Feykir


Feykir - 22.03.2007, Blaðsíða 2

Feykir - 22.03.2007, Blaðsíða 2
2 Feykír 12/2007 Hljómsveitin Hyp Razical frá Sauðárkróki Hólar í Hjaltadal Taka þátt í Músíktil- raunum í annað sinn Hljómsveit Hip Razical frá Sauóárkróki tekur þátt í Músíktilraunum 2007 fimmtudagskvöldið 22. mars, í Loftkastalanum í Reykjavík, en þar munu þeir spila tvö frumsamin lög. Um er að ræða undan- keppni þar sem tvær af tíu hljómsveitum komast áfram til þátttöku í úrslitakvöldi síðar í mars. Hljómsveitina skipa Davíð Jónsson, sem spilar á gítar og syngur, Styrkár Snorrason trommuleikari, Snævar Örn Jónsson bassaleikari og Jón Atli Magnússon gítarleikari. Þeir eru allir frá Sauðárkróki nema Jón Atli, sem er frá Skagaströnd. Hann gekk til liðs við hljómsveitina í vetur, en var ekki með þeim þegar þeirtókuþáttíMúsíktilraunum síðast, árið 2005. Allir í Loftkastalann á fimmtudagskvöldið að styðja Hip Iiazical - koma svo!!! Leiðari Kennum ábyrgci fjármálastefnu Ég lasþað í einhverju blaðanna að 38%þeirra sem stofnuðu til ofmikilla skulda og lentu í vanskilum gerðu það afþekkingarleysi. Persónulega finnst mérþetta svolítið há tala og vekur mann til umhugsunar um menntakerfið okkar. Ég heflengi verið þeirrar skoðunar að kenna eigi unglingum í 10 bekk áfanga sem hreinlega gæti heitið “Lífið sjálft.”Þarna yrði kennt að taka lán, hvað eru lántökugjöld?, hvaðþýðir verðtryggt og óverðtryggt lán?, yfirdráttur og yftrdráttarvextir, húsnæðislán, ábyrg fjármálastjórnun eiginfés, réttindi og skyldur á vinnumarkaði og svona gæti ég haldið áfram. Hér á landi erum við meðfullkomið menntakerfi en engu að síður útskrifum við ungmenni út í lífið án þess aðþau kunni þessi grundvallar atriði. Já svei mérþá ég ætla að halda áfram. Hvernig á að sækja um vinnu, geraferilskrá, koma fyrir, gera skattskýrslu og svoframvegis. í dag er kennt allt mögulegt í skólum sem ég held að mætti víkja fyrirþessum námi og þá mætti vonandi lækka þetta hluifallþeirra sem skuldsetja sig um ofhreinlega afþví að þeir vita ekki betur. Það er: Byrgja brunninn áður en einstaklingurinn sekkur í skuldafen eigin vanþekkingar. Guðný Jóhannesdóttir feykir@nypren t. is sími 8982597 Ohád fréttablað á Nordurlandi vestra ■ alltaf á midvikudögum Feyklr Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt I Sauöárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Biaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell HeiöarÁsgeirsson, Herdis Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is Sími 455 7176 Blaðamenn: ÓliArnar Brynjarsson feykir@krokur.is Örn Þórarinsson Prófarkalestur: KarlJónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og drcifing Nýprenl ehf. Simi 4557171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Nýja hesthúsið vígt á föstudag Séð yfirhluta afhesthúsinu á Hólum. Mikið verður um dýrðir á Hólum í Hjaltadal nk. föstudag því þá verður nýja hesthúsið tekið formlega í notkun. Byrjað var á húsinu seint í júlí 2006 og hefur verið unnið stanslaust síðan oft um 20 manns. Starfsmenn hafa þó ekki fermetra að grunnmáli. I því þurft að þvælast hver fyrir eru 196 stíur og er hver þeirra öðrum því húsið er 3.350 um 7 ferm. að stærð. I suðurenda hússins er svo reiðskemma sem er um 800 ferm. Auk þess er í húsinu kaffistofa, snyrtingar, geymsla fyrir reiðtygi og heygeymsla. Það er fyrirtækið Hesthólar ehf. sem byggir húsið og leigir það síðan Hólaskóla. Búistervið miklu fjölmenni til Hóla í tilefni af vígslu hússins, en Landbúnaðarr- áðherra býður til sam- komunnar. Þegar tíðindamaður blaðsins leit við í hesthúsinu nú í vikunni var fjöldi iðnaðarmanna þar að störfum við lokafrágang þessarar miklu byggingar, en ljóst er að hún er öll hin glæsilegasta og mun enn bæta þá aðstöðu sem Hólaskóli hefur uppá að bjóða. ÖÞ: Sérstaða og verndun Breiðafjarðar Þriðja fræðsluerindi náttúmstofa Samtök Náttúrustofa á íslandi, SNS, standa fyrir fræðsluerindum í fjarfundarbúnaði víða um land. Á náttúrustofunum starfar hópur fagfólks á hinum ýmsu fræðasviðum Alþingi Jón Bjarna- son talaði mest Þegar þingfundum 133. löggjafaþings var frestað til loka kjörtímabils fóru menn að taka saman hversu mikið var talað á yfir standandi þingi. Alls voru haldnir 96 þingfundir sem stóðu yfir í 544 klukkustundir og 32 mínútur. Þingmenn stjórnarand- stöðu töluðu í 18.800 mínútur og þarf af talaði Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri Grænna í Norðvesturkjördæmi í 1509 mínútur eða rúmar 25 klukkustundir. Til gamans má geta að stjórnarliðar töluðu samtals í 4.800 mínútur. og verður dagskrá erindanna því fjölbreytt og spannar yfir mörg fræðasvið. Fræðsluerindin verða haldin síðasta miðvikudag hvers mánaðar, frá klukkan 12:15 - 12:45 og eru allir hjartanlega velkomnir. Hægt er að sjá fræðsluerindin á eftirtöldum stöðum: Sauðárkrókur: Farskólinn Norðurlandi vestra; Þriðja fræðsluerindið verður miðvikudaginn 28. niars. Frá Jdukkan 12:15 til 12:45. Að þessu sinni mun Róbert A. Stefánsson og Menja von Schmalensee líffræðingar hjá Náttúrustofu Vesturlands halda fyrirlestur urn sérstöðu og verndun Breiðaljarðar. Alþingiskosningar 2007 Fijálslyndir birta lista Frjálslyndi flokkurinn birti framboðslista sinn til alþingiskosninga sem haldnar verða þann 12. maí 2007 sl. þriðjudag. Líkt og áður hafið komið fram skipa alþingismennimir Guðjón A. Kristjánsson, ísa- fiðri, og Kristinn H Gunn- arsson, Bolungarvík t\'ö efstu sætin en síðan koma þær Þórunn Kolbeins Matthías- dóttir, menntunarffæðingur og ráðgjafi Akranesi og Ragnheið- ur Ólafsdóttir, öryrki og lista- maðurAkranesi. Listinn er svona: 1. Guðjón Arnar Kristjánsson ísafirði 2. Kristinn H. Gunnarsson Bolungarvík 3. Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir Akranesi 4. Ragnheiður Ólafsdóttir, Akranesi 5. Anna Margrét Guðbrandsdóttir Sauðárkróki 6. Guðmundur Björn Hagalínsson Flateyri 7. Brynja Úlfarsdóttir Ólafsvík 8. Helgi Helgason Borgarfirði 9. GunnlaugurGuðmundsson Húnaþingi Vestra 10. LýðurÁrnason Bolungarvík 11. Hanna Þrúður Þórðardóttir Sauðárkróki 12. Páll Jens Reynisson Hólmavík 13. SæmundurT. Halldórsson Akranesi 14. Dóróthea Guðrún Sigvaldad. Dalabyggð 15. Þorsteinn Árnason Andakflsárvirkjun, Borgarfirði 16. Þorsteinn Sigurjónsson Hrútafirði. 17. Rannveig Bjarnadóttir Akranesi 18. Pétur Bjarnason

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.