Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1967, Blaðsíða 13

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1967, Blaðsíða 13
Alþingiskosningar 1967 11 íhlutunarréttur landskjörstjórnar liefst. Yfirkjörstjórn liefur því sent auglýsingu um framboðslista í Reykjavík, skv. úrskurði sínum, dags. 12. þ. m., til birtingar í sam- ræmi við ákvæði 42. gr. kosningalaganna“. Úrskurður yfirkjörstjórnar gilti í reynd við merkingu framboðslista í Reykja- vík við alþingiskosningarnar 11. júní, en þegar kom til úthlutunar landskjörstjórnar á uppbótarþingsætum til þingflokkanna, gerði hún það í samræmi við úrskurð sinn. Þetta ágreiningsmál kom til úrskurðar Alþingis, er atkvæði voru greidd þar um kjörbréf Steingríms Pálssonar, 8. landskjörins þingmanns Alþýðubandalagsins samkvæmt úthlutun landskjörstjórnar á uppbótarþingsætum. Voru 28 þingmenn samþykkir því, að kjörbréf Steingríms yrði tekið gilt, þ. e. allir þingmenn Alþýðu- bandalagsins og Framsóknarflokksins. Einn þingmaður greiddi atkvæði á móti og gerði sérstaka grein fyrir atkvæði sínu, en aðrir þingmenn sátu hjá. Frambjóðendur skiptust þannig á kjördæmi: Reykjavík ................................... 144 Reykjaneskjördæmi............................. 50 Vesturlandskjördæmi........................... 40 Vestfjarðakjördæmi............................ 40 Norðurlandskjördæmi vestra.................... 40 Norðurlandskjördæmi eystra.................... 48 Austurlandskjördæmi .......................... 40 Suðurlandskjördæmi ........................... 48 Frambjóðendur við kosningarnar 1967 eru alhr taldir með stöðu og heimilis- fangi í töflu II á bls. 19. Við kosningarnar 1967 var í kjöri 51 þingmaður, sem setið hafði sem aðalmaður á næsta þingi á undan. Af þessum frambjóðendum náðu 46 kosningu, annað hvort semkjördæmiskosnir þingmenn eða uppbótarþingmenn. Þingmenn undanfarins kjör- tímabils, sem ekki voru í kjöri, voru Davíð Ólafsson, Einar Ingimundarsson,Gunnar Thoroddsen, Halldór Ásgrímsson, Hermann Jónasson, Karl Kristjánsson, Ólafur Tbors (andaðist 31/12 1964), Sigurður Óh Ólafsson, og Þorvaldur G. Kristjánsson. Þeir þingmenn, sem ekki náðu kosningu, voru Helgi Bergs og Ragnar Arnalds, og auk þess Alfreð Gíslason, Einar Olgeirsson og Sigurður Ágústsson, en þessir þrír menn voru í neðsta eða næstneðsta sæti lista síns í viðkomandi kjördæmi. Hinir 14 nýkosnu þingmenn voru: Birgir Kjaran, Bjarni Guðbjörnsson, Friðjón Þórðarson, Jón Ármann Héðinsson, Jónas Árnason, Karl Guðjónsson, Magnús Kjartansson, Pálmi Jónsson, Pétur Benediktsson, Stefán Valgeirsson, Steiugrímur Pálsson, Stein- þór Gestsson, Sveinn Guðmundsson og Vilhjálmur Hjálmarsson. Fimm þessara þing- manna hafa verið kjörnir sem aðalmenn á þing áður: Birgir Kjaran (frá hausti 1959 til 1963), Karl Guðjónsson (1953—1963), Friðjón Þórðarson (1956 til sumars 1959), Jónas Árnason (1949—1953) og Vilhjálmur Hjálmarsson (1953 til sumars 1959). Þrír binna síðast töldu þingmanna höfðu auk þess setið áður á þingi sem varamenn. Sveinn Guðmundsson tók vorið 1965 sæti Gunnars Tlioroddsen á Alþingi, en hafði auk þess setið áður sem varamaður. Þrír hinna 14 ofan töldu þingmanna höfðu áður setið sem varamenn: Bjarni Guðbjörnsson, Magnús Kjartansson og Steingrímur Pálsson. Þeir, sem ekki hafa áður átt sæti á Alþingi eru: Jón Ármann Héðinsson Pálmi Jónsson, Pétur Benediktsson, Stefán Valgeirsson og Steinþór Gestsson. Eftirfarandi yfirlit sýnir, hve margir af þeim, sem þingsæti náðu við 8 síðustu kosningar, bjuggu í kjördæminu, sem þeir buðu sig fram í, og hve margir utan þess.

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.