Fréttablað - 01.09.1966, Blaðsíða 1

Fréttablað - 01.09.1966, Blaðsíða 1
KIWANISKLÚBBURINN HEKLA FRÉTTABLAÐ 5. tbl frA dagskrá- og móttökunefnd Kæru konur f september 1966 1. árg, Þannig bjóða þér á lítur matseðill konukvöldsins út, sem maðurinn þinn ætlar að Hátíðin hefst kl 14. október n.k. skráður gera að matseðill. vera nógu Kötlubræðrum 7.30 e.h. föstudaginn í Leikhúskjallaranum. Borðpantanir hjá yfirþjóni frá 4. október (en þá er almennur fundur) til 10. s.m. Miðar verða seldir á fundinum 4. október, og síðan hjá Helga í Roða, Laugavegi 74, og Helga úrsmiði, Skólavörðustíg 3, fram að 10. mánaðarins. Þeir, sem endilega vil- ja verá síðbúnir, geta fengið keypt stæði við innganginn. Verð hvers miða verður aðeins kr. 400.00, innifalin Kiwanis gleði til kl.-?-, glæsi- legt happdrætti, skemmtiatriði og ofan- verður gert aðvart, svo að nú er um að snar í snúningum til að panta sér borð og tryggja sér þannig þátttöku og skemmtilegt kvöld. Skál! Nefndirnar (Ekki samkvæmisklæðnaður, ... bara sunnudagsfötin) BERJAFERÐIN Þann 11. september s.l. fóru félagar úr báðum Kiwanisklúbbunum hér í berjaferð með börnin á uppeldisheimilinu að Kumbaravogi og barnaheimil- inu í Kópavogi. Auk þeirra tóku konur og börn Kiwanisfélaganna þátt í ferð- inni. Farið var í Grímsnesið og fengin leiðsögn hjá Böðvari Guðmundssyni, bónda á Efri Brú í Grímsnesi, en þar sem varla var bílfært alla leið, var fólkið selflutt á jeppum síðasta áfangann í berjalandið. Hópurinn var vel byrgur af nesti, sem ýmsir aðilar höfðu lagt til endurgjaldslaust. Haraldur í Hafnarbúðum sá um að nóg væri af smurðu brauði, Sanitas lagði til gosdrykkina, pylsurnar voru frá Sláturfélagi Suðurlands, kexið frá Frón og sælgætið frá ópal. Klúbbarnir færa öllum þessum aðiíum hjartans þakkir fyrir rausnina. Þegar halda átti heim á leið, kora í ljós, að enn var mikið eftir af nestinu, þótt allir hefðu neytt eins mikils og þeir gátu í sig látið, og var því ákveðið að færa heimilinu að Kumbaravogi það sem eftir var af pyls- um og brauði, en afgangurinn af kexinu og sælgætinu var gefinn barnaheim- ilinu í Kópavogi. Öllum þeim, sem þátt tóku í þessari ferð, bar saman um, að hún hefði tekist framúrskarandi vel, þótt fremur lítið væri um ber á þessura slóðum, enda hefur berjaspretta verið rajög lítil hér sunnanlands nú í haust. For- stöðufólk beggja barnaheimilanna bað fyrir beztu kveðjur og þakklæti til klúbbanna.

x

Fréttablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablað
https://timarit.is/publication/1177

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.