Fréttablað - 01.10.1966, Blaðsíða 1

Fréttablað - 01.10.1966, Blaðsíða 1
KIWANISKLÚBBURINN HEKLA FRÉTTABLAÐ 6 6. tbl. október 1966 1. árg. FRÚARKVÖLDIÐ - AFHENDING MYNDAVÉLANNA Frúarkvöld Kiwanisklúbbanna beggja var haldið í Leikhúskjallaranum 14. október s.l. og fór prýðilega fram. Bjarni B. Asgeirsson setti hófið og stjórnaði því. Magnús Jóhannesson flutti minni kvenna og gerði þvi göð skil. Kveðja barst frá Einari A. Jóns- syni, sem staddur var í Helsingfors. Forsetar Heklu og Kötlu, Arnór og Páll fluttu stutt ávðrp. Þá voru gjafir klúbbanna, tvœr magamyndavélar (gastro cameras) afhentar Krabbameinsfélagi Reykjavíkur og Borgarsjúkrahúsinu. Pró- fessor ólafur Bjarnason, formaður Læknafélags Islands, veitti annari vélinni viðtöku f.h. Krabbameinsfélagsins, en dr. Olfar Þórðarson tók við hinni f.h. Borgarsjúkrahússins. Báðir fluttu þeir klúbbunum innilegar þakkir og lögðu áherzlu á, hve þýðingarmikil og gagnleg þessi ljósmyndunartæki eru við rann- sóknir og leit að meinsemdum í maga. Því næst var dansað og sungið undir leiðsögn Péturs Hjaltested, þar til röðin kom að aðalskemmtiatriði kvöldsins, gamanþætti ómars Ragnarssonar, og eftir að dregið hafði verið um gull og gersemar í happdrættinu, var haldið áfram dansinum til kl. 2 eftir miðnætti. KOSNING STJÖRNAR A aðalfundi Heklu þ. 18. oktðber s.l. var kjörin stjórn klúbbsins fyrir næsta starfsár, og verður hún þannig skipuð: Júlíus Maggi Magnús, formaður - Þórir Hall, varaformaður ólafur J. Einarsson, ritari - Arni Garðar Kristinsson, erl. ritari Eyjólfur Hermannsson, féhirðir - Asgeir Guðlaugsson, gjaldkeri Meðstjórnendur verða: Ölafur Pálsson, Kristján Skagfjörð, öskar Lilliendahl, Hákon Jóhannsson, Bjarni G. Magnússon, Haraldur Hjálmarsson og Rósar V. Egg- ertsson. ,KÖTLOGOS,, Kiwanisklúbburinn Katla gengst fyrir "Kötlugosi" laugardaginn 5. nóv. n.k. kl. 18.30 og eru allir Kiwanismenn velkomnir og mega gjarna taka með sér gesti (þó ekki kvenfólk). "Gosstöðvarnar" verða 1 nýjum samkomusal að Háa- leitisbraut 58-60, Miðbæ. Heyrst hefur úr einni átt, að nafngift þessa herrakvðlds gefi til kynna að hamfarir verði þar svo miklar að líkja megi við eldgos, - en úr"hinni átt- inni" kom sú skýring að ekki yrði annað en gos(drykkir) á borðum ...... en, kæru bræður, takið ekki mark á slíkum sögum. Þeir, sem mæta á herrakvðldi Kiwanisklúbbs, verða ekki fyrir vonbrigðum. PENINGAGJAFIR Nýlega bárust rausnarlegar peningagjafir í sjóð klúbbsins frá tveim meðlimum, Gunnari Frederiksen og Guðmundi J. Andréssyni, og flytjum við þeim innilegar þakkir fyrir höfðingsskapinn. DANSKI KIWANISKLOBBORINN Nú á tímum fara menn varla svo út fyrir landsteinana að þeir komi ekkl

x

Fréttablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablað
https://timarit.is/publication/1177

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.