Feykir


Feykir - 18.04.2007, Síða 6

Feykir - 18.04.2007, Síða 6
6 Feyklr 15/2007 Grímur Gíslason í fjölskylduboði á Efrímýrum áramótin 2004-2005. Grímur Gíslason, talaði frá Blönduósi í 34 ár. I minningu Gríms Gislasonar Grímur Gíslason, heiðursborgari á Blönduósi, fréttaritari, veðurathugunarmaður, félagsmálafrömuður, handhafi hinnar íslensku fálkaorðu, bóndi, og síðast en ekki síst ættarhöfðingi og fjölskyldumaður, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi hinn 31. mars sl. 95 ára að aldri. Grímur Gíslason fæddist í Þórormstungu í Vatnsdal hinn 10. janúar 1912. Árið 1925 fluttist hann ásamt foreldrum sínum og systkinum að bænum Saurbæ í Vatnsdal þar sem hann bjó allt til ársins 1969 er hann fluttist á Blönduós ásamt eiginkonu sinni Sesselju Svavarsdóttur en henni kvæntist hann þann 25. október árið 1941. Sesselja lést fjórða janúar árið 2000. Þau Grímur og Sesselja eignuðust fjögur börn, Sigrúnu fædda árið 1942, Sigrún er gift Guðmundi S. Guðbrandssyni og eiga þau fjögur börn og fjögur barnabörn. Katrínu fædda árið 1945, Katrín er gift Sigurjóni Stefánssyni og eiga þau tvo syni og fjögur barnabörn. Sæunni Freydísi fædda árið 1948, Sæunn er gift Guðmundi Karli Þorbjörnssyni og eiga þau tvö börn og átta barnabörn. Gísla Jóhannes.fæddan 1950,hanner kvæntur Höllu Jökulsdóttur og eiga þau fimm börn og fjórtán barnabörn. -Þið verðið að halda áfram þó að eitthvað sé að hjá mér, sagði Grímur Gíslason við afkomendur sína eftir að hann veiktist. Grímur greindist með krabbamein síðast liðið haust tæplega 95 ára gamall. Þrátt fyrir hinn háa aldur komu veikindin honum og hans nánustu á óvart enda var Grímur einn aldraðasti unglingur landsins. Ungur í anda og sinni, alltaf að læra eitthvað nýtt og enn á kafi í félagsmálum auk þess að sinna starfi fféttaritara, syngja í Idrkjukórnum og sækja skemmtanir. Sjálf fór ég þess á leit við Grím heitinn að fá hann í viðtal snemma á þessu ári en sökum veikinda sinna treysti hann sér eldd til þess. Við ætluðum að eiga það inni. -Hann var elckert að fara hann Grímur og ætlaði sér hreint ekld að tapa þessari baráttu því honum fannst hann eiga svo margt ógert, segir Halla, tengdadóttir Gríms. Halla er yngsta tengdabarn Gríms heitins og minnist hún tengdaföður síns nreð þakklæti og hlýju. -Hann var hvorld afskiptasanrur né daglegur gestur en þegar hann kom þá gat hann allt eins hafa verið lrjá okkur daginn áður því hann fýlgdist vel nreð. Sjálf er ég skapstór og þverlynd og það litaði oft samskipti okkar. Honum fannst sumt sem ég gerði óttalega vitlaust, segir Halla og brosir við tilhugsunina. -Til dænris það að kjósa ekki í alþingiskosningum en fýrir því átti ég rök og við rökræddum þetta oft, þangað til hann uppgötvaði að það væri best að við værurn sammála um að vera ósammála og við virtum skoðanir hvors annars. Annað var það að hann var smá tíma Halla Katrín Weywadt Ólafsdóttir 5 mánaða gömul í fangi langafa sins i september siðastliðnum. að taka fólki, það er hleypa því að sér, bætir hún við og Gísli, sonur Gríms á orðið; -Já, þetta held ég að sé góð lýsing á pabba. Ég þekkti hann aldrei öðruvísi en af því að vera mildll dipló- mat og kurteis en menn þurftu að ávinna sér traust hans. Fréttaritarí í 34 ár Þrátt fýrir að vera hvað þeldctastur fyrir pistla sína og fréttir í útvarpi, alla vega fýrir alþjóð, hóf Grímur ekld að skrifa og flytja fréttir fýrr en árið 1972, þá sextugur að aldri. Fram að þeim tíma starfaði Grímur sem bóndi, sat í sveitarstjórn, var oddviti og tók virkan þátt í félagsmálum líðandi stundar. Meðal annars fýrir þau störf sín hlaut Grímur liina íslensku fálkaorðu. í kirkjukórnum söng hann í 77 ár síðast í desember árið 2006. Urn fjórtán ára skeið var hann formaður hestamannafélagsins Neista á Blönduósi og félagi þar til æviloka og vann einnig mildð starf í þágu hestamanna á landsvísu. Það launaði Félag íslenskra hrossabænda honum nreð heiðursmerki nr.3, árið 1995. Um það leyti æviskeiðsins sem flestir hætta að vinna hófst ferill Gríms sem fféttaritari og stóð hann óslitið í 34 ár. Fyrstu fféttina flutti hann í útvarpi þann 24. mars 1972. Allar fréttir Gríms heitins eru geymdar í möppum á heimili hans. -Ég leit nú í fýrsta skipti í fréttamöppur pabba, efst í elstu möppunni var þessi ffétt, hún sýnir vel breytingarnar sem orðið hafa hér á Blönduósi, en nú þykir fréttnæmt að hér skuli vera tvö parhús, í smíðum, segir Gísli en fýrsta fréttin var svo hljóðandi; „Samkvœmt upplýsingum sveitarstjóra Blönduóshrepps eru nú 22 íbúðarhús ísmíðum í kauptúninu, misjafnlega langt á veg komin, en fyrir fáum dögutn var eitt steyptfrá grunni. Úthlutað hefir verið 12 byggingarlóðum, þar sem fratnkvœmdir munu hefjast í vor og unnið er að gatnagerð til þess að gera lóðirþessar byggingarhœfar, ett slitlag verður lagt síðar. Þegar ernú skortur á vitmuafli á staðnum. Hér er ríkjandi sunnanátt og gœrkvöldi bar hún með sér tnegna brennisteinsfýlu, setn œtlað er að eigi upptök sín í Skeiðarárhlaupinu.” Fréttaritari. Sjálfsagt hefúr hann síðan endað með orðunum „Þetta er Grímur Gíslason sem talar ffá Blönduósi.” -Já, á þessum árum, 1970 til 1980, var mikill uppgangur hér á Blönduósi, en nú er öldin önnur, a.m.k. hvað varðar húsbyggingar einstaklinga. Húsin sem einstaldingar hafa byggt hér á Blönduósi á árunum sem liðin eru ffá 1980 eru mjög fá, sennilega teljandi á fingrum sér. Ég veit ekki hvernig það kom til að pabbi fór að segja fféttir í útvarpi. Hér var starfandi fréttamaður sem hét Björn Bergmann og þegar hann er að hætta þá kenrur þetta upp og pabbi fer að senda og vinna fféttir. Það er til handrit af lwerri ffétt sem hann hefur sent og eru fréttirnar merktar árunum. Pabbi vann allar sínar fréttir og flutti síðan í gegnum síma þar sem þær voru teknar upp og fluttar óbreyttar, ég held kannsld að þess vegna hafi þær vakið þetta mikJa athygli, þetta braut upp fféttatímann, segir Gísli. Grímur þótti góður ffétta- ritari og laginn var hann við það að taka saman aðalatriðin og fjalla um niál af því hlutleysi að ekki urðu af þvi deilur. Annar var sá starfi sem hann sinnti af alúð en það var starf veðurathugunarmanns, lengst af í samstarfi við konu sína. í minningargreinum og á bloggsíðunr afkomenda Gríms kemur fram að hann hafi verið mildll áhugamaður um veður og veðurfar og kunni hann þá list að Alltaf til í að prófa eitthvað nýtt, - dóttursonur Gríms var með þennan leðurhatt í niræðis afmæli hansog auðvitað þurfti Grimur að prófa hvernig hatturinn færi.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.