2. júní


2. júní - 02.06.1939, Qupperneq 4

2. júní - 02.06.1939, Qupperneq 4
4 2 J Ú N í Nokkur orð. Langt til veggja, heiðið hátt, hugann eggja bröttu sporin. Hefði eg tveggja manna mátt mundi eg leggjast út á vorin. Þannig hugsaði og sagði Stefán frá Hvítadal, og þannig munu margir fleiri hugsa, og þá sérstak- lega þeir sem í bæjunum búa og lítil tækifæri hafa til að njóta hins heilnæma og hreina lofts, þekkja varla nema að nafninu, hvað hreint öræfa og fjallaloft getur verið. Vita tæpast hvað sterkur og dragandi ylmurinn er af blóð- bergi, rjúpnalaufi, lambagrasi og mörgum fleiri smáplöntum, sem ylmá af sól, sumri og gróandi lífi. Þekkja ekki fegurð fjallanna eins vel og Halla, sem ekki gat í byggð unað. Siglfirðingar hafa lítið af hreinu fjallaloft að segja, yfir sumartímann, þeir hafa fengið kolareyk í staðinn, og það er auðvitað gott og blessað, því fleira fylgir. »En maðurinn lifir ekki á brauði einu saman«. Hreint loft í lungun skaðar ekki, hugsa skátarnir þegar þeir draga af stað í útilegur sinar. »Valkyrjur« vita að frjálst úti- og ferðalög yfir holt hæðir, fjöll og dali er hollt fyrir sál og líkama. Syngjandi, með bakpokana leggja þær land undir fót. Varpa frá sér fýlu meðalmennskunnar og sín- girninnar, draga á brattan, hærra, lengra í sólarátt. Hugprúðar, hraust- ar og drenglyndar, sannir skátar. »Valkyrjur« og »Ljósálfar« eru sumardags og sólskinsbörn. Þær hafa líka verið gæfubörn að eign- ast jafn ötulan leiðbeinanda og frú Hrefnu Tynes, þar hefir farið saman áhugi, dugnaður og dreng- skapur. í öllum störfum hefir hún kennt þeim samhald og samhjálp. Ferðast með þeim, legið úti með þeim, kveikt varðeldinn með þeim, þennan heilaga eld skátanna. Hrefna Tynes hefir bent þeim á brattann, kennt þeim að skylja að »tign býr í tindum, traust í björgum, fegurð í fjalladölum, en í fossum afl«. En sá skilningur er ef til vill einn sterkasti þátturinn í hinni sönnu ættjarðarást og átt- hagakend hvers manns. í heiðríkju bláma fjallatindanna hefir hún sýnt þeim litina í íslenzka fánanum og kennt þeim að virða hann, sem tákn ættjarðarinnar. Innan skamms flytur Hrefna Tynes af landi burt, en þess er að vænta að »Valkyrjur« gleymi henni ekki, og það fræ, sem hún hefir gróðursett í hugi siglfirzkra æskumeyja megi vaxa og verða voldug og blómrík grein á stofni íslenzkrar skátareglu. Frú Hrefna Tynes flytur nú austur um haf, en með sér flytur hún endurminnigar um útilegur með »Valkyrjum« sínum. um bjartar og blíðar sumarnætur um »ljúflings Ijóð í lækjarklið, um lóu kvak og fossanið«. Endurminningar um allt það í íslenzkri náttúru sem fylgir ljóð- rænum sálum lífið á enda. Frú Hrefna Tynes er »dóttir eldfjalls og úthafs, frænka árfoss og skers«. Heil yfir hafið í austur! Heil til baka í vestur! MÓÐIR Ferðanestið er bezt að kaupa í Verzlun- arfélaginu og Nýju Kjötbúðinni. Verzlunarfélag Siglufjarðar h. f. Ekki fljúgandi, en því sem næst, sértu á reiðhjðli við- gerðu frá »V A L« SKÓVINNUST.OFA Guðl. Sigurðssonar, Suðurgötu 12. Gerir við leður- og gúmmískófatnað. — Ofanyfirlímingar á vatnsstígvél. — Mestur vinnukraftur. Fljót afgreiðsla. I

x

2. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 2. júní
https://timarit.is/publication/1184

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.