Feykir


Feykir - 08.05.2008, Blaðsíða 10

Feykir - 08.05.2008, Blaðsíða 10
lO Feykir 18/2008 Þrekkeppni Þreksports 2008 Fimir fætur og stæltir kroppar Arshátíðardagur líkams- ræktarstöðvarinnar Þrek- sports á Sauðárkróki var haldinn með stæl um miðjan apríl. Fjögurra tíma spinning, þrekkeppni og fjörug árshátíð þar sem þrek og þol meðlima stöðvarinnar voru reynd á hinurn ýmsu sviðum. Dagskráin byrjaði á því að Þorsteinn Broddason ásamt hópi valinkunnra snillinga tóku á því á spinning hjólunum í fjóra tíma án þess að taka hlé. Góð upphitun fyrir sjálfa þrekkeppnina þar sem keppt var í sjö greinum sem reyndu bæðiáþolog styrk keppenda. Það er skemmst frá því að segja að keppnin tókst vel og var bæði hörð og skemmtileg. Reiknað er með því að þrekkeppnin verði gerð að árlegum viðburði. Á árshátíðinni voru síðan sigurvegararnir krýndir auk þess sem Guðný Guðmundsdóttir og Pétur Valdimarsson fengu verðlaun fyrir bestu mætingu. (Heilbriqðisstofnunin Sauðárkróki Frá Heilbrigðisstofnuninni Guðmundur Már Stefánsson lýtalæknir veröur meö móttöku fimmtudaginn 22. maí n.k. Tímabókanir í síma 455 4022. SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN Tveirgóðir kostir tií að ávaxta spariféð sitt KS-bókin er með 6,5% vexti,bundin f 3 dr og verðtryggð. Önnur KS-bók með innistaeðu yfir 20 milljónir, 13.6% vextir. Samvinnubókin er með lausri bindingu, 13,3%vextir Hafið þið séð betri vexti? J®“KS INNLÁNSD6ILD

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.