Fréttablað - 01.11.1966, Blaðsíða 2

Fréttablað - 01.11.1966, Blaðsíða 2
7. tbl. bls. 2 . tappa úr kampavínsflösku og varð þar allmyndarlegt gos, þótt ekki sé hægt að jafna því við Surtseyjargosið. Margir horfðu með eftirsjá á rennslið úr flöskunni, en Páll mildaði skap þeirra með því að hella því, sem eftir var, í glösin hjá þeim. Kristinn Arason flutti brag um meðlimi klúbbsins með skemmtilegu ívafi og bráðfyndnum athugasemdum, og var gerður góður rómur að. Síðan fór fram hjólreiðakeppni milli Kötlu og Heklu. Páll keppti fyrir hönd Kötlu, en Halldór Magnússon fyrir hönd Heklu. Fengu þeir mikla hjálma og volduga og gekk fremur erfiðlega að koma höfuðfatinu á Pál, en tókst þó að lokum. Keppnin var æsispennandi og voru báðir keppendur hvattir óspart af sínum mönnum, en farartækin ollu þeim nokkrum erfiðleikum, bæði vegna þess að gólfið var hált og hjólin ætluð fjögurra til sex ára börnum. Nokkur vafi lék á úrslitum keppninnar, en þó held ég að Hekla hafi sigrað. Karl Einarsson flutti gamanþátt og hermdi eftir ýmsum af þekktustu persónum okkar þjóðfélags, og gerði það snilldarlega, og hafa þeir Karl G. og ömar eignast þar skæðan keppinaut. Þá sýndu stúlkur úr listdansskóla Þjóðleikhússins dansa, og seint um kvöldið komu fram aðrir dansarar, en rainningin um það atriði er fremur þoku- kennd hjá mér, enda hafði "pro raille"talan hækkað talsvert, þegar hér var komið sögu. Efnt var til happdrættis, og hlutu margir góða gripi. Asgeir Guðlaugs- son og Sigurjón Þórðarson voru meðal þeirra, sem vinninga hlutu, en þeir buðu þá upp og séldu hæstbjóðanda, en féð, sem fyrir þá fékkst, gáfu þeir í styrktarsjóð Kötlu. BREYTT HEIMILISFÖNG Bent Bjarnason, Hrauntungu 24, Kópavogi. (áður Digranesvegi 80 A, Kóp.) Ingimundur Erlendsson, Skólagerði 24, Kópavogi. (áður Hvassaleiti 22.) TÍMARIT ÞJÖNUSTUKLOBBANNA 1 bréfi, sem Arnóri, forseta okkar, barst nýlega, er rætt um tímarit þriggja helztu þjónustuklúbbanna í Bandaríkjunum, en þau eru The Kiwanis Magazine, The Rotarian og The Lion Magazine. Er þar ra.a. skýrt frá því, að sú hugmynd hafi komið fram að þessi þrjú voldugu tímarit sameinuðust í eitt. I Bandaríkjunum er gefið út vikulegt fréttarit, sem heitir Magazine Industry Newsletter. Þann 22. október s.Í. er þar mikið rætt um Kiwanis Mag- azine og tímarit Rotary og Lions og bent á, hve raikið gildi auglýsingar í þessum blöðum hafi fyrir auglýsendur, þar sem meðlimir þessara klúbba séu að jafnaði leiðandi menn í þjóðfélaginu, en þar sem hér sé ekki um að ræða eiginhagsmunasamtök, sé auglýsingaverðið lægra hjá þeim en hjá nokkrum öðr- um sambærilegum tímaritum.í Bandaríkjunum. AFHENDING STOFNSKRAR í KARLSTAD OG MOSS A næsta ári munu að minnsta kosti þrír nýir Kiwanisklúbbar á Norður- löndum fá fullgildingu, og hefur Einari A. Jónssyni, umdæmisstjóra, verið falið að afhenda tveim þeirra stofnskrána. Eru það klúbbarnir í Karlstad í Svíþjóð og Moss í Noregi. Aftur á móti mun forseti Kiwanis International, Dr. Glenn Reed, afhenda Kaupmannahafnarklúbbnum stofnskrána. TIL NEFNDARMANNA Glenn Reed segir: "STARFSEMI í HVERJUM MANUÐI HjA HVERRI NEFND í ____________ HVERJUM KLÚBBT"___________________ FRÉTTABLAÐIÐ Næsta blað kemur ekki út fyrr en í janúar 1967. Ég óska ykkur öllum GLEÐILEGRA JÓLA og FARSÆLS NÝARS. R i t s t j .

x

Fréttablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablað
https://timarit.is/publication/1177

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.