Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1991, Blaðsíða 5

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1991, Blaðsíða 5
Formáli Kosningaskýrslur voru fyrst gefnar út hér á landi árið 1882 og tóku þær til alþingiskosninga árið 1880 og aukakosninga árið 1881. Árið 1912 var í Lcmdshagsskýrslum birt skýrsla Klemensar Jónssonar um allar almennar þingkosningar árin 1874-1911. Eftir þetta tóku við kosningaskýrslur Hag- stofunnar og náðu hinar fyrstu til alþingiskosninga árin 1908-1914. Hagstofan hefur frá upphafi gefið út skýrslur sínar um alþingiskosningar, forsetakosningar og þjóðar- atkvæðagreiðslur í röðinni Hagskýrslur Islands og hefur þar birst 31 rit um þessar kosningar. Þá hefur Hagstofan tekið saman skýrslur um sveitarstjórnarkosningar frá árinu 1930 og lengst af birt í Hagtíðindum. En frá og með sveitar- stjórnarkosningum 1990 eru þær gefnar út sérstaklega sem hluti af Hagskýrslum Islands. Árið 1988 gaf Hagstofan út í tveimur bindum allar skýrslur sem gerðar höfðu verið unt kosningar til alþingis og sveitarstjórna, forsetakjör og þjóðaratkvæðagreiðslur tímabilið 1874-1987. Þessar skýrslur voru alls 43 að tölu, en síðan hafa komið út skýrslur um forsetakjörið 1988, sveitarstjórnarkosningar 1990 og nú alþingiskosningar 1991. Þess má geta að á þeim hartnær 47 árum, sem liðu frá stofnun lýðveldisins til síðustu alþingiskosninga, hefur verið kosið 15 sinnum til Alþingis. Fyrstu alþingiskosningarnar eftir stofnun lýðveldisins fóru fram á árinu 1946 og frá því hafa að meðaltali liðið 3 ár og 2 mánuðir milli alþingiskosninga. Sú skýrsla, sem hér birtist um alþingiskosningarnar 1991, er 46. kosningaskýrslan frá upphafi. Skýrslur um alþingis- kosningar hafa breyst talsvert í áranna rás þótt skýrsluefnið hafi verið hið sama. Hafa breytingamar ráðist fyrst og fremst af breytingum á kosningalögum og kjördæmaskipan. Skýrslur um alþingiskosningar breyttust vemlega með þeirri skýrslu sem tók til kosninganna 1987, og stafaði það af breytingum á stjómskipunarlögum árið 1984 og á kosningalögum það ár og árið 1987. Meginbreytingin var sú að hinar flóknu reglur um úthlutun þingsæta, sem fyrst vom í gildi í kosningunum 1987, gerðu það nauðsynlegt að fram kæmi í kosningaskýrslu hvernig þingsætum væri ráðstafað og endanleg úrslit fengin. Þessu er og fylgt í þeirri skýrslu sent hér birtist, og er hún með svipuðu sniði og skýrslan um kosningarnar 1987. Heimildir þær um alþingiskosningarnar 20. apríl 1991, sem þessi skýrsla byggist á, eru eftirfarandi: 1. Tölur um kjósendur á kjörskrá og greidd atkvæði eru eftirskýrslumundirkjörstjóma,semþærgeraáeyðublöð og Hagstofan lætur í té. 2. Upplýsingar um framboðslista, þ.m.t. nöfn, starfsheiti og heimilisföng frambjóðenda, em eftir auglýsingum yfirkjörstjórna þar að lútandi, en þær hafa verið samræmdar. Þar sem upplýsingaratriði hefur vantað í auglýsingu hefur þeim verið bætt í eftir öðrum heimildum, svo sem.eftir upplýsingum frambjóðenda eða starfsmanna framboðsaðila. Fullt heimilisfang er ritað ef það er í strjálbýli, en annars er aðeins getið þéttbýlisstaðar. 3. Tölur um kosningaúrslit og úthlutun þingsæta eru fengnarúrskýrslumyfirkjörstjórnatillandskjörstjómar og úr skýrslum landskjörstjórnar til Hagstofunnar, en hún hefur sjálf skipulagt framsetningu efnisins. Á Hagstofunni hefur Guðni Baldursson séð um gagna- söfnun, úrvinnslu og gerð þessarar skýrslu, en Sigurborg Steingrímsdóttir annast umbrot ritsins. Hagstofu fslands í desember 1993 Hallgrímur Snorrason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.