Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1945, Page 7

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1945, Page 7
Inngangur. Introduction. 1. Fyrirmæli um atkvæðagreiðsluna. Prescriptions relatives au plébiscile. Hinn 25. febrúar 1944 var samþykkt á alþingi svo h!jóðandi þings- ályktun um niðurfelling dansk-íslenzka sambandslagasamningsins frá 1918: „Alþingi á'lyktar að lýsa yfir því, að niður sé fallinn dansk- íslenzki sambandslagasamningurinn frá 1918. Alyktun þessa skal leggja undir atkvæði allrá alþingiskjósenda lil samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leyni- leg. Nái ályktunin samþykki, tekur hún gildi, er Alþingi hefur sam- þvkkt hana að nýju að aflokinni þessari atkvæðagreiðslu.“ Með lögum nr. 17, frá 24. marz 1944 var svo ákveðið, að atkvæða- greiðsla þessi slcyldi fara fram dagana 20.—23. maí 1944 og jafnframt því atkvæðagreiðsla um stjórnarskrá lýðveldisins íslands, sem sam- þykkt var á Alþingi 1944. Þessi tvöfalda atkvæðagreiðsla fór fram eftir kjörskrám um alþingiskjósendur, er gérðar voru í febrúar 1944. Vfir- ieitt giltu um hana sömu reglur sem um alþingiskosningar. Þó voru gerð- ar þar á nókkrar hreytingar. Hin helzta þeirra var sú, að þeim leyfðist að greiða atkvæði heima hjá sér eða á dvalarstað sínum, er sakir sjúk- dóms, ellihrörnunar eða óhjákvæmilegra heimilisanna ekki gátu farið til atkvæðagreiðslu, og skyldi sú atkvæðagreiðsla fara fram síðustu viku fyrir kjördag eða á kjördegi, og áttu menn að gefa drengskaparyfirlýs- ingu um, hver ástæðan væri. Þá var ennfremur islenzkum alþingiskjós- endum, er dvöldu erlendis, heimilað að neyta atkvæðisréttar sins hjá sendiherra íslands eða ræðismanni erlendis. Loks var svo ákveðið, að atkvæðabréf, sem ekki kæmu til skila fyrr en eftir kjördag eða atkvæða- talning í kjördæmi, skyldu þó ekki teljast ógild, ef þau kæmu fram fyrir gildistöku þingsályktunarinnar og stjórnarskrárinnar, heldur skyldi yfir- kjörstjórn opna þau og telja þau með, er hún liefði sannfærzt um kosn- ingarrétt aðilja.

x

Hagskýrslur um kosningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.