Feykir


Feykir - 18.04.2007, Síða 9

Feykir - 18.04.2007, Síða 9
15/2007 Feykir 9 sportmolar Hvatarmenn á góðri siglingu í Lengjubik- arnum Hvatarmenn hafa nú leikið þrjá leiki í Lengjubikarnum c-deild fyrsta riðli og hafa ekki ennþá tapað stigi. Markaskor hefur ekki vafíst fyrir þeim en þeir hafa skorað 11 mörk í þessum þremur leikjum og fengið á sig 6. Hvöt er í riðli með liðum að sunnan en það eru Álftanes, Ægir, Ýmir, Árborg og GG. Sævar sigraði í 10 km göng- unni Sævar Birgisson, Sauðárkróki, sigraði með miklum yfírburðum í lOkm göngu karia um helgina á Skíðamóti íslands en annar varð Sigurgeir Svavarsson frá Akureyri og þriðji Andri Steindórsson sem er einnig frá Akureyri. Sævar sigraði einnig í tvíkeppni karla og þá varð sveit Tmdastóls í öðru sæti í boðgöngu karla. Frábær árangur hjá Tindastólsmönnum! Undanúrslit hjá Drengjaflokki Drengjafiokkur körfuknattleiksdeildar Tindastóls endaði tímabilið á tapi gegn Keflavík en náði þriðja sætinu og leikur því í undanúrslitum gegn KR-ingum næstkomandi laugardag, 21. apríiki.17 Leikurinn verður háður í Laugardalshöllinni og allir Skagfírðingar hvatlir til að mæta og styðja við bakið á piltunum. Tap fyrir Leikni Tindastólsmenn spiluðu í Lengjubikarnum um helgina og mættu Leikni Reykjavík. Staðan var 1-1 í hálfleik en Leiknismenn skoruðu glæsilegt sigurmark um miðjan síðari hálfleik og þar við sat. Lið Tindastóls spilaði ágætlega í leiknum. yt j ^nfnv q) <y NEMENDAFÉLAG FJÖLBRAUTASKÓLA NORÐURLANDS VESTRA F.h. NFNV, Ragnhildur Friðriksdóttir, ritstjóri Molduxa og Pálmi Þór Valgeirsson, forseti NFNV Keli ótrúlega góður góður og erum við honum rnjög þakklát fyrir gott samstarf. Þó svo að það komi dagar sem hann þarf að vera “vondi karlinn” og hann þarf að skammast þá er hann samt einn af þeim sem gleyma ekki að hrósa þegar vel er gert og gerir það óspart. Til hamingju Keli! Það er enginn annar en Þorkell V. Þorsteinsson, betur þekktur sem Keli aðstoðarskólameistari sem fær titilinn að þessu sinni. Hann gegnir hlutverki skólameistara þessa dagana og stendur sig vel. Keli hefur reynst stjórn nemendafélagsins ótrúlega ^ /é 'é-nr-^íleyþjyi^/i ________ Inga Birna sigraði Söngkeppni Framhaldsskólanna var haldin á Akureyri þann 14. apríl. Fulltrú okkar að þessu sinni,. Inga Birna Friðjónsdótir sló eftirminnilega í gegn í undankeppninni með lagið Zombie. En hver er Inga Birna? Mér fannst tilvalið að leyfa bæjarbúum og öðrum velunnurum skólans að fá að kynnast þessari hæfileikaríku stúlku sem fór fyrir okkar hönd. Inga Birna Friðjónsdóttir kom í heim Friðjóns læknis og Auðar á því herrans ári 1987, sem segir okkur að hún sé á 20. ári. Hún ólst upp í Svíðþjóð en flutti loks til íslands 10 ára gömul. Það er sko óhætt að segja að Ingu sé margt til lista lagt, enda eru ekki margir sem hafaunniðíslandsmeistaratitil í 3 mismunandi greinum. Hún er fyrrum íslandsmeistari í einstaklingskeppni í freestyle, fótbolta og varð íslandsmeistari í flestum ffjálsíþróttagreinum þegar hún var tólf ára. Friðjón og Auður eru greinilega alveg fyrirtaks blanda! Inga hefur verið mjög virk í félagslífi NFNV þetta árið. Hún tók þátt í leikritinu en þar sá hún um dansatriðin ásamt Loga, saumaði búninga á alladansarana í upphafsdansi og ýmsa aðra búninga og loks var hún líka i förðuninni. Hún var í hópnum Pönnukökurnar sem báru sigur út bítum í bodypaint keppninniáMenningarkvöldi NFNV, en það sama kvöld söng hún einmitt tvö lög. Loks tók hún að sjálfsögðu þátt í undankeppni söngkeppninar á dögunum en auk þessa hefur hún tekið þátt í ýmsu öðru og hjálpað stjórn nemendafélagsins mikið og erum við þakklát fyrir það. Inga er á Za«ESSOænS2SBa& N áttúruff æði/Listnámsbraut og er á sínu fjórða ári, en stefnir á að útskrifast ffá FG vorið 2008. I ffítíma sínum segist hún sauma mikið, hún æfir fótbolta með Stjörnunni, syngur í bílnum sínum og hittir vini og fjölskyldu. En nóg af lífi stúlkunnar. Eins og áður hefur komið ffam, söng hún lagið Zombie sem Cranberries gerðu ffægt. Þegar blaðamaður spurði hvers vegna þetta lag hefði orðið fyrir valinu, sagði hún að þetta væri flott lag, kraftmikið og hentaði henni vel að syngja. Eins og reglur keppninnar gefa til kynna þarf textinn að vera á íslensku og lagið ekki lengra en tvær og hálf mínúta. Hún er því komin með íslenskan texta sem hún samdi sjálf með smá hjálp frá “Kidda frænda” en hún fékk líka góðar tillögur ffá Helga Sæmundi og Brynjari Rögnvalds. Lagið heitir nú Eftirsjá og fjallar um svik. Um manneskju sem heldur framhjá og klúðrar málunum, stendur þvi ein eftir í leit að einskonar fyrirgefningur til að sætta sig við mistökin sem hún gerði. Þrátt fyrir að hafa ekki unnið til verðlauna söng Inga eins og engill á sviðinu á Iaugardagskvöldið var og var frammistaða hennar skólanum og henni sjálfri til sóma. Davíð Jónsson, Snævar Örn Jónsson, Styrkár Snorrason og Jón Atli Magnússon skipa hljóm- sveitina Hip Razical. Þeirfáhrósvikunnarað þessu sinni fýrir frábæran árangur í Músíktilraunum en þeir voru einir af 11 hljómsveitum sem komust í úrslit af u.þ.b 50 sem tóku þátt. Til hamingju strákar meö góðan árangur!

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.