Feykir - 26.07.2007, Page 6
K0kk^nruU
(AALAÐ KAFfV
léttbyggð hjélhýsi
frá kr. 1.280.000 með öllu
VELAR
'PJÓNUS
Járnhálsi 2 HOReykjavík Sími 5 800 200
Höldur á Akureyri er söluaöili fyrir V&Þ á Noröurlandi
UNIUNE ELDHÚSRÚLLUR
1 39,“ 3 kg.
UNILINE WC PAPPIR [
1 39,- 3 kg.
NÓA RÚSÍNUR
239,- 5oo
6 Feykir 28/2007
Gauti bætir sig í stangarstökki
Tindastóll og Hvöt með afgerandi forystu
Heitir a toppnum
Heimalið okkar íbúa á Norðurlandi Vestra tryggðu stöðu sína
í knattspyrnu sl. helgi.
heimsókn og sigraði örugglega
5-1 í ágætum leik við bestu
mögulegu aðstæður. Lið
Tindastóls hefiir enn ekki tapað
leik í 3. deildinni og staða liðsins
glæsileg, 28 stig eftir 10 umferðir
og hafa Tindastólsmenn þegar
á toppi c-riðils 3. deildar karla
Hvöt lagði Hvítu riddarana
4 - 0 á heimavelli sínum sl.
laugardag og tryggðu þannig
enn frekar stöðu sína í örðu sæti
c-riðils 3. deildar. Liðið er með
20 stig eftir 10 umferðir.
T'indastóll fékk Skallagrím í
tryggt sér sæti í úrslitakeppni 3.
deildar sem fer ffam seinni
partinn í ágúst.
Næstu viðureignir liðanna eru
um helgina en á föstudag halda
Stólarnir suður á Álftanes þar
sem Álftnesingar munu taka á
móti þeim á Bessastaðavelli.
Hvöt mun aftur á móti taka á
mótiBerserkjumáBlönduósvelIi
á laugardag kl. 14.
Feykir segir: Áffam Stólar,
áffam Hvöt, áffam þið hin og
allirá völlinn.
íslandsmót í hestaíþróttum
íslandsmet í
flokki 21-22 ára
Gauti Ásbjömsson UMSS
setti nýtt íslenskt
ungkarlamet (21-22 ára) í
stangarstökki á
Sumarleikum HSÞ.
Leikarnir voru haldnir á
Laugavelli í Reykjadal, helgina
21.-22. júlí.
Gauti stökk 4,50m, en hann
átti sjálfur gamla metið, sem
var 4,45m, sett í Gautaborg
árið 2005.
Þórarinn og Kraftur
stálu senunni
Þórarinn Eymundsson, íþróttamaður Skagafjarðar árið 2006,
ásamt Krafti frá Bringu, urðu tvöfaldir íslandsmeistarar á
íslandsmótinu í hestaíþróttum sem fram fór á Dalvík á
dögunum.
Þetta er annað
árið í röð sem þeir ná
slíkum árangri, en
þeir sigruðu tölt og
fimmgang meistara-
flokks.
Að sögn við-
staddra var hesturinn
Kraftur svo vel
þjálfaður að nánast
hefði verið hægt fyrir Þórarinn
að stíga afbaki og stýra hestinum
ffá brekkunni, en þeim virtist
þetta einkar auðvelt og voru vel
að titlunum kornnir.
Þórarinn og Kraftur munu
taka þátt í Heimsmeistaramóti
íslenska hestsins í Hollandi nú í
águst og er því Ijóst að Kraftur
er á leið úr landi.
HEILBRIGÐISSTOFNUNIN SAUÐÁRKRÓKIAUGLÝSIR
Laus störf
Sjúkraliðar óskast til starfa strax eöa eftir samkomulagi á hjúkrunardeildir HS.
Vaktavinna, starfshluttall frá 20 -100%. Laun samkvæmt stofnanasamningi HS og SLFÍ.
Starfsmenn óskast til starfa við aöhlynningu á hjúkrunardeildum frá 15 ágúst 2007 eða
eftir samkomulagi. Vaktavinna, starfshlutfall 20 -100%. Lágmarksaldur 18 ár. Umsækjendur
þurfa aö hafa hæfni í mannlegum samskiptum og áhuga á umönnunarstörfum. Laun samkvæmt
kjarasamningi fjármálaráöherra f.h ríkissjóös og Starfsgreinasambandsins.
Með umsóknum skulu fylgja upplýsingar um menntun og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 10.ágúst 2007.
Hægt er að sækja um rafrænt á heimsíðu HS: www.hskrokur.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar að ákvörðum um ráðningu hefur verið tekin. Allar nánari upplýsingar veitir Herdís Klausen
hjúkrunarforstjóri á staðnum eða i sima 455 4011. Netfang: herdis@hskrokur.is
Heilbrígðisstofnunin
Sauðárkróki
UMF. TINDABTÓLL
1DO ÁPIA
Ungt fólk á öllum aldri í svaka stuói!
íþróttafréttír
EFFEKT ÞV0TTAEFNI
21 9,- 3 kg.