Iðjuþjálfinn - 01.11.2008, Síða 47

Iðjuþjálfinn - 01.11.2008, Síða 47
Auk staðarnáms er boðið upp á iðjuþjálfun í fjarnámi. Með þessu móti er hægt að stunda nám í iðjuþjálfun hvar sem er á landinu. Allt námsefnið er aðgengilegt á vefnum, auk þess sem fjarnemar koma í kennslulotur á Akureyri. Í lotunum sækja fjarnemar kennslustundir með staðarnemum þar sem megináhersla er lögð á verklega þjálfun og umræðu. IÐJUÞJÁLFUN H E I L B R I G Ð I S D E I L D Iðjuþjálfun Háskólinn á Akureyri er eina íslenska menntastofnunin sem býður upp á nám í iðjuþjálfun. Áherslur og námsefni eru sótt til iðjuvísinda, heilbrigðisvísinda, raunvísinda og félagsvísinda. Góð aðstaða er til verklegs náms í sérstökum verknámsstofum. Vettvangsnám er samtals 25 vikur og fer fram í fjölbreytilegu starfsumhverfi víða um land undir handleiðslu starfandi iðjuþjálfa. Námið er markviss undirbúningur undir þau fjölbreyttu störf sem iðjuþjálfar sinna innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, í skólakerfinu og á almennum markaði. Diplómu- og meistaranám í heilbrigðisvísindum Í Háskólanum á Akureyri er boðið upp á diplómu- og meistaranám í heilbrigðis- vísindum. Námið er þverfaglegt og hentar vel fyrir þá sem eru með B.S.-próf í iðjuþjálfun. Lögð er áhersla á frelsi nemenda til að velja sér áherslur í náminu og að þeir fái ráðgjöf í því vali. Meðal viðfangsefna í námskeiðum eru fötlun, lang- vinnir sjúkdómar, öldrun, stjórnun og rekstur, endurhæfing, krabbamein og líknandi meðferð. www.unak.is Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri Sólborg v/Norðurslóð 600 Akureyri Sími: 460 8000 (skiptiborð) eða 460 8036 (skrifstofa heilbrigðisdeildar) Björg Jónína Gunnarsdóttir, nemandi á 4. ári Síðastliðin þrjú ár hafa verið ánægjuleg, áhuga- verð, lærdómsrík og á sama tíma krefjandi.

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.