
eins örfáum dögum eftir að
Samfylkingin kynnti stefnu
sína í umhverfismálum á
landsvísu.
í þeirri stefnu segir m.a.
orðrétt: „...Tr)'ggja ffiðun
Skjálfandafljóts, Jökulsánna
í Skagafirði (leturbr. mín),
Torfajökulssvæðisins, Kerl-
ingafjalla, Brennisteinsfjalla
og Grændals....“ Illa fara þar
saman orð og athafnir!
Meirihlutinn talar um að
ekki standi til að virkja, aðeins
rannsaka og skoða nánar.
Öllum rannsóknum vegna
Villinganesvirkjunar er hins
vegar lokið, umhverfismati
sömuleiðis og eftir að hún
er komin inn á aðalskipulag
þarf sveitarstjórn aðeins að
veita framkvæmdaleyfi til að
hægt sé að hefjast handa.
I lögum um aðalskipulag
segir eftirfarandi: „I aðal-
skipulagi setur sveitarstjórn
fram stefnu sína um land-
notkun, byggðaþróun,
byggðamynstur, samgöngu-
og þjónustukerfi og
umhverfismál í sveitarfélag-
inu til minnst 12 ára.“ Það
þarf því enginn að velkjast í
vafa um hvað þessir flokkar
ætla sér í þessum efnum.
Ég skora á alla sem láta
sig þessi mál varða að láta í
sér heyra á einn eða annan
hátt. Bregðumst fljótt við.
Björgum ásýnd og ímynd
Skagafjarðar og myndum
breiðfylkingu um verndun
skagfirsku jökulvatnanna
ásamt Vallhólminum og
Eylendinu.
Gísli Rúnar Konráðsson.