Fréttablað - 01.03.1966, Qupperneq 2

Fréttablað - 01.03.1966, Qupperneq 2
l.tbl.bls.2. KIWANISKLÚBBURINK KATLA Nú rekur hver stórviðburðurinn annan. Næstkomandi fimmtudag, 31. marz á hádegi, verður haldinn svonefndur "organisations-fundur" Kiwanisklúbbsins Kötlu, og hefur klúbburinn þá uppfyllt kröfur Kiwanis International og hlot- ið viðurkenningu þeirra. Rúmum tveim mánuðum síðar, eða í kringum 10. júní n.k., mun einn af stjórnarmönnum höfustöðvanna, hr. Harold M. Heimbaugh, af- henda Kötlu formlega stofnskrána ("Charterinn”), en hann kemur hingað frá Noregi, eftir að hafa afhent hinum nýju klúbbum í Drammen og Kolbotn stofn- skrárnar. LEIKTÆKI KEYPT FYRIR KR. 20 ÞÚSUND Búið er að festa kaup á leiktækjum, sem klúbburinn ætlar að gefa upp- eldisheimilinu Kumbaravogi. Keypt voru tvö vegasölt (á einni grind), rólusett klifurbogi, rennibraut, ruggubátur og handboltamark. Tækin verða tilbúin síð- asta laugardag vetrarins, og verður því væntanlega hægt að afhenda þau og koma þeim fyrir sumardaginn fyrsta. Ekki má gleyma því, að Asgeir Guðlaugsson gefur timbur í undirstöður tækjanna og Hákon Jóhannsson fótbolta og e.t.v. fleiri slík leiktæki. Kærar þakkir til þeirra beggja. SYNDASELIR I næsta eða þarnæsta blaði mun líklega birtast"svartur listi” með nöfnum þeirra meðlima, sem illa sækja fundi klúbbsins. Þið, sem vitið upp á ykkur skömmina, fáið tækifæri á að bæta ráð ykkar á næstu fundum, og við skulum vona, að "svarti listinn" komizt ekki í framkvæmd, eða að hann verði mjög lítinn og þunnskipaður. Það er undir ykkur komið. HAFIÐ ÞIÐ HEYRT ÞENNAN? (Tileinkað okkar ágæta klúbbforseta, Arnóri Hjálmarssyni) Flugumferðarstjóri nokkur festi svohljóðandi tilkynningu upp í flug- stöðinni: Takig eftir, Allt flug yfir hina nýju nektarnýlendu, sem er í 12,8 mílna fjarlægð frá vellinum (stefna SSV 190 gr\5ur réttvísandi) er stranglega bannað. ’ Með Kiwaniskveðju, öskar Lilliendahl

x

Fréttablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablað
https://timarit.is/publication/1177

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.