Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 5
Í laganefnd KÍ sitja Atli Guðlaugsson, FT, Birgir Stefánsson, FG, Hrefna Arnalds, FF, Kristján Thorlacius, FSF, Svan- hildur María Ólafsdóttir, SÍ. Stjórn Kennarasambands Íslands sam- þykkti að fulltrúi FL, Björk Óttarsdóttir, starfaði með nefndinni þar sem félagið varð fullgildur aðili að KÍ 15. september 2001. Laganefnd hafði það hlutverk að fara yfir lög KÍ og leggja fram tillögur um breyting- ar fyrir 2. þing Kennarasambandsins. Nefndin fór yfir lög aðildarfélaga til að gæta samræmis við lög Kennarasambands- ins og farið var yfir reglur sjóða og nefnda. Þá var laganefnd falið að koma með tillög- ur um hvaða skilyrði hópar þurfa að upp- fylla sem óska eftir því að mynda sjálfstætt aðildarfélag í KÍ. Lög Meginbreytingar sem laganefnd varð sammála um að leggja til að gerðar yrðu á lögum Kennarasambandsins fjalla um eftir- talin atriði: • inngöngu Félags leikskólakennara, • að staðfesta frekar sjálfstæði aðildar- félaga hvað varðar kjara- og samningamál ( 20. gr. og 26. gr.), • að skýra betur hlutverk stjórnar, for- manns og varaformanns, • að formaður og varaformaður geti ekki jafnframt stöðu sinni verið formenn aðild- arfélags. Sú breyting tekur þó ekki gildi fyrr en við formanns- og varaformannskjör fyrir þing Kennarasambandsins 2005, • að fækka í stjórn Kennarasambands- ins, formenn aðildarfélaga skipa stjórn ásamt formanni og varaformanni þar sem hver formaður fer með a.m.k eitt atkvæði. Formenn stærri félaganna hafa þó fleiri at- kvæði og fer það eftir fjölda félagsmanna. (16. gr., 19. gr., 21. gr., 22. gr.) Laganefnd varð sammála um að taka undir þær tillögur að fækka í stjórn Kenn- arasambandsins. Rökin fyrir þeirri fækkun eru að sjálfstæði hvers félags eykst til muna, starfsemi innan KÍ hlýtur því að breytast, hvert félag hefur ákvörðunarvald um sín mál og sína starfsemi. Kennarasam- bandið er því orðið samband sjálfstæðra félaga. Hlutverk þess verður fyrst og fremst að vinna að sameiginlegum hags- munum allra félagsmanna í kjara-, félags-, og skólamálum. Við þessar breytingar teljum við nægjanlegt að stjórn Kennara- sambandsins verði eingöngu skipuð for- mönnum félaga ásamt formanni og varafor- manni. Laganefnd tók ekki undir þær tillögur að þetta yrði eingöngu formannastjórn og var það fyrst og fremst vegna þess að við telj- um nauðsynlegt að almennir félagsmenn eigi kost á því að kjósa bæði formann og varaformann þar sem allir aðrir í stjórn Kennarasambandsins eru formenn ákveð- inna félaga og kosnir af þeim. Einnig telj- um við nauðsynlegt að einn ákveðinn aðili gegni stöðu varaformanns og geti tekið að sér störf formanns í forföllum hans án þess að vera jafnframt formaður í einu aðildar- félaganna. Reglur fyrir sjóði og nefndir Ekki eru lagðar til neinar breytingar á reglum vinnudeilusjóðs og orlofssjóðs. Tillögur laganefndar um breytingar á reglum sjúkrasjóðs eru í samræmi við til- lögur sem stjórn sjóðsins hefur gert. Laganefnd telur ekki ástæðu til að fjölga fulltrúum í stjórnum sjóða og nefnda vegna inngöngu FÍL nema í uppstillinganefnd og laganefnd þar sem talið er nauðsynlegt að öll félögin eigi einn fulltrúa. Laganefnd fékk Sigurð Inga Andrésson, FF, til að ræða skilyrði sem hópar þurfa að uppfylla til að mynda sérfélag innan KÍ. Sigurður tók þátt í starfi nefndar sem kosin var á síðasta þingi og fjallaði um umsókn Félags náms- og starfsráðgjafa um að stofna sérfélag innan Kennarasambands Íslands. Laganefnd telur að hópar innan Kenn- arasambands Íslands sem óski eftir að verða sjálfstætt félag innan sambandsins þurfi að uppfylla nokkuð ströng skilyrði til að félagsaðild komi til greina, þar má m.a. nefna: • að lágmarksfjöldi félagsmanna verði að vera fyrir hendi, miða ætti við a.m.k. 200 félagsmenn, • að félagið starfi á landsvísu og hafi fjár- hagslegt bolmagn til að veita félagsmönn- um fullnægjandi þjónustu, • að sérstaða í kjaramálum sé skýr og augljós, • að fagleg sérstaða sé fyrir hendi. Svanhildur María Ólafsdóttir formaður laganefndar Þing KÍ - lagabreyt ingar 6 Breytingar á lögum Kennarasambandsins - tillögur laganefndar Fyrir þinginu liggja þrjár tillögur um breytingu á stjórn Kennarasambandsins. Ein frá laganefnd (milliþinganefnd), önnur frá Félagi framhaldsskólakennara, Félagi grunnskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum og sú þriðja frá Félagi grunnskólakennara einu og sér. Í öllum til- lögunum felst að formenn aðildarfélaganna sitja í stjórn Kennarasambandsins og að auki formaður kjörinn í allsherjaratkvæða- greiðslu meðal allra félagsmanna. Tillaga laganefndar kveður jafnframt á um kjör varaformanns með sama hætti. Í tillögu FF, FG og FS og sértillögu FG er starfi vara- formanns aftur á móti skipt á formanna- hópinn. Félagsmannafjöldi aðildarfélaganna er mjög misjafn eða frá 60 upp í 4000. Í til- lögunum felst að formennirnir fara með mismörg atkvæði í svipuðum hlutföllum og fjöldi stjórnarmanna skiptist á félögin. Tilllaga FG gengur þó lengra þar sem for- maður KÍ fer með tvö atkvæði og formaður Breytingatillögur við lög KÍ Starfandi kennarar útilokaðir frá setu í stjórn Kennarasambandsins Breytingatillögur á lögum Kennarasambandsins sem liggja fyrir full- trúaþinginu fela m.a. í sér að stjórn KÍ verði í höndum formanna aðildar- félaganna en aðrir félagsmenn útilokaðir frá stjórnarsetu. Félagsmenn Kennarasambandsins eru nú um 7500 og fer stjórnin með æðsta vald í málefnum sambandsins á milli þinga sem haldin eru þriðja hvert ár. Þar sem fulltrúaráð, miðstjórn eða annar fulltrúakjörinn vettvangur er ekki í stjórnskipan Kennarasambandsins eiga félagsmenn engan sameigin- legan vettvang allra aðildarfélaga til að ræða málefni Kennarasam- bandsins á milli þinga.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.