Feykir


Feykir - 08.05.2008, Blaðsíða 6

Feykir - 08.05.2008, Blaðsíða 6
6 Feyklr 18/2008 Elín Ásta Bjarnadóttir og Vilhelm Berg Hafsteinsson eignuðust lítinn baráttujaxl Kraftaverkakarlinn Hafsteinn Bjami Hafsteinn Bjarni Vilhelms- son er sjö vikna kraftaverka- karl, sonur Vilhelms Bergs Hafsteinssonar og Elínar ÁstuBjarnadóttur.Hafsteinn litli var hætt kominn við fæðingu og var honum fyrstu tvo sólahringa lífs síns vart hugað líf. Sjö vikum síðar brosir þessi litla hetja framan í blaðamann Feykis úr öruggum móðurfaðmi. Vilhelm, faðir Hafsteins, er frá Blönduósi en Elín Ásta er frá Hvalnesi á Skaga. Fyrir fæðingu Hafsteins Bjarna var litla íjölskyldan búsett á Reyðarfirði en í dag hafa þau fest sér einbýlishús á Blönduósi og hyggjast flytja aftur heim um leið og Vilhelm fær sig lausan úr starfi sínu í álverinu á Reyðarfirði, þar sem hann starfar sem rafvirki. Á Reyðaríjörð fluttu þau sl. haust. Elín hafði uppi áform um að setjast á skólabekk en hún er einungis 17 ára gömul og Vilhelm fór ásamt Bjarna, tengdaföður sínum að starfa í álverinu. Þegar í ljós kom að Elín átti von á barni ákvað hún að fresta skólagöngu sinni um eitt ár og vann hún tímabundið í sjoppu meðan hún beið fæðingu barnsins. í fyrstu áttu þau von á tvíburum en misstu annað barnið. -Eftir það gekk meðgangan mjög vel og það var allt eðlilegt í öllum skoðunum, útskýrir Elín sem gekk rúma viku fram yfir áætlaðan fæðingardag barnsins. Þann 13. mars dró síðan til tíðinda og klukkan hálf sjö um morguninn kom lítill drengur í heiminn á sjúkrahúsinu á Norðfirði. -Fæðingin sjálf gekk vel en þegar hann kom í heiminn kom í ljós að fylgjan var orðin ónýt og hann var hættur að fá næringu frá henni og komin á sitt eigið batterí eins og læknarnir orðuðu það við okkur. Hann hafði gleypt legvatn eins og stundum gerist en það sem gerði honum síðar svo erfitt fyrir var það að hann var farinn að kúka og pissa í legvatnið. Læknarnir líktu þessu við það að fullorðinn maður myndi drekka bensín. Lungun brunnu illa og voru því ekki starfhæf þegar hann fæddist, rifjar Vilhelm upp. Elín fékk rétt aðeins að fá litla drenginn í fangið meðan klippt var á naflastrenginn en síðan liðu 10 dagar þar til hún fékk að halda á honum á nýjan leik. Ástand hans var mjög erfitt og ekki hjálpaði upp á ástandið að ekki er barnalæknir starfandi við sjúkrahúsið á Norðfirði né er þar til staðar hitakassi eða öndunarvél fyrir nýbura. -Hefðurn við gert okkur grein fyrir að svona gæti farið og ekki síður hve aðstaðan er bágborin þarna hefðum við aldrei farið í fæðingu þarna. Ég vil þó taka það fram að læknarnir og Ijósmóðurinn reyndust okkur einstök og í raun frábært að þau skyldu ná að halda honum á lífi með nánast ekkert annað en viljann að vopni. Annað, sem mér þótti eftir á að hyggja gagnrýnivert, er að ekki er flogið beint á Norðfjörð heldur þurfti sjúkraflugvél að fara með hitakassa frá Akureyri á Egilsstaði þaðan sem keyrt var með búnaðinn á Norðfjörð og síðan aftur á Egilsstaði þaðan sem flogið var suður. Þarna leið dýrmætur tími sem hefði getað reynst dýrkeyptur, segir Vilhelm með þunga. -Við vorum í raun heppin með það hve veðrið var gott þennan dag og ekkert var að færð, bætir hann við. Krítískir sólahríngar Ungu foreldrarnir fengu ekki að fljúga með barni sínu suður til Reykjavíkur heldur fóru þau með farþegaflugi upp á von og óvon um hvort litli drengurinn þeirra yrði á lífi þegar til Reykjavíkur kæmi. Elín Petra, móðir Elínar, fór með þeim í flugið sem var að þeirra sögn langt og erfitt enda höfðu þau þegar þarna var komið sögu verið vakandi í rúman sólahring. -Þetta var mjög erfitt en við höfðurn hvort annað sem hjálpaði auðvitað eitthvað. Þegar við komum suður var hann kominn inn á vökudeild þar sem ljósmóðir tók á móti okkur og við fengum herbergi. Þennan 1. dag var hann í mikilli hættu og starfsfólkið var ekki bjartsýnt á að hann myndi hreinlega lifa þetta af. Það var auðvitað gott að fá að vita hver staðan var en okkur leið skiljanlega mjög illa og óvissan var erfið, segir Elín og horfir ástúðlega á son sinn sem sefur við brjóst móður sinnar. í mömmufangi er best Á þriðja degi fóru að koma góðar fréttir og þann dag skrifuðu þau eftirfarandi orð á heimasíðu Hafsteins Bjarna á barnalandi; -Komið þið sæl. Við fjölskyldan erum með mjög góðar fréttir, læknarnir sögðu að ég væri úr mestri lífshættunni. Það er vegna þess að ég er svo duglegur að vakna og horfa í kringum mig og fylgja eftir hljóðum,pissa og kúka. Svo er ég orðinn svakalega duglegur að melta mjólkina úr mömmu enda bragðast hún eins og afbragðs rjómi. Nú er reiknað með að ég verði allavega eina viku í viðbót í þessari öndunarvél og næsta skref yrði að fara í aðra öndunarvél sem að veitir minni stuðning hlakka mikið til það er svo mikill hávaði í þessari. Þannig að ég á langa baráttu fyrir höndum en ég mun rúlla því upp með hjálp mömmu og pabba. Eftir þetta fóru hlutirnir að þróast hratt í rétta átt og Hafsteinn litli Bjarni sannaði í eitt skipti fyrir öll að hann er sannkallaður baráttujaxl. Á 10. degi fékk Elín öðru sinni að halda á syni sínum þá kom þetta inn á heimasíðu hans; -Ég er farinn að fá enn meiri mjólk í dag en í gær og er ég farin að fá 45ml í hverjum skammti sem að verður að telja skrambi gott. Mamma fékk að halda á mér í fyrsta skiptið í dag þegar var verið að færa mig til. Það þurfti að færa mig til, vegna þess að ég kúkaði og pissaði út um allt þegar læknirinn var að taka sýni úr mænuvökvanum og því þurfti að skipta um allt undir mér af því að það var allt út úr kúkað og pissað, þannig á að hefna sín á þessu liði. Tveimur dögurn síðar kom síðan þessi færsla; -Loksins fékk ég að fara í fangið á mömrnu, og það er það besta sem að ég hef upplifað á minni stuttu ævi.ég fékk að vera í fanginu á mömmu í rúmlega 2 klst og mér hefur aldrei liðið jafn vel alltaf best að vera hjá mömmu. Líta lífið öðrum augum Læknarnir gerðu ráð fyrir að Hafsteinn Bjarni yrði að matast í gegnum sondu í einhverja mánuði en hann var fljótur að tileinka sér að nærast sjálfur og er í dag eingöngu á brjósti. Þyngist og dafnar vel, er brosmildur og það sem meira er leyfir foreldrum sínum að sofa og hvílast á nóttunni. Er sem sagt sannkallað draumabarn. -Við verðum hins vegar afltaf að muna að hann var mjög veikur og má því ekki við að kvefast eða veikjast sem gæti orðið mjög slæmt fyrir hann. Hann útskrifaðist fimm vikna gamall af sjúkrahúsinu og við fórum þá norður á Blönduós þar sem við búum enn hjá foreldrum mínum, segir Vilhelm. Aðspurð segjaþau að reynslan hafði breytt þeim og í dag horfi þau lífið öðrurn augum en þau gerði fýrir einungis sjö vikum síðan. -Ég er til dæmis ekki viss um að við værum að snúa aftur heim ef þetta hefði ekki gerst. Eins erum við ákveðin í að næsta barn komi til með að fæðast fyrir sunnan. Við vfljum búa með Hafstein Bjarna þar sem stutt er í góða læknisþjónustu og því ákváðum við að snúa aftur heim. Pabbi er rafvirki og ég fer að vinna með honum en Elín hyggst snúa aftur á skólabekk næsta haust. Það lá því alltaf fyrir að annað okkar yrði að keyra á milli í vinnu eða skóla en þegar við fundum gott framtíðarheimili á Blönduósi ákváðum við að setjast þar að, segir Vilhelm og Elín á lokaorðið; -Hins vegar reyndumst allir bæði á sjúkrahúsinu fyrir austan og eins á vökudeildinni okkur einstaklega vel og studdu okkur í gegnurn þessa lífsreynslu. Fyrir það erum við óendanlega þakklát. Það eru forréttindi að hafa aðgang að deild eins og vökudeildin er. Þar starfar fólk sem hefur það að atvinnu að bjarga lífum barna eins og Hafsteins Bjarna.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.