Feykir


Feykir - 29.11.2007, Qupperneq 17

Feykir - 29.11.2007, Qupperneq 17
★ jóiímm JÓLAMATUR ÍBOÐI... Skagfirsku matarkistunnar Það einfaldlega fylgir árstíðinni að gera vel við sig í mat og drykk í kring um jólin. iólablaðið Feykir fékk meðlimi Skagfirsku matarkistunnar til liðs við sig og býður því að þessu sinni upp á gómsætar uppskriftir unnar úr Skagfirsku hráefni. HÓTEL VARMAHLÍÐ Þriggja rétta hátíðarkvöldverður Appelsínumarineruð Hólableikja FORRÉTTUR FYRIR 6 800 gr. Hólableikja 1 msk. hunang 2 tsk. salt 1 dl. sítrónusafi Í4 tsk. svarturpipar nýmalaður 1 msk. ólívuolía 1 dl. appelsínuþykkni 20 stk. grcen piparkorn 1 msk. söxuðfersk mynta Börkur og safi úr 1 appelsínu Flakið og roðflettið bleikjuna. Skerið í þunnar sneiðar og setjið í skál. Rífíð börkinn af appelsínunni með rifjárni og setjið í sjóðandi vatn í nokkrar sekúndur. Hellið á sigti og kælið. Kreistið safann úr appelsínunni í skál og blandið út í safann hunangi, salti, sítrónusafa, ólívuolíu og appelsínuþykkni. Hrærið vel saman, bætið berkinum útí og myljið grænu piparkornin saman við. Hellið sósunni yfir bleikjuna og blandið myntunni og svarta piparnum vel saman við. Látið marinerast í sólahring. Skreytið með klettasalati og appelsínu- sneiðum og berið fram með nýbökuðu brauði. Hrossalund með gráðosti AÐALRÉTTUR FYRIR 6 1,2 kg. skagftrsk hrossalund 1 gráðostur Salt og pipar Fitusnyrtið lundina mjög vel og skerið í 200 gr. steikur. Ath. að kjötið er svo mjúkt að hægt er að móta steikurnar með höndunum, t.d. þynna þær. Snöggsteikið steikurnar við góðan hita á báðum hliðum og kryddið með salti og pipar. Færið steikurnar upp á eldfast fat og myljið gráðost yfir hvern bita. (Magn eftir smekk). Setjið steikurnar í 200°c heitan ofn og bakið áfram í 5 - 7 mín. Athugið að kjötið er mjög viðkvæmt og það EFTIRRÉTTUR Skyrdesert (fyrir 8) Vi pakki Haust kex ‘A pakki kanilkex frá Lu 100 gr. smjör Kexið mulið og bræddu smjörinu blandað saman við. Þetta er sett á ofnskúffu og bakað í 6 mín. við 180°c, síðan kælt og sett í botninn á fallegum ábætisskálum. Vi kg. óhrært skyr frá mjólkursamlagi KS 1 tsk. vanillusykur 4 msk. sykur 2egg Þetta er allt hrært vel saman og sett ofan á kexið í skálunum. Berjasulta að eigin vali sett yfir skyrið. Upplagt að nota heimagerðar sultur ef þær eru til, s.s. bláberja, sólberja eða jarðarberja. Einnig má sjóða upp á blönduðum frosnum berjum og þykkja aðeins með tilbúinni sultu, kæla og setja yfir skyrið. Að lokum er örlitlum rjómatopp sprautað yfir og skreytt með ferskum berjum.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.