Feykir


Feykir - 13.12.2007, Side 5

Feykir - 13.12.2007, Side 5
47/2007 Feykir 5 íþróttafréttir Tindastóll - Kefíavík 94-105 Stólarnir úr leik í Bikarkeppninnni Keflvíkingar lögðu lió Tindastóls í parket í Síkinu á sunnudaginn og eru Stólarnir úr leik í Bikar- keppni KKÍ og Lýsingar. Leikurinn var ágæt skemmtun, Keflvíkingar leiddu en Stólarnir voru þó alltaf í frakkalafinu á þeim og ef ekki hefói verió fyrir slælega frammistöðu dómaraparsins hefðu Stólarnir getaó gert betur. Lokatölur voru 94-105 en staðan í hálfleik var 50-54. Keflvíkingar náðu strax yfirhöndinni, léku hraðan bolta og sölluðu niður fínum körfum. Stólarnir náðu hins vegar upp góðri baráttu þegar líða tók á fyrsta leikhluta og náðu að trufla sóknarleik gestanna og gengu síðan á lagið í sókninni. Staðan 20-26. Annar leikhluti gekk svipað fyrir sig, Keflvíkingar bjuggu til forskot og Stólarnir reyndu að brúa bilið. Heldur jókst harkan í leiknum og ljóst að dómarar leiksins, Rögnvaldur og Davíð, voru ekki alveg með á nótunum. Serge Poppe fékk duglegt kjaftshögg ffá einum leikmanna Keflvíkinga án athugasemda dómaranna og varð að fara með kappann á sjúkrahús til að bródera sarnan góðan skurð. Staðan 50-54 í hálfleik. í síðari hálfleik fór verulega að halla á ógjæfuhliðina hjá dómurum leiksins og sam- rærnið í dómgæslunni lítið. Leikurinn engu að síður æsispennandi og Stólarnir að gera ágæta hluti, Isak var þrælgóður og Helgi Rafir seigur í sókn og refúr í vörninni. Það var helst Brown sem virkaði daufur en Keflvíkingar virtust niega gera nánast hvað sem var við kappann án þess að vera refsað. Staðan 73-80 að loknum þriðja leikhluta. Keflvíkingar héldu haus í fjórða og síðasta leikhlutanum og höfðu um 10 stiga forskot þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Það bil náðu Stólarnir ekki að minnka að ráði og Keflvíkingar tryggðu sér öruggan sigur, 94-105. Leikmenn eiga hrós skilið fyrir ágætan leik og góða baráttu. Jón Norðdal var í þrunrustuði hjá gestunum og setti öll 11 skot sín innan teigs niður, gerði 24 stig. Bobby Walker var góður og gerði 28 stig. Hjá heimamönnum var óvenju mikið jafnræði með leikmönnum; stigahæstur var Isak með 19 stig en hann kætti áhorfendur með tveimur glæsilega vörðurn skoturn í síðari hálfleik. Samir fékk lítinn frið utan 3ja stiga línunnar en setti niður fyóra. Þá var Svavar seigur og Serge Poppe var sprækur eftir saum. Nýr leikmaður Stólanna, Philip Perry, sýndi ágæta takta og setti niður 10 stig. Það háði nokkuð liði Tindastóls að það vantar stóran dreka undir körfuna, Keflvíkingar hirtu 28 fráköst á meðan Stólarnir tóku 18. Tindastólsmenn mæta KR í næsta leik í DHL-höllinni nú í kvöld. Síðasti heimaleikur ársins verður föstudaginn á inilli jóla og nýárs en þá koma nýliðar Stjörnunnar í heim- sókn. Stig Tindastóls: ísak 19, Brown 18, Svavar 16, Shaptahovic 12, Poppe 11, Perry 10 og Helgi Rafn 8. Frjálsíþróttir ISkagafirði 2006-2007_ Endaspretturinn í síðasta Feyki birtist pistill eftirÁsbjöm Karlsson umfrjálsíþróttir í Skagafirói 2006-2007. Því miður klipptist aðeins aftan af textanum og hér á eftir fylgir endasprettur pistilsins. Afrekshópur unglinga FRÍ er fámennur hópur þeirra unglinga sem að dómi ung- lingalandsliðsþjálfarans eiga möguleika til að komast í allra fremstu röð í heiminum í frjálsíþróttum. í hópnum nú er Linda Björk. Mótahald í Skagafirði var fjölbreytt að vanda. Stærstu verkefiiin í sumar voru Mf- aðalhluti og Bikarkeppni FRÍ, 2. deild, sein fram foru á Sauðárkróksvelli. önnur stór mót voru Grunnskólamót innanhúss og utan, Lands- bankahlaup, Vomtót UMSS, Fimmtarþrautamiót UMSS og Norðurlandsleikar ungl- inga. Framkvæmd mótanna krefst mikilfar vinnu, en hér í Skagafirði er stór hópur af reyndu og duglegu fólki, sem ávallt er tilbúið til starfa þegar eftir er leitað, þessu fólki em færðar kærar þakkir. Knattspyrna - Tindastóll_ Innanhúsboltinn Meistaraflokkur karla hefur spilað tvo leiki í íslandsmótinu innanhúss. I ár er spilað eftir nýju fyrir- komulagi sem kallast Futsal. Fyrsti leikur var á heimavelli og vannst stór sigur á Vinurn 12- 1. Liðið spilaði svo á Siglufirði s.l. föstudag og tapaði á móti sterku liði KS/Leiftur í hörkuleik 8-5. Róbert þjálfari segist mest rnegnis vera að nota ungu leikmennina, 3. og2. flokk, til að spila í þessu móti. Hann leggur ekki mikla áherslu á þetta mót, enda hefúr liðið einungis 50 mínútur á viku í íþróttahúsinu til æfingar. www.tindastoll.is MITT LIÐ Tækni- og umhverfissviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þykir góður briddsspilari og í hádeginu mundar hann stundum bandmintonspaða af stakri Isnilld. En hann eins og fleiri, hefur áhuga á enska boltanum og með hvaða liði ætli hann haldi? -LiðiðmitterTottenhamHotspur og hefur verið eins lengi og ég man eftir mér. Fæðingarár j mitt, 1951, verður Spurs í fyrsta sinn Englandsmeistarar, en minni mitt nær nú ekki svo | langt aftur. Á árunum upp úr 1960 eru þeir með besta liðið á Englandi. Möguleikarnir þá, til að fylgjast með ensku knattspyrnunni, I voru ekki miklir en maður las allt sem maður komst yfir. j Fylgdist með fréttum úr margra ij daga gömlum dagblöðum sem á þeim tíma bárust aðeins tvisvar í viku norður í !j land. Árið 1962 veröur liðið I aftur Englandsmeistari og vinnur líka FA Cup. 1963 urðum við sigun/egarar í j Evrópukeppni bikarhafa og vorum fyrsta breska félagið til að sigra í Evrópukeppni. j Þá var stórstjarnan Jimmy Greaves markahæsti leikmaður Tottenham og skoraði á einu tímabili 37 mörk. Þarna var grunnurinn lagður og síðan hefur Spurs verið mitt lið. Nokkur mögur ár hafa auðvitað komið en liðið j hefur alla tíð spilað léttleikandi sóknarfótbolta sem gaman er á að horfa. Ég viðurkenni að varnarleikurinn er ekki alltaf gallalaus og ég verð að sætta meistarar aftur fyrr en 2011. Eini tíminn sem erfitt hefurverið að vera Spursari var tímabilið 1998 - 2001 þegar Arsenal maðurinn Georg Graham var stjóri - það voru erfið ár. Hefur þú einhvern tíman lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði ? Maður lendir ekki í deilum út af aðdáun sinni á Spurs - sú aðdáun er óumdeilanleg. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu ? Já ég hef komið á White Hart ; Lane - mætti þar með félögum f j mínum úr Mill-Jón. Við sáum j Newcastletekiðíkennslustund. 3 Áttum líka góðar stundir á Bell \ & Hare fyrir og eftir leik. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið ? Uppeldið gengur illa. Sonurinn | er Þoolari og tengdasynirnir Utd-menn. Af litla afastráknum f eru allar Tottenhamflíkur teknar strax og settar á 90° í þvottavélinni. Markvisst er litli kútur heilaþveginn. Hann er nú skynsamur svo það er ekki vonlaust um að hann átti sig þegar hann þroskast. ^orspvi^

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.