Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1945, Side 9
ÞjóðaratkvæSngreiðsla 1044
ekki hafa tíðkazt að strika aðra út af kjörskránum on þá, sem úrskurð-
aðir voru út af þeim samkvæmt kærum. í kjósendatölunni mun því senni-
lega hafa verið töluvert al' tvítalningum og nokkuð af dánu fólki. Enn-
fremur eru nokkrar iíkur til, að í skýrslum kjörstjórna um kjósenda-
tölu liafi stundum verið taldir jieir, sem á kjörskrá stóðu, en ekki dregnir
frá, svo sem vera bar, þeir, sem stóðu þar með athugasemd um, að þeir
öðluðust ekki kosningarrétt fyrr en eftir kosninguna. En í þetta skipti
mun þess hafa verið stranglega gætt. Allt þetta skýrir það, hversvegna
kjösendatalan við sambandslagaatkvæðagreiðsluna var töluvert lægri
heldur en húast mátti við samkvæmt skýrslunum um síðiislu alþingis-
kosningar.
Af kjósendatölunni 1944 voru Ö6 184 eða 48.7% karlar, en 88 088
eða 51.3% konur. Koma j)á 1053 kvenkjósendur á móts við hvert þúsund
karlkjósenda. Er það meiri niunur heldur en er á tölu allra karla og
kvenna á landinu. Stafar það af því, að innan við kosningaaldur (21 ár)
eru heldur fleiri karlar en konur, en á kosningaaldri cru konur þcim mun
fjöhnennari.
Tala kjósenda í hverju kjördæmi sést á töflu I (bls. 13) og í hverjiun
hreppi á töflu II (hls. 14—19).
4. Hluttaka í atkvæðagreiðslunni.
Participation des électeurs.
í þjóðaratkvæðagreiðslunni tóku þátt 73 058 kjósendur cða 98.4% af
kjösendatölunni á öllu landinu. Hel'ur aldrei orðið neitt svipuð þátttaka
í þjóðaratkvæðagreiðslu eða alþingiskosningum hér á landi. Siðan 1934
hefur kosningahluttakan við alþingiskosningarnar þó æfinlega verið vfir
80%, eins og sjá má á eftirfarandi yfirliti.
1934 ........................ 81.5 %
1937 ........................ 87.9 —
1942 5. júlí ................ 80.3 —
1942 18. okt................. 82.3 —
Við þjóðaratkvæðagreiðsluna um sambandslögin 19. októher 1918
tóku ekki j)átt í atkvæðagreiðslunni nema 13 653 kjósendur eða 43.8%
af kjósendatölunni á öllu landinu. Alþingiskjósendur voru þá líka miklu
færri en nú, ekki nema rúml. 31 þúsund eða rúml. þriðjungur lands-
manna, því að kosningarrétturinn var miklu þrengri heldur en nú.
í töflu I (hls. 13) sést, hve margir af alþingiskjósendum hvers kjör-
dæmis hafa greitt atkvæði við þjóðaratkvæðagreiðsluna 1944. Hve mikil
hluttakan i atkvæðagreiðslunni var hlutfallslega i einstökum kjördæm-
um, sést á 1. yfirliti (bls. 8). í tveim kjördæmum, Seyðisfirði og Vestur-
Skaftafellssýslu, greiddu allir kjósendur atkvæði, en lægst var hlut-