Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1950, Blaðsíða 15
Alþingiskosningar 1949
13
Frambjóðendur við kosningarnar 1949 eru allir taldir jneð stétt og
heimili í töflu III og IV (bls. 22—33).
Við kosningarnar 1949 voru í kjöri 44 þingmenn, sem setið höfðu á
næsta þingi á undan, og náðu 41 þeirra kosningu, annaðhvort sem kjör-
dæmaþingmenn eða uppbótarþingmenn. 8 þingmenn buðu sig ekki fram.
11 nýir menn náðu þingsæti, en 2 þeirra höfðu reyndar verið þingmenn
áður, þótt ekki liefðu þeir átt sæti á næsta þingi á undan kosningun-
uin (Gisli Guðmundsson og Haraldur Guðmundsson).
Eftirfarandi yfirlit sýnir, hve margir af þeim, sem þingsæti náðu við
5 siðustu kosningar, bjuggu í kjördæminu, sem þeir buðu sig fram í
og hve margir utan þess:
1937 % 1912 1942 1946 1949
Innanhéraös . 27 29 29 29 34
Utanhéraðs .. 22 20 23 23 18
Samtals 49 49 52 52 52
Flestir utanhéraðsþingmanna eru búsettir i Reykjavík, 15 af 18 við
kosningarnar 1949.
í töflu IV (bls. 2(5—33) er getið um fæðingarár og dag allra þeirra,
sem þingsæti hlutu við kosningarnar 1949. Eftir aldri skiptust þeir
þannig:
21—29 ára ............. 2 50—59 ára ............. 17
30—39 — ............... 9 60—69 — ............... 11
40—49 — ............. 13 -------
Samtals 52
Elztur þeirra, sem kosningu náðu, var Þorsteinn Þorsteinsson, 64
ára, en yngstur Jónas Arnason, 26 ára.
í töflu III (hls. 22—25) sést, hvaða flokkar hafa haft framboðslista í
þeim kjördæmum, þar sem kosið var hlutfallskosningu, en í töflu IV
(bls. 26—33) eru bókstafir aftan við nafn hvers frambjóðanda, er tákna
til hvaða flokks þeir töldust, þegar kosningin fór fram.
Alþýðuflokkurinn hafði lrambjóðendur í öllum kjördæmum, nema
Austur-Skaftafellssýslu, en hinir flokkarnir þrír höfðu frambjóðendur
í öllum kjördæmum.
7. Úrslit atkvæðagreiðslunnar.
Répartition des bulletins.
í töflu IV (bls. 26—33) sést, hvernig úrslit kosninganna liafa orðið
í hverju kjördæmi og hvernig gild atkvæði hafa fallið á livern fram-
boðslista eða einstaka frambjóðendur, en samandregið yfirlit um þetta
fyrir allt landið er að finna í 3. yfirliti (bls. 14). 1 töflu IV eru einnig
sýnd lil samanburðar kosningaúrslitin i liverju kjördæmi við næstu
kosningar á undan, 1946.