Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1967, Blaðsíða 7

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1967, Blaðsíða 7
Inngangur. Introduction. 1. Tala kjóscnda. Number of registered electors. Með forsetabréii 19. apríl 1967 var ákveðið, að Alþingi skyldi rofið frá og með 11. júní 1967 og efnt til nýrra kosninga þann dag. Næstu alþingiskosningar á undan höfðu farið fram 9. júní 1963. Yið alþingiskosningar 11. júní 1967 var tala kjósenda á kjörskrá 107 101 eða 53,9% af íbúatölu landsins. Hér er miðað við, að íbúatalan haíi verið 198 600 í júní 1967. Síðan kosningaaldur var færður niður í 21 ár með stjórnarskrárbreytingunni 1934, liefur kjósendatalan verið sem hér segir: Tala í % af kjóscnda íbúatölu 1934, alþingiskosningar........................ 64 338 56,4 1937, alþingiskosningar........................ 67 195 57,1 1942, alþingiskosningar 5. júlí ............... 73 440 59,7 1942, alþingiskosningar 18. október ........... 73 560 59,7 1944, þjóðaratkvæðagreiðsla ................... 74 272 58,5 1946, alþingiskosningar........................ 77 670 59,0 1949, alþingiskosningar........................ 82 481 58,7 1952, forsetakjör .............................. 85 877 58,2 1953, alþingiskosningar......................... 87 601 58,4 1956, alþingiskosningar........................ 91 618 56,8 1959, alþingiskosningar 28. júní............... 95 050 55,3 1959, alþingiskosningar 25. og 26. okt..... 95 637 55,2 1963, alþingiskosningar 9. júní................ 99 798 53,9 1967, alþingiskosningar 11. júní.............. 107 101 53,9 Helztu ástæður fyrir lækkun kjósendahlutfallsins í síðari alþingiskosningum eru þessar: I fyrsta lagi lilutfallslega há fæðingartala síðustu tvo áratugina. í öðru lagi hafa í síðari kosningum ekki verið með í kjósendatölum dánir og þeir, sem hafa fengið kosningarrétt eftir kjördag á kosningaárinu. í þriðja lagi hafa líkindin til þess, að menn séu á kjörskrá í fleiri en einni kjördeild, farið stórum minnkandi, eftir að farið var að byggja kjörskrár á kjörskrárstofum Þjóðskrárinnar, eða frá og með 1956. Þessi breytta tilhögun takmarkar þó ekki rétt sveitarstjórna og annarra hlut- aðeigenda til að ákveða, hverjir skulu vera á kjörskrá og hverjir ekki. í skýrslu Hagstofunnar (nr. 129) um alþingiskosningarnar 1949 er, á bls. 5, yfirlit um kjósendatölu við allar alþingiskosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur frá 1874, og sömuleiðis er þar stuttlega greint frá skilyrðum fyrir kosningarrétti síðan 1903. Vísast til þess. Af kjósendatölunni 1967 voru 49,9% karlar, en 50,l%konur. Koma 1005 kven- kjósendur á móts við hvert þúsund karlkjósenda. Af öllum kjósendum á landinu 1967 komu að meðaltali 1 785 kjósendur á hvern þingmann, en 1 663 við kosningarnar 1963.

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.