Fréttablað - 01.09.1966, Blaðsíða 2

Fréttablað - 01.09.1966, Blaðsíða 2
5. tbl. bls. 2 MYNDAVÉLARNAR Eins og ykkur er kunnugt, var ákveðið að báðir klúbbarnir, Hekla og Katla, keyptu tvaer myndavélar, sem notaðar eru við magarannsóknir, og gæfu þær Krabbameinsfélagi Islands og Borgarsjúkrahúsinu. Þessar myndavélar eru nú komnar til landsins og verða bráðlega leystar út. 1 tilefni af þessu urðu miklar umræður á síðasta stjórnar- og nefnd- arfundi um það, hvaða hátt skyldi hafa á, þegar þær verða afhentar. Sumir vilja láta afhenda þær á konukvöldinu, en aðrir telja réttast að þær verði afhentar þar, sem þær koma til með að verða notaðar, þ.e. hjá Krabbameins- félaginu og Borgarsjúkrahúsinu. Að sjálfsögðu var engin endanleg afstaða tekin til málsins, en trúlega verður rætt um það á fundinum þ. 4. október. FRA UPPSTILLINGANEFND Uppstillinganefnd hefur komið sér saman um tillögur til stjórnar- kjörs fyrir næsta starfsár klúbbsins, og verða þær birtar á næsta fundi, þriðjudaginn 4. október. Astæða er til að taka fram, að niðurstöður nefnd- arinnar er aðeins tillaga, en ekki endanlegt val, og geta klúbbfélagar komið fram raeð tillögur um aðra menn en uppstillingarnefnd stingur upp á. LEIÐRÉTTINGAR A FÉLAGATALI Mjög mikilvægt er fyrir okkur alla, að félagatalið sé ávallt rétt, og er því full ástæða til að hvetja ykkur til að tilkynna breytingar, sem kunna að hafa orðið á heimilisfangi ykkar, símanúmeri, atvinnu o.s.frv., og verða þær jafnan birtar hér í blaðinu. Nú skuluð þið taka upp blýant eða penna og skrifa eftirfarandi niður: ölafur J. Eiiiarsson, Miklubraut 20 (áður Dalbraut 3) Örn Egilsson, sími á vinnustað 21275 (áður 22111) Örn Ingólfsson, Niörvasundi 9 (áður Bústaðavegi 55) Og svo hefur hann Guðmundur M. Asgrímsson skipt um fæðingardag???... Við nánari athugun sjáum við ekki hvernig slíkt er hægt, svo að bezt er að skella skuldinni á prentvillupúkann. Guðmundur er fæddur þ. 11. september 1907 en ekki 11. júlí 1907 eins og stendur í félagatalinu. HVAR ERU FUGLAR? .... Um þetta leyti hópast farfuglar saman og yfirgefa land vort og leita til suðlægari landa, og áhrif frá þeim hafa náð til þeirra Eyjólfs, fé- hirðis okkar, og Þóris, erlends ritara, en þeir eru báðir erlendis, þegar þetta er fært í letur, og lá við að stjórnin yrði óstarfhæf vegna þessa, en einhvern veginn tókst þó að halda í henni líftórunni, en úr því að minnst er á Eyjólf féhirði, dettur manni ósjálfrátt í hug sjóður klúbbsins, og þá kemur það furðulega í ljós, að enn eiga ca. 20 meðlimir Heklu eftir að greiða árgjöld sín fyrir yfirstandandi ár. Þetta ber sökudólgunum ekki gott vitni, en sem betur fer gefst þeim kostur á að bæta ráð sitt á næsta fundi og mun Magnús, gjaldkerinn okkar, hjálpa þeim til að öðlast aftur hreina samvizku. BOD FRA KIWANISKLÚBBUM ERLENDIS Varla líður svo vika að ekki berist bréf til okkar frá erlendum Kiwanisklúbbum, þar sera meðlimum Heklu er boðið að heimsækja þá og sitja fundi hjá þeim, og allir vilja þeir allt fyrir gestina gera. Ef einhver byggur á utanferð, getur hann fengið allar upplýsingar, sem þörf er á, hjá ritara okkar, ölafi J. Einarssyni. R i t s t j .

x

Fréttablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablað
https://timarit.is/publication/1177

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.