Feykir


Feykir - 29.11.2007, Blaðsíða 26

Feykir - 29.11.2007, Blaðsíða 26
Méimm * ■* *★ ★ ★ **■ Undirbúum jólinmeð börnunum okkar Gæðastundir áaðventu Aðventan er og á að vera tími fjölskyldunnar til þess að njóta þess að vera saman og undirbúa jólin. Það er ýmislegt sem börnin geta gert til þess að aðstoða við jólaundirbún- inginn og gaman að setjast niður með þeim og útbúa jólanammi sem þau geta síðan gefið afa og ömmu í jólagjöf nú eða bara notið sjálf um hátíðirnar. Þá getur verið gaman að útbúa merkimiðana á jólapakkana úr trölladeigi og láta börnin um þá vinnu. Eitthvaó sem gerir jólapakkana persónu- lega og skemmtilega. KÓKOSkÚUJK. SftLKtKAtfS Hráefni: 4 dl. flórsykur 4 dl. kókósmjöl 3-4 msk. rjómi 3 msk. smjörlíki I eggjahvíta Aðferð: Öllu þeytt saman og litlar kúlur gerðar og fryst. Síðan baðað í rjómasúkkulaði og má líka velta uppúr kókós. Geymist í loftþéttum umbúðum frarn að jólum. KAfiAKteUVk KATA AAAfifS Hráefni: 3 dl. sykur 3 dl. sýróp 3 dl. rjómi Þetta er allt sett saman í pott og soðið til þess að byrja með 25 mínútur. Þá er gott að setja karamellu í skeið og í kalt vatn, ef hægt er að móta kúlu þá er karamellan tilbúin annars þarf hún að sjóða lengur. Þegar karamellan er soðin er gott að bæta við þetta tveimur matskeiðum af smjöri og hálfri teskeið af vanillu. Karamellan er síðan kæld og þar næst skorin í hæfilega bita. Sniðugt er að festa kaup á sellafón og pakka karamellunni inn. ÖfttKtU YtfÞt tAKA tKKI AP 6AKA Botn: 200 gr. Síríus Konsum suðusúkkulaði 90 gr. smjör 2 pk. Maltabitar 1 bolli Rice Crispies Krem: 1/2 dl. rjómi 100 gr. Síríus rjómasúkkulaði eða Síríus Konsum 50 gr. smjör 2 bollar flórsykur Nóa kropp til skrauts Svona gerum við! Botn: Bræðið súkkulaðið og smjörið. Myljið Maltabitana í matvinnsluvél. Hrærið Maltamylsnunni út í súkku- laðiblönduna ásarnt Rice Crispies og þrýstið blöndunni í ferkantað form sem klætt hefúr verið meðbökunarpappír. Kælið botninn og útbúið kremið. Krem: Hitið rjómann ogbntjið súkkulaðið út í. Hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað Bætið smjörinu út í og hrærið flórsykurinn hægt saman við. Látið krenrið standa í 12-15 mín. Smyrjið kreminu á kaldan botninn, stráið Nóa kroppi yfir og kælið þar til kremið hefur stífnað. Skerið í bita. ttf/AAÞTOq qOTT ÚKSAPTHrftTV/n oq SÚKKUPA PIKÚStWuM Innihald: 200 gSíríus suðusúkkidaði 10 gr. plöntufeiti 150 gr. salthnetur 125 gr. Nóa súkkulaðirúsínur Leiðbeiningar: Bræðið suðusúkkulaðið og plöntufeitina í vatnsbaði. Brytjið salthneturnar og rúsínurnar gróft og setjið út í súkkulaðibráðina. Hrærið saman og setjið í lítil form. Kælið. TKÖÞÞAÞttq t>ftPt f AÖr/PUKoq tttfS HtrfTuqrnt- ttss ap ÚrtSÚA KtKSÓf/UPtejA JÓPAMt KktMtPA Hráefni: 300 gr. fínt borðsalt 6 dl. sjóðandi vatn 1 msk. matarolía 300 gr. hveiti Setjið borðsaltið í skál og hellið vatninu yfir ásamt matarolíu. Hrærið hveitinu smátt og smátt saman við þar til að leirkúla hefur myndast. Hnoðið deigið í höndunum þar til það er orðið mjúkt og teygjanlegt. Bætið við hveiti eftir þörfum. Síðan er bara að móta úr deiginu það sem hug- myndaflugið býður upp á. Því næst eru listaverkin bökuð og fer bökunartíminn eftir þykkt listaverkanna. Þunnar fígúrur bakast við 175 gráður í eina og hálfa klukkustund en þykkar við sama hita í 2-3 klukkustundir. Hvaðætli jólasveinunum þyki gott? Gefðu mér gott í skóinn Að gefa í skóinn er margra alda gamall siður sem ekki var þó uppgötvaður af íslenskum jólasveinum að neinu ráði fyrr en eftir 1950. Eitthvað voru jólasveinarnir okkar ruglaðir í nminu til þess að byrja með og byrjuðu þeir þá að gefa í skóinn 1. desember og fram að jólum. Gerðu jólasveinarnir mun á bömum eftir efnahag og fengu þau nku oft ótæpilega mikið í skóinn sem síðarolli erfiðleikum á skólalóðinni. Það var síðan upp úr 1970 að það tókst að tala sveinana þrettán til og fá þá til að koma bara hvern á sínum degi og hætta þessum stóru gjöfum heldur láta hjartað ráða, gefa öllum svipað og vera nú ekki að hrúga of miklu sælgæti og stórum gjöfum í litla skó. Eitthvað hafa jólasveinamir nú stundum gleymt sér og enn þann dag í dag eiga þeir til í að missa sig við einstaka glugga og gefa dýrar gjafir. Jólablaðið vonar að þeir haldi sig á mottunni þetta árið svo öruggt sé að öll börn á landinu sitji við sama borð. En fyrir þá sem ekki eru með röðina á hreinu og eða hvenær þeir koma ákváðum við að setja það hér upp. í sviga fyrir aftan eru hugmyndir um það hvað þeim þykir gott að fá í gluggann sinn. Eins þykir þeim voðalega gaman að fá bréf frá börnunum. Að kveldi 11. desember kemur Stekkjastaur (elskar piparkökur og mjólk) Að kveldi 12. desember kemur Giljagaur (finnst svo gaman að fá bréf) Að kveldi 13. desember kemur StÚfur (eralltafað reyna að stækka' I fá vítamín) Að kveldi 14. desember kemur Þvörusleikir (óhrein sleif er það besta sem hann veit) Að kveldi 15. desember kemur Pottaskefill (ekki láta mömmu þvo pottinn) Að kveldi 16. desember kemur Askasleikir (hreinlega dýrkar laufabrauð með smjöri) Að kveldi 17. desember kemur Hurðaskellir (suðusúkkulaðimoli og mjólkurdreitill) Að kveldi 18. desember kemur Skyrgámur (elskar að sjálfsögðu skyr) Að kveldi 19. desember kemur Bjúgnakrækir (pylsa kæmi sér vel) Að kveldi 20 desember kemur Gluggagægir (gluggahreinsilögur og tuska) Að kveldi 21. desember kemur Gáttaþefur (ilmvatnið hennar mömmu) Að kveldi 22. desember kemur Ketkrókur (flís af keti eða bara álegg) Að kveldi 23. desember kemur Kertasníkir (kertastubbar em hans líf og yndi)

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.