Skólavarðan - 01.10.2002, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 01.10.2002, Blaðsíða 13
Ingibjörg Úlfarsdóttir er launafulltrúi KÍ. Ingibjörg svarar öllum almennum fyr- irspurnum um launa- og kjaramál aðildar- félaganna svo og fyrirspurnum vegna fæð- ingarorlofs, lífeyrissjóða og Sjúkrasjóðs KÍ. María Pálmadóttir formaður KFR er í 50% starfi fyrir KFR og FG og Sesselja Sigurðardóttir varaformaður FG er í 50% starfi. Arndís Björk Ásgeirsdóttir hefur ver- ið ráðin starfsmaður FT. Sigríður Sveins- dóttir sem áður gegndi því starfi er nú um- sjónarmaður félagaskrár Kennarasam- bandsins. Starfsmenn Orlofssjóðs eru Hanna Dóra Þórisdóttir, fulltrúi Orlofs- sjóðs, sem stýrir skrifstofu orlofsmála og Anna Dóra Þorgeirsdóttir sem sinnir skrif- stofustörfum hluta úr degi og er umsjónar- maður orlofshúsanna á Sóleyjargötu í Reykjavík. Ingunn Þorleifsdóttir sinnir ræstingum og Berta Björgvinsdóttir og Guðrún Þorsteinsdóttir skipta með sér matráðarstörfum. Hinn nýi varaformaður FF, Aðalheiður Steingrímsdóttir, hefur verið ráðin í hlutastarf fyrir FF með aðset- ur á Akureyri. Hún sinnir m.a. verkefnum er tengjast starfi samstarfsnefnda, trúnað- armanna og félagsdeilda. Ingibjörg Úlfarsdóttir Ég lauk BA. prófi í frönsku frá Háskóla Íslands árið 2001 og stundaði einnig frönskunám við útlendingadeild Sorbonne- háskóla árið 1992. Ég vann áður hjá ráðn- ingarþjónustu STRÁ MRI sem ráðningar- fulltrúi en var þar áður að vinna hjá Flug- félaginu Atlanta frá 1997-2001. Ég tók til starfa sem launafulltrúi KÍ hér í Kennarahúsinu í byrjun sumars og hef verið að lesa hvern kjarasamninginn á fætur öðrum, auk laga um fæðingarorlof, um líf- eyrissjóðsmálin, já og síðast en ekki síst út- hlutunarreglur Sjúkrasjóðs. Félagsmenn eru duglegir að hringja inn með fyrirspurnir og það hefur svo sannar- lega hjálpað mér að dýpka skilning minn á þessum samningum. Þegar ég hef ekki get- að svarað um leið, þá hef ég mætt miklum skilningi og fengið tíma til að leita réttra svara. Starfið er ótrúlega fjölbreytt og spurningarnar sem berast eru af ýmsum toga. Ég hlakka til að takast á við þetta starf og hvet félagsmenn að hafa samband. Það er bæði hægt að hringja hingað eða senda mér tölvupóst á netfangið: ingibjorg @ki.is María Pálmadóttir Ég lauk B.Ed prófi frá KHÍ vorið 1990. Haustið eftir hóf ég kennslu við Hjalla- skóla í Kópavogi og kenndi þar í fimm ár. Haustið 1995 flutti ég mig um set og fór að kenna í Engjaskóla í Grafarvogi sem þá var að taka til starfa. Árið 1997 réð ég mig svo við Austurbæjarskóla og hef kennt þar síð- an. Á kennsluferli mínum hef ég aðallega sinnt almennri bekkjarkennslu, fyrst á ung- lingastigi en svo að mestu kennslu yngri barna auk ýmissa tilfallandi starfa sem tengjast skólamálum. Ég hef setið í stjórn KFR frá 1999 og var kosin formaður félagsins á aðalfundi þess í apríl 2002. Stjórn félagsins skipa sjö menn og er formaður í hálfu starfi með aðsetur í húsi Kennarasambandsins við Laufásveg. Félagið er stærsta svæðafélagið sem á að- ild að FG og er hlutverk þess m.a. að funda reglulega með trúnaðarmönnum, vera málsvari félagsmanna og vinna að bættum kjörum þeirra og starfsskilyrðum. Til að starfið innan félagsins verði öflugt er mikilvægt að forystu þess berist hug- myndir frá félagsmönnum og hvet ég ykkur eindregið til að hafa samband við mig og láta í ykkur heyra. Ég er einnig annar áheyrnarfulltrúa kennara í Fræðsluráði Reykjavíkur og vil benda fólki á að hafa samband við mig telji það að ég geti orðið að liði varðandi mál sem þar eru á döfinni. Með ósk um gott og árangursríkt samstarf! Arndís Björk Ásgeirsdóttir Eftir að ég lauk píanókennaraprófi og burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík 1993-94, þar sem kennari minn var Halldór Haraldsson, stundaði ég framhaldsnám í píanóleik um tveggja ára skeið hjá próf. Peter Toperczer rektor Lista-akademíunnar í Prag. Árið 1996 fluttist ég heim og hóf kennslu við Nýja tónlistarskólann þar sem ég starfa enn. Auk kennslunnar hef ég starfað sem dagskrár- gerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu og gert þætti og þáttaraðir tengdar tónlist. Enn- fremur sá ég um morgunþátt Rásar 1 sum- arið 1997 og um tónlistargagnrýni í Víðsjá. Frá 1998 hef ég skrifað tónlistargagnrýni í DV og sama ár tók ég sæti í stjórn Íslands- deildar EPTA (Evrópusamband píanó- kennara) og hef verið formaður hennar síð- KÍ 16 Við tökum upp þráðinn frá síðustu Skólavörðu og höldum áfram kynn- ingu á starfsmönnum Kennarahúss- ins. Starfsmenn í Kennarahúsinu

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.