Feykir


Feykir - 26.07.2007, Síða 2

Feykir - 26.07.2007, Síða 2
2 Feykir 28/2007 KK & Maggi Eiríks í Ljósheimum á sunnudaginn Rútusöngvar að hætti KK og Magga Hinir ástsælu tónlistarmenn KK og Maggi Eiríks verða á faraldsfæti um landið á næstunni og halda tónleika, þar sem efni af nýju plötunni Langferðalög verður leikið ásamt ýmsu af því besta úr fórum þeirra félaga. Sunnudaginn 29. júlí verða þeir í Ljósheimum. Heljast tónleikarnir kl. 15. Tónleikar þeirra félaga þykja ávalt einstök upplifún enda hafa þeir af mörgu að taka eftir áralangt og farsælt samstarf sem getið hefúr af sér marga söngperluna og oft á tíðum taka gestir hressilega undir. Leiðari Þcið er Ijótt að stela afbörnum - líka ritstjórum Ég tók upp ngja og betri lífshætti á vordögum og tók til við að hjóla í tíma og ótíma. Holl og góð hregfing það. Síðan skellti ég mér í útilegu og þegar heim var komið hafði hjólið mitt verið valið úrflota heimilishjólanna á Suðurgötu 2. Því var sem sagt stolið. Sár og svekktfór ég á fund lögreglunnar og sagði að hjólinu mínu hefði verið stolið. “Og hvernig hjól varþað, spurði lögreglumaðurinn fullur samúðar. -Svona rautt, svaraði ég eins og sönn kona og gat svo ekki lýstþví neittfrekar. -Æiþetta var bara hjólið mitt, bætti ég hálfaulalega við. Helgina eftir, eða um síðustu helgi, vaknaði ég síðan upp viðþað aðfullir,fullorðnir karlmenn, (alla vega hurfu þeir inn á skemmtistað), voru að leika sér með hjólJyrir utan húsið hjá okkur. Ég vakti bóndann sem rauk út og á sama tíma barði ég allt hvað ég gat í gluggann tilþess að láta þjófana vita að hefhefði orðiðþeirra vör. Þjófarnir sluppu, en hjólinu björguðum við og eigandiþess, sexára drengur kom og sóttiþað til okkar tveimur dögum síðar. Svekktur og sár líkt og ég áður. Búið var að slíta handbremsu hjólsins úr sambandi og brjóta bjölluna. Mig langar að misnota þetta tækifæri hér og biðja viðkomandi að láta það vera að stela afbörnum og varnarlausum konum. Nú á ég ekkert hjól og væri ég tuttugu og eitthvað árum yngri hefði ég farið að hágráta. En ég erfullorðin og verð að láta það nægja að skammast hér. Hjólaþjófar og aðrir þjófar, skammist ykkar. Það erfátt Ijótara en stela af saklausum börnum. Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is sími 8982597 Ohád fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Feykír Úlgelandi: Nýprentehl. Borgarflöt I Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell HeidarÁsgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is Sími 455 7176 Btaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is, Örn Pórarinsson, Ragnhildur Friðriksdóttir. Prófarkalestur: Karl Jónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluvcrð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prcntun: Nýprent ehf. Hestaíþróttir Meistaradeild Norðurlands Ákveðið hefur verið að setja af stað meistaradeild í hestaíþróttum veturinn 2008 í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Styrktaraðili deildarinnar verður Kaupfélag Skagfirðinga og mun deildin nefnast „Meistaradeild Norðurlands - KS deildin". Mun þetta án nokkurs vafa verða mjög sterk deild þar sem margir af færustu keppnismönnum landsins eru norðan heiða ekki síst í Skagafirði eins og sást á nýafstöðnu íslandsmóti á Dalvík. Undirbúningur er á fúllu og verður deildin kynnt nánar áður en langt um líður en ljóst er að keppt verður um verulega vegleg verðlaun. Sauðárkrókur Búhöldar byggja af krafti Þeir unnu að krafti fyrir Búhölda á dögunum. Frá vinstrí: Helgi Þorleifsson, Ómar H. Svavarsson, Hjalti Magnússon, Svavar Jósefsson og Ólafur Þorbergsson. Ungu mennirnir eru Davíð Helgason og Óli Þór Ólafsson og svo er Þórður foringi Búhölda lengst til hægri. mynd ÖÞ: Enn er byggt af krafti á vegum Búhölda á Sauðárkróki. Nú eru fjórar íbúðir í byggingu við götuna Kleifartún og að auki búið að steypa einn íbúðirnar sem nú eru í smíðum eru númer 39 til 42 sem félagið byggir. liúhöldar er félag sem eldri borgarar standa að og hefur það markmið að reisa hús fyrir grunn. félagsmenn sína. Þórður Eyjólfsson er formaður félagsins. Hann sagði í samtali að enn væri mikil eftirspum eftir að komast í félagið og sjö manns á biðlista. íbúðirnar hefðu líkað vel og verið tiltölulega ódýrar. Nú væri hinsvegar hverfið við göturnar Hásæti og Forsæti fullbyggt og óvíst að fleiri lóðir fáist við Kleifartúnið. Því sé óljóst hvar félagið fá úthlutað næstu lóðum, en markmiðið hjá félaginu væri að byggja fyrir þá sem nú hafa sótt um en hætta síðan. Það er Trésmiðjan lljörk á Sauðárkróki sem hefur byggt allt fýrir Búhöldana á þessum sjö árum sem félagið hefur starfað. Þeir hafa því ekki þurft að leita út úr bænum til vinnu þennan tíma. Þegar frétta- maður kom til þeirra á bygg- ingarstað á dögunum voru sjö manns að störfum, en menn eru að keppast við íbúðir 39 og 40 sem á að afhenda síðar í sumar. Þegar þeir voru að stilla sér upp til myndatöku létu þeir þess getið að þarna væru nú við vinnu þrennir feðgar. ÖÞ: Landnámshanar frá Tjörn á Vatnsnesi. Vatnsnes Úthugsaður hænsnabóndi Júlíus Baldursson, bóndi á Tjöm á Vatnsnesi, ræktandi íslensku landnáms- hænunnar, mun verða með sýningu á ræktun sinni á Landbúnaðarsýningunni sem haldin verður í Reiðhöllinni Svaðastöðum 17. -19. ágúst næst komandi. Júlíus, verður með fugla á öllum aldri á sýningunni og er hann svo nákvæmur í sínum útreikningum að hann hefur gert ráð fýrir því að börn og fúllorðnir geti séð unga skríða úr eggjum sýningarhelgina. Heimasíða Júlíusar mis- ritaðist í síðasta Feyki og leiðréttist það hér með að hún er www.islenskarhaenur.is Hafíssetrið Leiðsögn Þórs Jakobs- sonar Þór Jakobsson veðurfræðingur, var með leiðsögn á Hafíssetrínu á Húnavökuhelginni. Boðið var upp á leiðsögn með honum um setrið tvisvar sinnum á sunnudeginum 15. júlí. Góð aðsókn var í bæði skiptin, áætlað er að minnsta kosti 90 manns hafi komið til að hlýða á leiðsögn Þórs. Þótti hún afar skemmtileg og fróðleg. Þessi góða aðsókn er til marks um það að mikill áhugi sé fyrir Hafissetrinu og það kærkomin viðbót við safna- og setraflóru lands- ins.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.