Feykir


Feykir - 04.10.2006, Page 7

Feykir - 04.10.2006, Page 7
36/2006 Feykir 7 Rabb-a-babb Nafn: Fríðrik Margeir Friðríksson Árgangur: 1960. Fjölskylduhagir: Kvæntur Sigur- laugu Valgarðsdóttur og við eigum þrjú börn, Helga Frey, Völu Hrönn og Maríönnu. Starf / nám: Sviðstjóri fjármálasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar (súpu- teningur í skuldasúpunni). Bifreið: Hyundai Santa Fe. Hestöfl: Á annað hundraðið, eins og eru í dilknum hans Halla ÍEnni á Lauf- skálaréttardaginn. Hvað erí deiglunni:Á meðan ég svara þessum spurningum ætla ég að gera mikið úrlitlu. Hvernig hefurðu það? Pínu rosalega fínt. Hvernig nemandi varstu? Eftirminnilegur. Hvað er eftirminnilegast frá fermin- gardeginum? Köflóttu jakkarnir sem við strákarnir vorum í. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðirstór? Stærri en ég erídag. Hvað hræðistu mest? Lofthræðsluna sem er ástæðan fyrir hæðarskorti mínum í dag. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Mig minnir að fyrsta platan sem ég keypti hafi verið með Demis Rousso, grískum flagara. Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? What's new Pussicat? Hverju missirðu helst ekki af í sjón- varpinu (fyrir utan fréttir)? Horfi ekki mikið á sjónvarp, en gæti setið yfirglæpa- og spennuþáttum Besta biómyndin? Kúrekar norðursins þar sem ég er í aukahlutverki. Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Pal- trow? Bruce Willis og Angelina Jolie Hvað ferhelstí innkaupakörfuna sem ekki erskrifað á tossamiðann? Óbarinn harðfiskur. Hvað er ímorgunmatinn? Ekkert. Uppálialds málsháttur? Lágur þröskuldur hefur langan mann fellt. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mesttilþín? Simpson. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhús- inu? Grillaðirágræddiruxahalaráhumar- grey, gljáðir með fíflamjólk og bornir fram á tröllasúrublaði. Skreytt með gatinu í ananashringjunum. Hver er uppáhalds bókin þín? Bankabók konunnar minnar. Efþú gætir hoppað upp í flugvél og réðirhverthún færi, þá færirðu... ...Til útlanda. Hvaðfer mest í taugarnar áþérí fari þínu? Óreiðan, bullið og vitleysan Hvað fer mest í taugarnar áþérí fari annarra? Hroki, bull og vitleysa Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Arsenal af því að Biggi Rafns sagði mér það fyrir 35 árum og segir það enn. Hvaða iþróttamanni / dómara hef- urðu mestar mætur á ? Molduxunum félögunum mínum. Það er ekki hægt að gera upp á milli þessara einstöku kappa. Heim íBúðardal eða Diskó Friskó? Diskó Friskó. Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Einstein. Efþú ættir að dvelja aleinn á eyði- eyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Tvær dollur með hangifloti og sviss- neskan vasahnífmeð öllum græjum og reyni svo að hanga á flotinu. Hvað er best í heimi? Að eiga góða fjölskyldu og vini. íþróttafréttir Ungmennafélagid Tindastóll Hagnaður af rekstri körfuknattleiksdeildar Halldór Halldórsson kíkti óvart inn á heimasíðu Manchester United meðan Ijósmynd- ari Feykis smellt af honum mynd. Mynd: ÓA B Powerade-bikarinn Sigur og tap Tindastólsmenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu lið Snæfells í Stykkishólmi í kvöld og slógu heima- menn þar með út úr Powerade-bikarnum. Staðan í leikhléi var 48-38 fyrir heimamenn í Snæfelli en Stólarnir komu sterkir til leiks í síðari hálfleik og eftir að Justin Shouse fékk sína fimmtu villu þá sigu Stólarnir framúr og tryggðu sér sigur og sæti í annarri umferð Powerade-bikarsins. Loka- tölur voru 83-90. Leikurinn mun hafa verið vel leikinn og hin besta skemmtun og nýr leikmaður Tindastóls, Lamar Karim, gerði sér lítið fyrir og skoraði 45 stig í leiknum. Stig Tindastóls: Lamar 45, Steve 20, ísak 12, Gulli 5, Bjarni 4, Helgi og Halli 2 stig hvor. Tap í Keflavík Stólarnir voru slegnir út úr Powerade-bikarnum á sunnudagskvöldið eftir að hafa mætt sterku liði Keflavíkur. Leikurinn var jafn framan af en Keflvíkingar þó skrefinu á undan. 1 hálfleik var staðan 41-36 en lið Tindastóls lék ekki vel í síðari hálfleik og Keflvíkingar völtuðu yfir Stólana. Skotnýting Stóla var slæm og má sem dæmi nefna að liðið gerði aðeins 5 3ja stiga körfur úr 27 tilraunum. Stig Tindastóls: Lamar 22, Steve 17, Gulli II, ísak 8, Bjarni 2 og Helgi Viggós 2. Á aðalfundi körfuknatt- leiksdeildar Tindastóls sem haldinn var í síðustu viku voru eins og lög gera ráð fyrir lagðir fram reikningar fyrir síðasta keppnistímabil. Af lestri þeirra má sjá að rekstur deildarinnar var í góðu lagi. Tekjur umfram gjöldvoru rúmlega 1.200.000 krónur. Feykir hafði samband við Halldór Halldórsson formann körfuknattleiks- deildar Tindastóls. Hann sagði tekjur af rekstri einkum skýrast af því að rekstrarkostnaði var haldið í algeru lágmarki. „Þá voru færri leikir í fyrra en verið hafa þegar við erum í úrvaldsdeild líkt og nú. Fjárhagsstaða deildarinnar er nú þannig að skuldir eru nokkuð innan við milljón krónur sem er ekki mikið miðað við það sem verst var fyrir nokkrum árum. Þá er rétt að geta þess að á þarsíðasta keppnistímabili varð einnig afgangur af rekstri en sá afgangur skýrðist að mestu af niðurfellingu á skuldum á móti styrktarsamningum.” Af daglegunr rekstri deildrinnar er það helst að frétta að æfingar eru hafnar af fullum krafti í öllum flokkum. Halldór segir nokkur vonbrigði með að ekki tókst að manna meistaraflokk kvenna sem tekur ekki þátt í keppni að þessu sinni. Þá hefur Meistaraflokkur karla þegar leikið tvo leiki í Poweradebikarnum. Leikur gegn Snæfelli vannst nokkuð óvænt á útivelli en síðan fengu Stólarnir skell í Keflavík um helgina. „I þeim leik kom berlega í ljós að liðið hefur ekki næga breidd,” segir Halldór, „og því var tekin sú ákvörðun að bæta við einum leikmanni frá Serbíu. Allt bendir til að sá leikmaður komi til liðs við okkur um næstu helgi eða svo. Þessi leikmaður lék 9 leiki með Hetti á síðasta vori og stóð sig mjög vel og væntum við því nokkurs af honurn." Félagaskipti fyrir þenn- an mann gengu í gegn nokkrum klukkutímum áður en félagaskiptaglugginn lokaðist á þann hátt að eftir 1. okt tekur 30 daga fyrir leikmenn frá evrópu að skipta um félag. Raunar er ekki allt frágengið með þennan leikmann því enn er eftir að koma honum inn í landið en það getur tekið nokkurn tíma. smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frirrar birtingar á feykir@krokur.is Bíll til sölu Honda CRV, US469, árgerd 10/2004, ekinn 42 þúsund km, sumar- og vetrardekk. Ásett verð kr. 2.750.000 - tilboð kr. 2.500.000. Upplýsingar gefur Sigurður I síma 4538257/8648257. Bíll til sölu Til sölu vel með farinn Nissan Double Cap 2005, með pallhúsi og krók ek. 32 þús. Drifgóður og kraftmikill. Verð 2.350.000,- Upp- lýsingar veitirÁrni I s: 455-7100 eða 892-7707. Jeppakerra til sölu Jeppakerra með fjárgrindum og PZ135 sláttuvél til sölu. Upplýsingar I síma 453 5630, 892 7472,453 7472 eða 892 7482 Tapað/fundið 28. mai sl. tapaðist eyrnalokkur, 2cm á lengd og 0,5cm á breidd. Hugsanlegirstaðir eru Fjölbrau- tarskólinn, Kaffi Krókur og Hliðarkaup. Fundarlaun. Ragna, sími: 453-6712.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.