Feykir


Feykir - 22.03.2007, Blaðsíða 4

Feykir - 22.03.2007, Blaðsíða 4
4 Feykir 12/2007 Frá Rótarýklúbbi Sauðárkróks Rótarýsjóðurinn. flaggskip Rótary- hreyfingarinnar Rótarýsjóðurinn (Rotary Foundation) er sjóður sem rótarý- menn um allan heim leggja til frjáls framlög. Fyrirætlanir þessar voru Upphaf Rótarýhreyfingarinnar er þannig til komin að nokkrir menn hófu að hittast til að kynnast hver öðrum og til að fræðast urn störf hver annars. Einnig var ofarlega á blaði að efla siðferði manna, bæði í viðskiptum og í lífi hvers og eins. Þetta var í Chicago í Bandaríkunum á árinu 1905, og upphafsmaðurinn hét Paul P. Harris. Hann var alinn upp í smábæ skammt frá Chicago og saknaði anda og vinskapar fólks í smábænum þegar hann fluttist til stórborgarinnar sem lögffæðingur. Rótarýhreyfingin efldist fljótt og breiddist út og árið 1921 voru kornnir rótarýklúbbar í sex heimsálfúm. Ári seinna fengu samtök ldúbbanna nafnið Rotary Intemational. Núna eru yfir 32.000 rótarýklúbbar í heiminum með yfir 1.200 þúsund félaga. Þegar hreyfingin var orðin alþjóðleg, bættist í markmiðin að bæta þekkingu og vinskap þjóða á milli , og til að ná markmiðum hreyfingarinnar var Rótarýsjóðurinn stofríaður. Fyrsta ffamlag í sjóðinn vom 26,50 dollarar, en ffamlag rótarýmanna til sjóðsins á síðasta starfsári nam um 120 milljónum dollara, sem samsvarar 8,4 milljörðum íslenskra króna. Til að reyna að auka framlög í sjóðinn var ákveðið, eftir að stofríandi hreyfingarinnar lést árið 1947, að stofría til viðurkenningar sem klúbbarnir geta veitt félögum sem vel hafa starfað í klúbbunum. Þetta felst í því að sá sem viðurkenninguna fær verður “Paul Harris félagi”. Til að koma þessu í kring þarf klúbburinn að greiða 1.000 dollara til Rótarýsjóðsins. Núna eru níu Paul Harris félagar í Rótarýklúbbi Sauðárkróks. Framlög til Rótarýsjóðsins eru notuð í námsstyrki, ung- mennaskipti, námshópasldpti og til líknamiála margs konar um allan heim. Langstærsta verkefríi Rót- arýsjóðsins til þessa er þó “PolioPlus”, sem ákveðið var árið 1985 að fara í, og miðaðist við að útrýma lömunarveikinni úr heiminum. Stefrít var að því að lömunarveikin væri ekki lengur til á eitt hundrað ára affnæli hreyfingarinnar árið 2005. Er verkefríið unnið í sam- vinnu með stofríunum Sam- einuðu þjóðanna og auðvitað stjórnvöldum á hverjum stað. Útrýming lömunarveikinnar tókst reyndar ekki alveg fýrir afinælið, en áður en herferðin hófst lamaði veikin u.þ.b. 1.000 börn á hverjum einasta degi, eða 350.000 börn á ári. Núna hefúr þessi tala lækkað um meira en 99%, og árið 2004 var vitað um 1290 tilfelli í öllum heiminum. Ein af þremur tegundum vírusins hefúr ekki komið ffam síðan 1999. Enn kernur veikin þó upp í fjórum löndum - Nígeríu, Indlandi, Pakistan og Afganistan. - og áfram er unnið að því að reyna að útrýrna henni, þrátt fyrir erfiðleika vegna stríðsátaka og það hvað sum þorpin eru afskekkt í þessum löndum, að pólitík heimamanna ógleymdri. Framlag Rótarýsjóðsins til PolioPlus er komið yfir 600 milljónir dollara í beinum framlögum, auk ómælds \dnnu- ffamlags þúsunda rótarýmanna um allan heim, og fyrir tilstilli rótarýmanna geta 5 milljónir manna gengið óstuddir, sem annars hefðu lamast fyrir lífstíð. Þó ekki muni mjög mikið um ffamlög félaga í Rótarýklúbbi Sauðárkróks í þetta mikla verkefni, hafa þeir þó verið með og eru stoltir af. Rótarýmenn hafa líka verið að útbreiða siðgæðishugsjónina eftir mætti og hafa meitlað siðgæðislögmál sitt í fjórar stuttar setningar sem þeir kalla “Fjórprófið”. Fjórprófið hefur að geyma kjarna hugsjóna Rótarý og reglur sem hver félagi á að hafa að leiðarljósi í lífi og starfi, og sýna þannig gott fordæmi fýrir unga sem aldna. Margir rótarýklúbbar hafa þann sið að ljúka hveijum fúndi með því að allir félagar hafa sameiginlega yfir fjórprófið. Þeir sem hug hafa á að kynna sér meira um Rótarýhreyfinguna geta farið inn á heimasíðu íslenska umdæmisins www. rotary.is. Þaðan erlíkavísaðinná netsíður alþjóðahreyfingarinnar. Rótarýklúbbur Sauðárkróks var stofnaður 26.september árið 1948 og hafa félagar oftast verið milli 25 og 30. Félagar hittast á u.þ.b. 35 fundum á ári. Núverandi forseti klúbbsins er Sigurður Páll Hauksson, endurskoðandi. M I N N I N C Jón Tryggvason Ártúnum fæddur 28. mars 1917 - látinn 7. mars 2007 Hiigrenningar á Artúnshlaði 17.3. 2007 Brostinn er strengur, brotin harpan góða. Burt eruflognir andar söngs og Ijóða. Minningin lifir, - Leyndir strengir hljóða. Þungt streymir Blanda, þröngum stakki búin. Þögul er heiðin, dýrum gróðri rúin. Söngfuglakór til suðurs löngu flúinn. Hljóð rennur Blanda, hnípinn titrar strengur, heiðanna undirtón ei nemur lengur. -Horfinn af sviði hennar, góður drengur.- Hljóð rennur Blanda, heft ífarvegþröngum, Heiðin er döpur. Langt að ncestu göngum. Syngja þarfœrri en sungið höfðu löngum. Lygn streymir áin, ótal hjörtu tifa eftir hjá þeim er nýja sögu skrifa. Það eru ómar.—Ómarnir sem lifa. Guðríður B. Helgadóttir Jón íÁrtúnum Laugardaginn 17. mars var Jón Tryggvason í Ártúnum kvaddur. Útförin var frá Blönduóskirkju en jarðsett í Bólstaðarhlíðarki rkjugarði. Jón var bóndi og félagsmálatröll mikið. Söngstjóri Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps, organisti í Bólstaðarhlíðarkirkju og oddvitlNN í Bólstaðarhlíðarhreppi - hinum forna. Sinnti öllum þessum hlutverkum í áratugi. Hann var frábær kall og ég minnist hans þannig. Hann var einn af þessum föstu, skynsömu og traustu stólpum í sveitinni þegar ég var að alast upp í Blöndudalnum og mér þykir vænt um minningu hans. Hann kenndi mér líka á orgel einn vetur. Hann var alzheimersjúklingur síðustu árin og það eru orðin mörg ár síðan ég sá hann síðast... en Jón í Ártúnum verður samt alltaf Jón í Ártúnum í minningunni. Jón var maður náttúruverndar og á sínum tíma staðfastur í andstöðu sinni við svokallaða virkjunarleið I við Blönduvirkjun. I þeirri leið fólst að mun meira af grónu heiðarlandi var sökkt undir ógnarstórt miðlunarlón Blönduvirkjunar en nauðsynlegt var, en hægt var að velja um fleiri virkjunarleiðir. Snilldarrit Helga Baldurssonar (1995) Lýðræði í viðjum valds er reyndar um undirbúning og ákvarðanatökuferli Blönduvirkjunar. Ég man eftir að hafa lesið í bókinni stutta en frábæra lýsingu á Jóni oddvita í Ártúnum og afstöðu hans og hlutverki í samningaferlinu. Nú fletti ég í bókinni og fann aftur kaflann. Tilvitnunin hljóðar svo: „Þegar virkjunaraðilanum hafði tekist að koma undir sigfimm sveitarstjórnum afsex er aðeins eitt vígi eftir íÁrtúnum í Bólstaðarhlíðarhreppi, og það vígi féll ekki meðan það var undir stjórn Jóns Tryggvasonar, bónda þar og oddvita. Það var ómetanlega mikils virði, sem tákn drengskapar ogóbilandi trúar á málstaðinn.” Mannna sagði mér látið hans þegar hún kom til mín í liðinni viku. Hún orti vitaskuld vísu eftir að hún fékk fregnir af andláti Jóns. Andlátsfregn Jóns Tryggvasonar, Ártúnum. Dauðinn sigrar Fjötrað líf ogfingur krepptir falinn neisti um kraft og vit þegar skugginn einn er eftir og eðalsteinsins fágað glit. G.B.H. Blessuð sé minning Jóns í Ártúnum. Ólína Þóra Friðriksdóttir Jón Tryggvason, Ártúnum, var fæddur í Finnstungu 28. mars 1917. Hann léstá Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi hinn 7. mars síðast-liðinn. Foreldrar hans voru Tryggvi Jónasson (1892-1952) bóndi í Finnstungu í Blöndudal og kona hans Guðrún Jóhanna Jónsdóttir (1880-1967). Böm þeirra Tunguhjóna voru Jónas (1916-1983), Jón, Guðmundur(1918) ogAnna Margrét(1919). íframhaldiafhefðbundnuskólanámi þeirra tíma fór Jón vetrarlangt til náms í Iþróttaskólanum í Haukadal 1935-36 og 1937 lauk hann búfræðinámi frá Hólaskóla. Jón kvæntist hinn 31. desember 1946 Sigríði Ólafsdóttur sem fædd er 4. nóvember 1924 á Mörk á Laxárdal. Sigríður er dóttir Ólafs Bjömssonar (1890-1985) og Jósefínu Pálmadóttur (1887-1986) síðast búsett í Holti á Ásum. Jón og Sigríður hófu búskap í Ártúnum 1947 og hafa átt þar heimili síðan. Jón átti sæti í hreppsnefnd Bólstaðarhlíðarhrepps frá 1946, var oddviti hreppsins 1961-82 og sat í sýslunefnd 1961-88. Hann var mikill áhugamaður um söng og tónlistarmál, var söngstjóri Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps 1952-87 og organisti í Bólstaðarhlíðarkirkju 1945- 91. Þá sat Jón í ýmsum stjómum og nefndum og hlaut viðurkenningar fyrir þátt sinn að söng- og félagsmálum þ.á.m. hina íslensku fálkaorðu. Útför Jóns Tryggvasonar var gerð frá Blönduóskirkju laugardaginn 17. mars, kl. 13.30. Jarðsett var í Bólstaðar- hlíðarkirkjugarði. Stutt viðkoma á heimahlaði ÍÁrtúnum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.